Íslenskir ráðamenn ekki á HM - Aðgerðir gegn Rússum

Ríkisstjórnin tekur þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn Rússum.

7DM_5056_raw_1951.JPG
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í sam­stilltum aðgerðum vest­rænna ríkja vegna efna­vopna­árásar í enska bænum Salisbury í upp­hafi mán­að­ar­ins.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um, en eins og greint var frá að vef Kjarn­ans í dag, þá fund­aði rík­is­stjórnin um málið í dag.

Í yfir­lýs­ingu frá stjórn­völdum seg­ir: „Árásin er alvar­legt brot á alþjóða­lögum og ógnun við öryggi og frið í Evr­ópu. Efna­vopnum hefur ekki verið beitt í álf­unni frá lokum síð­ari heims­styrj­ald­ar. Við­brögð rúss­neskra stjórn­valda við árásinni hafa hingað til verið ótraust­vekj­andi og yfir­lýs­ingar þeirra ótrú­verð­ug­ar. Frænd­þjóðir okkar á Norð­ur­lönd­um, mörg sam­starfs­ríki Íslands í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, og helstu aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagn­vart rúss­neskum stjórn­völd­um. Í flestum til­vikum vísa þessi ríki rúss­neskum stjórn­ar­er­ind­rekum úr landi. Af hálfu Íslands fel­ast aðgerð­irnar í því að öllum tví­hliða fundum með rúss­neskum ráða­mönnum og hátt­settum emb­ætt­is­mönnum verður frestað um óákveð­inn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráða­menn munu ekki sækja heims­meist­ara­mótið í Rúss­landi á kom­andi sum­ri,“ segir í yfir­lýs­ing­unni, en eins og kunn­ugt er verður Ísland meðal þátt­töku­þjóða á HM, í fyrsta skipti og sem fámennsta landið í sög­unni sem tryggt hefur sér þátt­töku­rétt á HM.

Auglýsing

Eftir að hafa borið ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar undir utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis kall­aði Guð­laugur Þór sendi­herra Rúss­lands á sinn fund nú síð­degis og greindi honum frá ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Á síð­ustu tíu árum hefur við­skipta­sam­band Íslands og Rúss­lands styrkst nokk­uð, einkum vegna vax­andi við­skipta íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja með mak­ríl. Alþjóða­póli­tískar deil­ur, þar sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur beitt Rússa refsi­að­gerð­um, hafa harnað veru­lega á und­an­förnum árum, með tölu­verðum áhrifum á íslenska hags­mun­i. 

Frá í ágúst 2015 hafa Rússar beitt við­skipta­banni gagn­vart Íslandi, en um 20 millj­arða mark­að­ur, árlega, hafði þá mynd­ast með íslenskar sjáv­ar­af­urð­ir. Frá þeim tíma hefur mark­að­ur­inn hins vegar verið lok­að­ur. „Frá þess­ari stundu mun bann á mat­vælum sem áður náði til Evr­ópu­sam­bands­ins, Ástr­al­íu, Kana­da, Nor­egs og Banda­ríkj­anna einnig ná til Alban­íu, Svart­fjalla­lands, Íslands, Liechten­stein og Úkra­ín­u,“ sagði Dmi­try ­Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra Rúss­land, þegar við­skipta­bannið var sett árið 2015, og bætti því við að þessi ríki hefðu stutt við við­skipta­þving­anir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rúss­um. Við­skipta­bannið er enn í gildi.

Aðgerðir Íslands nú eru í takt við fyrri stefnu Íslands í málum sem tengj­ast Rússum, en þar hefur Íslands fylgt sam­þykktum Evr­ópu­þjóða og banda­lags­ríkja. Norð­ur­löndin og fleiri þjóðir gripu þó að þessu sinni til þess að senda rúss­neska ráða­menn úr landi, en það gerði Ísland ekki, eins og áður sagði.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent