Guðlaugur Þór: Stöðva verður ofbeldið og drápin á Gaza svæðinu

Utanríkisráðherra segist óttast að sú ákvörðun Bandaríkjanna að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem muni grafa undan möguleika á friði.

Guðlaugur Þór
Auglýsing

Sam­vinna Íslands og Banda­ríkj­anna í örygg­is- og varn­ar­málum og innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins voru meðal umræðu­efna á fundi Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, utan­rík­is­ráð­herra, og James Mattis varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna í Was­hington DC í dag.

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir Guð­laugur Þór að, meðal ann­ars hefði verið rætt um mik­il­vægi sam­stöðu vest­rænnan ríkja. „­Sam­vinna Íslands og Banda­ríkj­anna í örygg­is- og varn­ar­málum á sér langa sögu og hefur þró­ast í áranna rás. Und­an­farin ár hefur sam­starf ríkj­anna farið mjög vax­andi sam­hliða breyttu örygg­is­um­hverfi í Evr­ópu og á norð­an­verðu Atl­ants­hafi. Atl­ants­hafs­tengslin eru mik­il­væg­ari nú sem aldrei fyrr og gagn­kvæmar skuld­bind­ingar Íslands og Banda­ríkj­anna standa óhagg­að­ar. Við fórum yfir mik­il­vægi sam­stöðu vest­rænna ríkja sem deila sömu gildum í því breyti­lega örygg­is­um­hverfi sem við búum við,“ segir Guð­laugur Þór í til­kynn­ingu.

Geir Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Á fund­inum ræddu ráð­herr­arnir helstu áherslu­mál á vett­vangi Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í aðdrag­anda leið­toga­fundar banda­lags­ins í sum­ar, þ.m.t. auknar áherslur á mik­il­vægi Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ins, að því er segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Einnig var loft­rým­is­gæsla og kaf­bát­ar­leit og varnaræf­ingin Trident Junct­ure 2018 til umfjöll­un­ar. Þá voru helstu við­fangs­efni á alþjóða­vettn­vangi til umræðu, þ.m.t. mál­efni Mið­aust­ur­landa og staða mála á Gaza. Einnig voru mál­efni norð­ur­slóða á meðal fund­ar­efna.Á Twitter síðu sinni seg­ist Guð­laugur áhyggju­fullur yfir stöð­unni fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs, en um 60 Palest­ínu­menn hafa látið lífið vegna skotárása Ísra­els­hers. Opnun nýs sendi­ráðs Banda­ríkj­anna í Jer­úsalem hefur verið mót­mælt kröft­ug­lega á Gaza svæð­inu, og hafa brot­ist út átök vegna þess og Ísra­els­her hefur óhikað skotið á mót­mæl­endur og beitt táragasi.

Guð­laugur Þór seg­ist ótt­ast að færslan á sendi­ráð­inu muni grafa undan frið­ar­við­ræðn­um, á grund­velli tveggja ríkja sam­komu­lags.Meira úr sama flokkiInnlent