Íslenska eitt af 60 tungumálum sem þýðingarvél Microsoft býður upp á

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli gervigreindarþýðingarvélarinnar Microsoft Translator.

Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn sinni til Seattle.
Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn sinni til Seattle.
Auglýsing

Íslenska er eitt af rúm­lega 60 tungu­málum sem þýð­ing­ar­vél­in Microsoft Translator býður nú upp á. Hún er knúin af gervi­greind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækn­innar fyrir íslensku í heilt ár. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Microsoft á Íslandi sendi frá sér í morg­un.

Microsoft Translator býður upp á tungu­mála­þýð­ingar í raun­tíma og með tím­anum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hug­tök­um, segir í til­kynn­ing­unni. Síð­ast­lið­inn föstu­dag til­kynnti Microsoft um íslensku sem val­mögu­leika í for­ritum Microsoft eins og Windows 10, Power­Point, Out­look, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýri­kerf­um, Android og Kindle Fire. Sam­kvæmt Microsoft er nú hægt með þessum eig­in­leika að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mis­mun­andi tungu­mál sem muni þar af leið­andi opna margar dyr þegar kemur að sam­skiptum í hinum tækni­vædda heimi.

Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands heim­sótti höf­uð­stöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgd­ar­liði í síð­ustu viku. Þar mun for­set­inn hafa kynnt sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengi­lega á sem flestum tungu­mál­um, þar á meðal íslensku. Á meðan á heim­sókn for­set­ans stóð var íslensku form­lega bætt við sem nýjasta tungu­máli gervi­greind­ar­þýð­ing­ar­vél­ar­innar Microsoft Translator.

Erfitt fyrir fámenna þjóð að við­halda tungu­mál­inu

Að sögn Mari­anne Dahl Steen­sen, for­stjóra Microsoft í Dan­mörku, er inn­koma íslensk­unnar mik­il­vægur áfangi fyrir Íslend­inga og íslenska tungu þar sem tungu­málið hefur oftar en ekki gleymst sem tækni­mál sökum smæðar sinn­ar. Mark­mið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengi­lega öllum og sé tungu­mál mik­il­vægur þáttur í því.

Segir í til­kynn­ing­unni að Heimir Fannar Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Microsoft á Íslandi, taki í sama streng og seg­ist hann afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungu­mál að við­halda því í hinum sístækk­andi tækni­heimi og því sé nauð­syn­legt að hinir alþjóð­legu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungu­mál til að þau glat­ist ekki.

Meira úr sama flokkiInnlent