Íslenska eitt af 60 tungumálum sem þýðingarvél Microsoft býður upp á

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli gervigreindarþýðingarvélarinnar Microsoft Translator.

Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn sinni til Seattle.
Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn sinni til Seattle.
Auglýsing

Íslenska er eitt af rúm­lega 60 tungu­málum sem þýð­ing­ar­vél­in Microsoft Translator býður nú upp á. Hún er knúin af gervi­greind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækn­innar fyrir íslensku í heilt ár. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Microsoft á Íslandi sendi frá sér í morg­un.

Microsoft Translator býður upp á tungu­mála­þýð­ingar í raun­tíma og með tím­anum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hug­tök­um, segir í til­kynn­ing­unni. Síð­ast­lið­inn föstu­dag til­kynnti Microsoft um íslensku sem val­mögu­leika í for­ritum Microsoft eins og Windows 10, Power­Point, Out­look, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýri­kerf­um, Android og Kindle Fire. Sam­kvæmt Microsoft er nú hægt með þessum eig­in­leika að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mis­mun­andi tungu­mál sem muni þar af leið­andi opna margar dyr þegar kemur að sam­skiptum í hinum tækni­vædda heimi.

Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands heim­sótti höf­uð­stöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgd­ar­liði í síð­ustu viku. Þar mun for­set­inn hafa kynnt sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengi­lega á sem flestum tungu­mál­um, þar á meðal íslensku. Á meðan á heim­sókn for­set­ans stóð var íslensku form­lega bætt við sem nýjasta tungu­máli gervi­greind­ar­þýð­ing­ar­vél­ar­innar Microsoft Translator.

Erfitt fyrir fámenna þjóð að við­halda tungu­mál­inu

Að sögn Mari­anne Dahl Steen­sen, for­stjóra Microsoft í Dan­mörku, er inn­koma íslensk­unnar mik­il­vægur áfangi fyrir Íslend­inga og íslenska tungu þar sem tungu­málið hefur oftar en ekki gleymst sem tækni­mál sökum smæðar sinn­ar. Mark­mið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengi­lega öllum og sé tungu­mál mik­il­vægur þáttur í því.

Segir í til­kynn­ing­unni að Heimir Fannar Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Microsoft á Íslandi, taki í sama streng og seg­ist hann afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungu­mál að við­halda því í hinum sístækk­andi tækni­heimi og því sé nauð­syn­legt að hinir alþjóð­legu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungu­mál til að þau glat­ist ekki.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent