Auka við mannafla til að sinna „Fyrstu fasteign“

5000 umsóknir til að nýta úrræðið „Fyrsta fasteign“ bíða nú afgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir þessum fjölda, meðal annars mannekla og töf á smíði tölvukerfis.

ríkisskattstjóri
Auglýsing

Fimm þús­und umsóknir bíða afgreiðslu hjá rík­is­skatt­stjóra um úrræðið „Fyrsta fast­eign“. Tvær ástæður eru aðal­lega gefnar fyrir þessum fjölda en sam­kvæmt svari rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans tók mun lengri tíma að útbúa tölvu­kerfi þeirra aðila sem að mál­inu koma og skap­aði það þá töf sem orðið hef­ur. 

Enn fremur var afgreiðsla umsókn­anna tíma­frek­ari en búist var við og ekki voru nægi­lega margir starfs­menn að sinna verk­efn­inu. Sam­kvæmt rík­is­skatt­stjóra var tekin sú ákvörðun fyrr á árinu að auka við mann­afla til að anna eft­ir­spurn. 

„Fyrsta fast­­eign“ stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­eign­­ar­líf­eyr­is­­sparnað til að safna fyrir inn­­­borgun á fyrstu íbúð­­ar­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­greindum hætti sam­­kvæmt skil­­málum „Fyrstu fast­­eign­­ar“.

Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafði stjórn á und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins og skip­aði tvo starfs­hópa til að und­ir­búa fram­kvæmd­ina meðal ann­ars að hlut­ast til um að sett væri upp við­eig­andi tölvu­kerfi og greina með hvaða hætti sam­starf yrði við líf­eyr­is­sjóði, fjár­mála­fyr­ir­tæki, þjóð­skrá og aðra aðila sem afhenda þurfa upp­lýs­ingar til að unnt verði að afgreiða umsókn­ir. Rík­is­skatt­stjóri hefur það hlut­verk að taka við umsóknum og afgreiða þær í sam­ræmi við gild­andi laga­á­kvæði.

Afgreiðsla hverrar umsóknar tekur langan tíma

Í svari rík­is­skatt­stjóra kemur fram að tafir á smíði tölvu­kerf­is­ins hafi haft í för með sér að mun tíma­frekara var að afla nauð­syn­legra upp­lýs­inga til að unnt væri að ákvarða hvort umsókn upp­fyllti þau laga­legu skil­yrði sem lög setja við ákvörðun á því hvort unnt væri að fall­ast á umsókn. Eru það til að mynda upp­lýs­ingar um hvort um fyrstu kaup umsækj­anda er að ræða, hvort lán sem óskað er greiðslu inn á upp­fylli skil­yrði lag­anna, hvort umsækj­andi upp­fylli skil­yrði lag­anna að öðru leyti o.s.frv. Afgreiðsla hverrar umsóknar tók með öðrum orðum langan tíma, sam­kvæmt rík­is­skatt­stjóra. 

Segir jafn­framt í svar­inu að sér­stök ein­ing hafi verið sett upp sem einnig hafði með höndum afgreiðslu á umsóknum um sér­eign­ar­sparn­að. Í fyrstu eftir að lögin tóku gildi hafi mik­ill fjöldi fyr­ir­spurna borist og hafi starfs­menn rík­is­skatt­stjóra verið bundnir í þeim þætti. Þá hafi á síð­ustu dögum árs­ins 2017 komið mik­ill fjöldi nýrra umsókna vegna fyrstu kaupa en einnig vegna eldra sér­eign­ar­sparn­að­ar­úr­ræð­is­ins sem hófst árið 2014. 

Starfs­menn færðir um set

„Á sama tíma jókst þjón­usta við við­skipta­vini mikið bæði í síma og tölvu­pósti sem og fjölg­aði heim­sóknum á starfs­stöðvar emb­ætt­is­ins vegna þess­ara verk­efna. Allt gerði þetta að verkum að mikið hægð­ist á afgreiðslu­hrað­anum og fjöldi óaf­greiddra umsókna jókst. Í fram­haldi af þessu var tekin ákvörðun á fyrri hluta árs­ins 2018 um að auka við mann­afla sem sinnti þessu verk­efni. Þá er unnið að því að færa starfs­menn úr öðrum ein­ingum í þetta verk­efni en engin fjár­veit­ing fylgdi þessu verk­efn­i,“ segir í svar­in­u. 

Rík­is­skatt­stjóri segir að nú sé staðan sú að nauð­syn­leg tölvu­kerfi eru loks­ins komin í fullan rekst­ur. Með auknum mann­afla og að upp­lýs­ingar ber­ast nú greiðar en áður, stefni í að á næstu vikum verði unnt að ná afgreiðslu­tíma umsókna um fyrstu íbúð í við­un­andi horf með afgreiðslu þeirra umsókna sem þegar hafa borist.

Kjarn­inn fjall­aði um úrræðið „Fyrsta fast­eign“ en á annað hund­rað manns hafa nýtt sér það frá því að það kom til fram­­kvæmda um mitt ár í fyrra. Sá hópur hefur ráð­stafað um 55 millj­­ónum króna til íbúð­ar­­­kaupa á tíma­bil­in­u. 

Þegar úrræðið var kynnt í Hörpu um miðjan ágúst 2016 af þáver­andi ráða­­mönnum þjóð­­ar­innar kom fram í glæru­kynn­ingu að um 50 millj­­arðar króna myndu rata í inn­­greiðslur á hús­næð­is­lánum vegna „Fyrstu fast­­eign­­ar“ á tíu árum eftir að úrræðið tæki gildi. Þegar níu mán­uðir af tíma­bil­inu eru liðnir þá hefur 0,1 pró­­sent af þeirri upp­­hæð sem ráða­­menn sögðu að myndu fara í að greiða niður hús­næð­is­lán undir hatti úrræð­is­ins farið í það.

Norska hagkerfið finnur fyrir viðskiptastríði Bandaríkjanna við Rússland, Evrópusambandið og Kína.
Tollastríðið lækkar olíuverð og norsku krónuna
Tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir þeirra hefur leitt til lægri verðs á hrávörum sem og veikingu á gengis norsku krónunnar.
Kjarninn 23. júlí 2018
Færri nota innanlandsflug
Um 8 þúsund færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi þessa árs, aðra en Keflavíkurflugvöll, en á sama tímabili í fyrra. Rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á þessum tíma.
Kjarninn 23. júlí 2018
Sumarútsölur ná að draga vísitöluna niður og halda henni óbreyttri milli mánaða.
Mikil hækkun á flugmiðum annan mánuðinn í röð
Flugfargjöld hækkuðu um 23% milli júní og júlí, í kjölfar 15,2% mánuðinn á undan. Samhliða verðlækkun á fötum og skóm hélst vísitalan þó nær óbreytt í júlí , en 12 mánaða verðbólga mælist í 2,7 prósentum.
Kjarninn 23. júlí 2018
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Nær 40% Spánverja á móti lýðræði
Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.
Kjarninn 23. júlí 2018
Hótanir á Twitter
Donald Trump forseti Bandaríkjanna fór mikinn á Twitter í nótt, eins og oft áður, og hótaði Írönum öllu illu.
Kjarninn 23. júlí 2018
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent