Arnþrúður dæmd til að endurgreiða hlustanda 3,3 milljónir

Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna auk dráttarvaxta sem og 620 þúsund krónur í málskostnað.

útvarp-saga1.jpg
Auglýsing

Arn­þrúði Karls­dóttur útvarps­stjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlust­anda stöðv­ar­innar 3,3 millj­ónir króna auk drátt­ar­vaxta sem og 620 þús­und krónur í máls­kostn­að. Dómur þessa efnis var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag.

For­saga máls­ins er sú að kona lagði alls 3,6 millj­ónir króna inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Arn­þrúðar á árunum 2016 til 2017. Konan sagði að um lán hefði verið að ræða en Arn­þrúður vildi hins vegar meina að um styrk til Útvarps sögu hafi verið að ræða.

Pétur Gunn­laugs­son lög­maður og útvarps­maður á Útvarpi sögu flutti málið fyrir hönd Arn­þrúð­ar. Í mál­flutn­ingi þeirra kom fram að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að ger­ast styrkt­ar­að­ili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsa­kynni útvarps­stöðv­ar­innar og sagst vilja styrkja stöð­ina. Hún hafi ekki viljað fara hefð­bundna leið sem styrkt­ar­að­ili og lagt á það ríka áherslu að nafn hennar kæmi hvergi fram opin­ber­lega og því lagt fjár­mun­ina inn á einka­reikn­ing Arn­þrúð­ar.

Auglýsing

Hérð­asdómur segir í nið­ur­stöðu sinni að Arn­þrúður og rekstr­ar­fé­lag útvarps­stöðv­ar­innar hefðu að minnsta kosti átt að tryggja sönnun fyrir því ef um var að ræða styrk en ekki pen­inga­lán í ljósi þess hversu háar fjár­hæð­irnar voru og að umræddar greiðslur voru lagðar inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Arn­þrúðar en ekki almennan styrkt­ar­reikn­ing rek­star­fé­lags­ins.

Þannig hafi ekki veirð sýnt fram á eða gert lík­legt að konan hafi verið að færa Útvarpi sögu féð að gjöf til styrktar útvarps­rekstr­inum og Arn­þrúði því gert að end­ur­greiða pen­ing­ana.

Meira úr sama flokkiInnlent