Facebook bannar AIQ sem var í lykilhlutverki í Brexit-baráttunni

Kanadískt fyrirtæki sem aflaði gagna á samfélagsmiðlum, og notaði til að reyna að fá fólk til að kjósa með útgöngu úr Evrópusambandinu í Bretlandi hefur verið bannað af Facebook.

Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Kanadíska fyr­ir­tækið AIQ, sem vann með Cambridge Ana­lyt­ica í Brex­it-­kosn­inga­bar­átt­unni í Bret­landi, hefur verið bannað af Face­book og má fyr­ir­tækið ekki vinna með gögn sem aflað er í gegnum Face­book. 

Frá þessu greinir breska rík­is­út­varpið BBC. AIQ fékk greiddar 3,8 millj­ónir punda frá Vote Leave hreyf­ing­unni, sem barð­ist fyrir því að Bretar færu úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Fyr­ir­tækið er sagt hafa kom­ist yfir gögnum um not­endur á Face­book, með hætti sem ekki sam­ræm­ist skil­málum Face­book og því hefur verið gripið til þess­ara aðgerða. Face­book vinnur nú að inn­an­hús­rann­sókn á því hvernig Cambridge Ana­lyt­ica, og fleiri fyr­ir­tæki sem það hefur starfað með, hefur unnið með gögnum not­endur á Face­book, en sam­fé­lags­miðl­aris­inn hefur sagt að upp­lýs­ingar um tæp­lega 90 millj­ónir not­enda, að lang­mestu leyti í Banda­ríkj­un­um, hafi kom­ist til Cambridge Ana­lyt­ica og fleiri fyri­tækja með hætti sem ekki sam­ræm­ist skil­málum Face­book.

AuglýsingÞá eru í nú í gangi opin­berar rann­sóknir á með­höndlun per­sónu­upp­lýs­inga hjá fyrr­nefndum fyr­ir­tækjum - og Face­book einnig - bæði í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, en það sem ýtti þeim af stað var umfjöllun Cambridge Ana­lyt­ica, en fyr­ir­tækið hefur meðal ann­ars unnið með fram­boði Don­alds Trumps í Banda­ríkj­unum og Brex­it-hreyf­ing­unni í Bret­land­i. 

Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi Face­book, kemur fyrir þing­nefnd í Banda­ríkj­unum 11. apríl næst­kom­andi, og mun þar svara spurn­ingum um per­sónu­vernd og fleira sem snýr að því hvernig farið er með upp­lýs­ingum um not­endur mið­ils­ins. 

Á heims­vísu eru not­endur nú orðnir fleiri en 2 millj­arð­ar. 

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent