Bloomberg hleypur í skarðið sem Trump skildi eftir

Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að greiða það sem Bandaríkin áttu að greiða, til að uppfylla Parísarsamkomulagið.

Michael Bloomberg COP21 loftslagsmál h_52434838.jpg
Auglýsing

Millj­arða­mær­ing­ur­inn Mich­ael Bloomberg hefur ákveðið að greiða það sem upp á vant­ar, svo að Banda­ríkin upp­fylli skuld­bind­ingar sínar vegna Par­ís­ar­sam­komu­lag­is­ins, þegar kemur að fjár­hags­legum stuðn­ingi við til­tekin verk­efni.

Eins og kunn­ugt er dró Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti þjóð sína út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, þar sem hann taldi það ekki þjóna hags­munum Banda­ríkj­anna nægi­lega vel. 

Meðal þess sem gerð­ist með þeirri ákvörð­un, var að 450 millj­óna króna fjár­veit­ing til stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC), sem vinnur að marg­vís­legum aðgerðum til að draga úr nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­breyt­inga og hlýn­unar jarð­ar­inn­ar, féll nið­ur.

AuglýsingBloomberg hyggst greiða þessa upp­hæð til stofn­un­ar­inn­ar. Hann segir að Banda­ríkin hafi skuld­bundið sig, líkt og 187 þjóðir heims­ins, til að grípa til aðgerða á grund­velli Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Vinnan sé komin af stað, og það sé ekki í boði að hætta stuðn­ingi. „Ég er fær um að gera þetta, og finn til ábyrgð­ar,“ sagði Bloomberg. 

Þrátt fyrir að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafi dregið Banda­ríkin form­lega út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, þá hafa allar stærstu borgir Banda­ríkj­anna ákveðið að taka af fullum krafti þátt í aðgerð­unum á grund­velli Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. 

Það sama hafa fyr­ir­tæki gert, þar á meðal stór­fyr­ir­tæki í olíu­iðn­aði eins og Exxon Mobile. Meira úr sama flokkiErlent