Allt í mínus hjá íslenskum hlutabréfasjóðum

Ávöxtun hlutabréfa á skráðum markaði hér á landi hefur ekki verið góð að undanförnum. Vísitalan hefur lækkað um 8,6 prósent á undanförnum tólf mánuðum.

peningar
Auglýsing

Þrír íslenskir hluta­bréfa­sjóðir eru með betri ávöxtun heldur en sem nemur vísi­tölu íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins, und­an­farið ár, en óhætt er að segja að mik­ill slapp­leiki sé nú á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði.

Vísi­tala aðal­mark­að­ar­ins hefur lækkað um 8,6 pró­sent á und­an­förnu ári, en sé litið til íslenskra hluta­bréfa­sjóða, og ávöxt­unar þeirra á und­an­förnum tólf mán­uð­um, þá hefur hún verið mis­mun­andi.

Ávöxtun sjóða.Sam­kvæmt sam­an­tekt Keld­unn­ar, yfir ávöxtun sjóða, þá hefur hluta­bréfa­sjóður Akta sjóða, sem nefn­ist Akta stokk­ur, verið með bestu nafn­á­vöxt­un­ina und­an­farið ár eða mínus 1,21 pró­sent.

Auglýsing

Tveir sjóðir til við­bótar eru með betri ávöxtun en sem nemur vísi­töl­unni, en það eru Júpíter inn­lent, með mínus 5,5, og Stefnir ÍS 15, með mínus 6,6.

Aðrir sjóð­ir, sem gefnir eru upp með ávöxtun á lista Keld­unn­ar, eru með verri ávöxtun en 8,6 pró­sent. Verstu ávöxt­un­ina er GAMMA Equity með, eða mínus 17 pró­sent, sé mið tekið af stöð­unni eins og hún var 11. maí síð­ast­lið­inn.

Stærð sjóð­anna er afar mis­mun­andi, eins og eigna­sametn­ing­in. Stærstur er Stefnir ÍS 15, með um 21 millj­arð.

Meira úr sama flokkiInnlent