Arnþrúður dæmd til að endurgreiða hlustanda 3,3 milljónir

Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna auk dráttarvaxta sem og 620 þúsund krónur í málskostnað.

útvarp-saga1.jpg
Auglýsing

Arn­þrúði Karls­dóttur útvarps­stjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlust­anda stöðv­ar­innar 3,3 millj­ónir króna auk drátt­ar­vaxta sem og 620 þús­und krónur í máls­kostn­að. Dómur þessa efnis var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag.

For­saga máls­ins er sú að kona lagði alls 3,6 millj­ónir króna inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Arn­þrúðar á árunum 2016 til 2017. Konan sagði að um lán hefði verið að ræða en Arn­þrúður vildi hins vegar meina að um styrk til Útvarps sögu hafi verið að ræða.

Pétur Gunn­laugs­son lög­maður og útvarps­maður á Útvarpi sögu flutti málið fyrir hönd Arn­þrúð­ar. Í mál­flutn­ingi þeirra kom fram að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að ger­ast styrkt­ar­að­ili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsa­kynni útvarps­stöðv­ar­innar og sagst vilja styrkja stöð­ina. Hún hafi ekki viljað fara hefð­bundna leið sem styrkt­ar­að­ili og lagt á það ríka áherslu að nafn hennar kæmi hvergi fram opin­ber­lega og því lagt fjár­mun­ina inn á einka­reikn­ing Arn­þrúð­ar.

Auglýsing

Hérð­asdómur segir í nið­ur­stöðu sinni að Arn­þrúður og rekstr­ar­fé­lag útvarps­stöðv­ar­innar hefðu að minnsta kosti átt að tryggja sönnun fyrir því ef um var að ræða styrk en ekki pen­inga­lán í ljósi þess hversu háar fjár­hæð­irnar voru og að umræddar greiðslur voru lagðar inn á per­sónu­legan banka­reikn­ing Arn­þrúðar en ekki almennan styrkt­ar­reikn­ing rek­star­fé­lags­ins.

Þannig hafi ekki veirð sýnt fram á eða gert lík­legt að konan hafi verið að færa Útvarpi sögu féð að gjöf til styrktar útvarps­rekstr­inum og Arn­þrúði því gert að end­ur­greiða pen­ing­ana.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent