Dýrustu þakíbúðirnar á Hafnartorgi upp á 400 milljónir

Fermetraverð dýrustu íbúðanna á Hafnartorgi verður vel á aðra milljón króna. Algengt verð á markaði er á bilinu 450 til 500 þúsund á fermetrann.

hafnartorg
Auglýsing

Sölu­verð­mæti íbúða á Hafn­ar­torgi verður um 7 til 8 millj­arðar króna, miðað við upp­sett verð, en dýr­ustu íbúð­irnar munu kosta um 400 millj­ónir króna. Á Hafn­ar­torgi verða lúxus­í­búðir sem ekki hafa áður sést á Íslandi, en þær dýr­ustu verða yfir 400 fer­metrar og er ráð­gert að fer­metra­verðið geti verið vel á aðra milljón króna.

Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag, en þar er meðal ann­ars rætt við Þor­vald Giss­ur­ar­son, for­stjór ÞG verks, sem byggir á Hafn­ar­torgi. Alls verða þar 69 íbúðir og þar af níu hágæða þak­íbúð­ir.

Í við­tali við Morg­un­blaðið segir hann að efn­is­val og efn­isnýt­ing verði skör­inni ofar en fólk eigi að venjast, einkum í einni stórri þak­íbúð. „Við sjáum þetta til dæmis í nýj­u­m verk­efnum í London, New York og á Mi­ami. Þetta er til­rauna­verk­efn­i. Við höldum því opnu að geta fjölg­að ­í­búð­unum aft­ur,“ segir Þor­vald­ur, en hann segir að ekki verði farið alla leið í hönnun nema að kaup­andi finn­ist. r. 

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent