Um 70 prósent stórra fyrirtækja með kaupaukakerfi

Samkvæmt könnun sem Talnakönnun hefur gert eru um 70 prósent af 20 stórum fyrirtækjum sem skráð eru á markað eða eru bankar, með kaupaukakerfi. Laun forstjóra hafa hækkað mikið á skömmum tíma.

Benedikt Jóhannesson mun kynna skýrslu Talnakönnunar um kaupauka hjá íslenskum fyrirtækjum á fundi sem haldinn er í hádeginu á morgun.
Benedikt Jóhannesson mun kynna skýrslu Talnakönnunar um kaupauka hjá íslenskum fyrirtækjum á fundi sem haldinn er í hádeginu á morgun.
Auglýsing

Um 70 pró­sent 20 íslenskra fyr­ir­tækja, sem annað hvort eru skráð á hluta­bréfa­markað eða eru banka, greiða út kaupauka, oft einnig kall­aðir bónus­ar. Þetta er nið­ur­staða könn­unar á meðal 20 íslenskra fyr­ir­tækja sem Talna­könnun gerði í mars og apríl 2018. Könn­unin var gerð að beiðni Sam­taka spari­fjár­eig­enda.

Þrettán fyr­ir­tækj­anna segj­ast greiða út kaupauka, sex gera það ekki. Því greiða 68, 4 pró­sent þeirra fyr­ir­tækja sem svör­uðu út kaupauka.

.Eitt fyr­ir­tækj­anna sem spurt var, Kvika banki, svar­aði ekki spurn­ing­unni en greinir samt sem áður frá því í árs­reikn­ingi að það greiði út kaupauka. Ef það er með­talið þá er hlut­fall þeirra fyr­ir­tækja sem könn­unin náði til sem greiða kaupauka 70 pró­sent.

Fyr­ir­tækin 13 sem greiða út kaupauka eru Icelanda­ir, Reit­ir, ™, Origo, Reg­inn, Arion banki, N1, Eim­skip, Öss­ur, Mar­el, Skelj­ung­ur, Voda­fone og Hag­ar. Líkt og áður sagði svar­aði eitt fyr­ir­tæki ekki, Kvika banki. Hann var skráður á First North mark­að­inn í mars meðan á könn­un­ar­tíma­bil­inu stóð. Í árs­reikn­ingum Kviku kemur hins vegar fram að fyr­ir­tækið veitir starfs­mönnum kaup­rétt á hluta­bréf­um.

Auglýsing
Þau sex fyr­ir­tæki sem eru ekki með kaupauka­kerfið eru VÍS, Grandi, Íslands­banki, Lands­banki, Eik og Sjó­vá.

Mis­mun­andi útfærslur

Í nið­ur­stöðu könn­un­ar­innar kemur fram að hjá tveimur fyr­ir­tækjum fá allir starfs­menn kaupauka, en hjá tíu er það for­stjóri og jafn­mörg eru með yfir­stjórn­end­ur. „Í ein­hverjum til­vikum er mynstrið flókn­ara. Stjórn fær ekki kaupauka í neinu fyr­ir­tækj­anna,“ segir í nið­ur­stöðu henn­ar.

Kaupaukar ann­arra starfs­manna en for­stjóra eru í flestum til­vikum innan við 25 pró­sent af laun­um. Þrjú fyr­ir­tæki miða við hærri tölu sem mögu­lega kaupauka og hjá tveimur gildir engin ákveðin regla..

Í skýrslu sem Talna­könnun hefur gert um úttekt á kjörum og kaup­aukum stjórn­­enda í íslenskum fyr­ir­tækj­um, er meðal ann­ars fjallað um könn­un­ina. Þar segir að algeng­ast sé að miða útreikn­ing kaupauka við blöndu af þeim kostum sem boðið var upp á, en fjögur fyr­ir­tæki af 13 miða aðeins við hagn­að, eitt við sölu og eitt hefur ann­ars konar við­mið, sem þó er hagn­að­ar­tengd.

Flest fyr­ir­tækin greiða út kaupauka í lok hvers árs, fjögur dreifa greiðslum á nokkur ár, þrjú eru með kaup­rétt­ar­samn­inga og tvö greiða út bónusa árs­fjórð­ungs­lega.

Afger­andi nið­ur­staða

Hjá sex af þeim þrettán fyr­ir­tækjum sem segj­ast greiða út kaupauka eru þeir innan við 25 pró­sent af föstum laun­um, sem er hámark sam­kvæmt lögum hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Hjá þremur geta þeir legið milli 25 og 50 pró­sent, hjá tveimur milli 50 og 100 pró­sent og tvö hafa ekki ákveðna reglu.

Nið­ur­staða könn­un­ar­innar því afger­andi: íslensk fyr­ir­tæki nýta enn mörg kaupauka­kerfi. Þau virð­ast hins vegar miklu ein­fald­ari en bank­arnir voru með fyrir hrun og bón­usum meira í hóf stillt. í sam­an­tekt­ar­kafla skýrslu Talna­könn­unar seg­ir: „Afar mik­il­vægt er fyrir mark­að­inn og almenna umfjöllun um fyr­ir­tæki að sem mest gagn­sæi gildi um öll kjör í fyr­ir­tækj­um. Annað vekur tor­tryggni. “

Skýrslan kynnt á morgun

Skýrslan um kaupauka í íslenskum fyr­ir­tækjum verður kynnt á fundi í hádeg­inu á morg­un, þriðju­dag­inn 24. apr­íl. Þar mun Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og stofn­andi Við­reisn­ar, gera grein fyrir efni skýrsl­unnar og Katrín Ólafs­­dótt­ir, vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ingur og lektor við Háskól­ann í Reykja­vík tala. Fund­ur­inn fer fram í Öskju, Háskóla Íslands, hann er öllum opinn og hefst klukkan 12. Fund­ar­stjóri verður Vil­hjálmur Bjarna­son.

Um er að ræða annan fund­inn í funda­röð­inni „Aldrei aft­ur“ þar sem Sam­tök spari­­fjár­­eig­enda minn­ast þess að í ár eru tíu ár liðin frá hruni..

Í til­kynn­ingu vegna fund­ar­ins seg­ir: „Eftir hrun var fljót­lega farið að greiða kaupauka hjá íslenskum fyr­ir­tækjum þó ekki væru þeir í sama mæli og tíðkast hafði áður. Einnig varð fljót­lega ljóst að íslenskir for­­­­stjór­ar ætl­uðu sér ekki að búa við „lág“ laun og því fóru tekjur stjórn­enda fljót­lega hækk­­­andi, langt umfram þær launa­hækk­anir sem almenn­ingur hefur mátt sætta sig við. Því þótti Sam­­tökum spari­fjár­eig­enda aftur komið til­efni til að gera úttekt á kjörum og kaup­aukum stjórn­­enda í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Því var með­fylgj­andi úttekt gerð.“

Þar er einnig lagt til, í nafni þess að auka á gegn­sæi og hrein­skipta umræðu um kaup og kjör í land­inu, að „auk hluta­fé­laga skráðra á mark­aði þá myndu sam­tök, félög og stofn­­anir sem eiga allt sitt undir fram­lögum hins opin­bera og/eða vel­vilja almenn­ings, greini opin­­ber­­lega frá því hvað fram­kvæmda­stjóri og helstu stjórn­endur þeirra eru með í laun. Hér mætti nefna íþrótta­fé­lög, góð­gerða­fé­lög og hags­muna­fé­lög eða félög á borð við t.d. Mjólk­ur­sam­söl­una, fyr­ir­tæki sem hefur risið og þrif­ist í skjóli beinnar og óbeinnar rík­is­­­­tryggðrar ein­ok­un­ar.“

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag
Ekki verður tekin ákvörðun um lögbann á vefsíðuna tekjur.is í dag en Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vefinn.
Kjarninn 16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
Kjarninn 16. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu
Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.
Kjarninn 16. október 2018
Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn
Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.
Kjarninn 15. október 2018
Magnús Halldórsson
Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga
Kjarninn 15. október 2018
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna fyrir hugaðs samstarfs Árvakurs og 365 miðla
Morgunblaðið og Fréttablaðið vilja efla útgáfustarfsemi sína með samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.
Kjarninn 15. október 2018
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
Kjarninn 15. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent