Arnþrúður dæmd til að endurgreiða hlustanda 3,3 milljónir

Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna auk dráttarvaxta sem og 620 þúsund krónur í málskostnað.

útvarp-saga1.jpg
Auglýsing

Arn­þrúði Karls­dóttur útvarps­stjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlust­anda stöðv­ar­innar 3,3 millj­ónir króna auk drátt­ar­vaxta sem og 620 þús­und krónur í máls­kostn­að. Dómur þessa efnis var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag.

For­saga máls­ins er sú að kona lagði alls 3,6 millj­ónir króna inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Arn­þrúðar á árunum 2016 til 2017. Konan sagði að um lán hefði verið að ræða en Arn­þrúður vildi hins vegar meina að um styrk til Útvarps sögu hafi verið að ræða.

Pétur Gunn­laugs­son lög­maður og útvarps­maður á Útvarpi sögu flutti málið fyrir hönd Arn­þrúð­ar. Í mál­flutn­ingi þeirra kom fram að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að ger­ast styrkt­ar­að­ili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsa­kynni útvarps­stöðv­ar­innar og sagst vilja styrkja stöð­ina. Hún hafi ekki viljað fara hefð­bundna leið sem styrkt­ar­að­ili og lagt á það ríka áherslu að nafn hennar kæmi hvergi fram opin­ber­lega og því lagt fjár­mun­ina inn á einka­reikn­ing Arn­þrúð­ar.

Auglýsing

Hérð­asdómur segir í nið­ur­stöðu sinni að Arn­þrúður og rekstr­ar­fé­lag útvarps­stöðv­ar­innar hefðu að minnsta kosti átt að tryggja sönnun fyrir því ef um var að ræða styrk en ekki pen­inga­lán í ljósi þess hversu háar fjár­hæð­irnar voru og að umræddar greiðslur voru lagðar inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Arn­þrúðar en ekki almennan styrkt­ar­reikn­ing rek­star­fé­lags­ins.

Þannig hafi ekki veirð sýnt fram á eða gert lík­legt að konan hafi verið að færa Útvarpi sögu féð að gjöf til styrktar útvarps­rekstr­inum og Arn­þrúði því gert að end­ur­greiða pen­ing­ana.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent