Viðreisn fer ein fram í Hafnarfirði

Viðreisn er hætt við að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum með Bjartri framtíð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

Við­reisn hyggst tefla fram eigin lista í Hafn­ar­firði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 26. maí, en hætt hefur verið við fyr­ir­hugað sam­eig­in­legt fram­boð Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar í Hafn­ar­firði.

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í dag, þá er tölu­verð ólga innan Bjartrar fram­tíðar í bæn­um, og því er orðið ljóst að ekk­ert verður af sam­eig­in­legu fram­bði.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, stað­festi við Vísi í dag að Við­reisn færi fram með eigin fram­boð í Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir á Face­book síðu sinni, að ljóst sé, að fram­boðið fyr­ir­hug­aða sé í „upp­lausn“.  „Eftir allt sem á undan er gengið er ljóst að frama­boð í Hafna­firði er í upp­lausn. Þar er fólk þreytt eftir átök og rugl­ing og þau sem skip­uðu sæti á sam­eig­in­legum lista Bjartrar Fram­tíðar og Við­reisnar hafa dregið sig í hlé með miklum trega og eft­ir­sjá,“ segir Björt.

Eins og greint var frá í dag, þá hafa tveir vara­bæj­­­ar­­full­­trúar í Hafn­­ar­­firði, þau Borg­hildur Sölvey Sturlu­dóttir og Pétur Ósk­­ar­s­­son, óskað eftir að sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið taki til umfjöll­unar ákvarð­­anir Guð­laugar Krist­jáns­dóttur um setu í og úr bæj­­­ar­­stjórn og hins vegar missi kjör­­gengis og þá sam­hliða lausn frá störfum bæj­­­ar­­full­­trú­ans Ein­­ars Birkis Ein­­ar­s­­son­­ar.

Hefur lög­­­maður þeirra sent ráðu­­neyt­inu for­m­­legt erindi þessa efnis, að það taki málið til for­m­­legrar athug­unar á grund­velli sveit­­ar­­stjórn­­­ar­laga þar sem mælt er fyrir um almennt stjórn­­­sýslu­eft­ir­lit ráð­herra með því að sveit­­ar­­fé­lög gegni skyldum sín­­um. Verði málið ekki tekið til umfjöll­unar for­m­­lega af ráðu­­neyt­inu áskilja þau sér rétt til að leggja fram stjórn­­­sýslu­kæru vegna máls­ins.

Vilja þau meina að Guð­laug hafi farið í ótíma­bundið leyfi frá störfum á grund­velli ákvæðis sveit­­ar­­stjórn­­­ar­laga sem geri ráð fyrir fjar­veru í að minnsta kosti einn mánuð vegna for­­falla. Var til­­kynnt um for­­föll Guð­laugar þann 14. mars en hún tók sæti sitt aftur í sveit­­ar­­stjórn­­inni á fundi hennar í gær. Vilja þau Borg­hildur og Pétur meina að þar sem hún hafi verið styttri tíma en einn mánuð frá störfum stang­ist það á við laga­á­­kvæð­ið.

Síð­­­ara umkvört­un­­ar­efni þeirra í erind­inu lýtur að kjör­­gengi Ein­­ars Birkis Ein­­ar­s­­son­­ar. Þar vísa þau til þess að Einar sé með lög­­heim­ili í Hafn­­ar­­firði á heim­ili systur sinn­­ar. hann hins vegar búi í Kópa­vogi ásamt sam­býl­is­­konu sinni. Í lögum um kosn­­ingar til sveit­­ar­­stjórnar segir að kjör­­gengur sé sá sem meðal ann­­ars á kosn­­inga­rétt í sveit­­ar­­fé­lag­inu en þar er gerður áskiln­aður um lög­­heim­ili í sveit­­ar­­fé­lag­inu. Vilja þau að ráðu­­neytið afli upp­­lýs­inga frá Ein­­ari um búsetu hans svo unnt sé að stað­­festa hvort hann njóti enn kjör­­gengis eða hvort leysa beri hann frá störfum sökum missi þess.

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent