Málmtollar Trumps frestast um mánuð

Samningaviðræður eru í gangi við innflytjendur áls og stáls til Bandaríkjanna.

Trump ríkisstjórnarfundur
Auglýsing

Tollar á inn­flutn­ing áls og stáls til Banda­ríkj­anna, frá Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um, Kanada og Mexíkó, munu ekki taka gildi í dag, eins og til stóð, heldur eftir mán­uð. 

Um þetta til­kynnti Hvíta húsið í gær­kvöldi. Tölu­verð spenna var á mörk­uð­um, vegna þess­arar ákvörð­un­ar, enda hefur stefnu Trumps um tolla­stríð verið illa tekið meðal fjár­festa.

Toll­arnir voru upp­haf­lega settir á 8. mars en með und­an­þágu­á­kvæð­u­m. 

AuglýsingEvr­ópu­sam­bands­rík­in, Kanada og Mexíkó fengu öll und­an­þágu frá 25 pró­sent tolli á inn­flutn­ing stáls og 10 pró­sent á inn­flutn­ing áls. 

Trump hefur sagt að toll­unum sé ekki síst beint að við­skipta­sam­bandi Banda­ríkj­anna við Kína, en Kín­verjar hafa svarað því til að tolla­stríð sé ekki væn­legt til árang­urs, hvernig sem á það sé lit­ið. 

Banda­ríkin eru raunar háð inn­flutn­ingi á stáli og áli, og flytja inn um fjór­falt meira af hvoru tveggja en flutt er út. 

Stórir kaup­endur þess­ara málma eru meðal ann­ars bíla- og vopna­fram­leið­end­ur. Tals­menn hags­muna­sam­taka þess­ara fyr­ir­tækja hafa harð­lega mót­mælt toll­un­um, og sagt þá grafa undan sam­keppn­is­hæfni geir­anna í Banda­ríkj­un­um.

Meira úr sama flokkiErlent