Guðlaugur Þór: Stöðva verður ofbeldið og drápin á Gaza svæðinu

Utanríkisráðherra segist óttast að sú ákvörðun Bandaríkjanna að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem muni grafa undan möguleika á friði.

Guðlaugur Þór
Auglýsing

Sam­vinna Íslands og Banda­ríkj­anna í örygg­is- og varn­ar­málum og innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins voru meðal umræðu­efna á fundi Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, utan­rík­is­ráð­herra, og James Mattis varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna í Was­hington DC í dag.

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir Guð­laugur Þór að, meðal ann­ars hefði verið rætt um mik­il­vægi sam­stöðu vest­rænnan ríkja. „­Sam­vinna Íslands og Banda­ríkj­anna í örygg­is- og varn­ar­málum á sér langa sögu og hefur þró­ast í áranna rás. Und­an­farin ár hefur sam­starf ríkj­anna farið mjög vax­andi sam­hliða breyttu örygg­is­um­hverfi í Evr­ópu og á norð­an­verðu Atl­ants­hafi. Atl­ants­hafs­tengslin eru mik­il­væg­ari nú sem aldrei fyrr og gagn­kvæmar skuld­bind­ingar Íslands og Banda­ríkj­anna standa óhagg­að­ar. Við fórum yfir mik­il­vægi sam­stöðu vest­rænna ríkja sem deila sömu gildum í því breyti­lega örygg­is­um­hverfi sem við búum við,“ segir Guð­laugur Þór í til­kynn­ingu.

Geir Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Á fund­inum ræddu ráð­herr­arnir helstu áherslu­mál á vett­vangi Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í aðdrag­anda leið­toga­fundar banda­lags­ins í sum­ar, þ.m.t. auknar áherslur á mik­il­vægi Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ins, að því er segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Einnig var loft­rým­is­gæsla og kaf­bát­ar­leit og varnaræf­ingin Trident Junct­ure 2018 til umfjöll­un­ar. Þá voru helstu við­fangs­efni á alþjóða­vettn­vangi til umræðu, þ.m.t. mál­efni Mið­aust­ur­landa og staða mála á Gaza. Einnig voru mál­efni norð­ur­slóða á meðal fund­ar­efna.Á Twitter síðu sinni seg­ist Guð­laugur áhyggju­fullur yfir stöð­unni fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs, en um 60 Palest­ínu­menn hafa látið lífið vegna skotárása Ísra­els­hers. Opnun nýs sendi­ráðs Banda­ríkj­anna í Jer­úsalem hefur verið mót­mælt kröft­ug­lega á Gaza svæð­inu, og hafa brot­ist út átök vegna þess og Ísra­els­her hefur óhikað skotið á mót­mæl­endur og beitt táragasi.

Guð­laugur Þór seg­ist ótt­ast að færslan á sendi­ráð­inu muni grafa undan frið­ar­við­ræðn­um, á grund­velli tveggja ríkja sam­komu­lags.Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag
Ekki verður tekin ákvörðun um lögbann á vefsíðuna tekjur.is í dag en Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vefinn.
Kjarninn 16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
Kjarninn 16. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu
Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.
Kjarninn 16. október 2018
Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn
Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.
Kjarninn 15. október 2018
Magnús Halldórsson
Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga
Kjarninn 15. október 2018
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna fyrir hugaðs samstarfs Árvakurs og 365 miðla
Morgunblaðið og Fréttablaðið vilja efla útgáfustarfsemi sína með samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.
Kjarninn 15. október 2018
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
Kjarninn 15. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent