Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir alvarleg brot Byko og hækkar sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkaði álagða sekt.

byko-1.jpg
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur stað­festi í dag að Byko hafi framið alvar­leg brot á sam­keppn­is­lögum og hækk­aði álagða sekt í 400 millj­ónir króna. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafði talið 65 millj­óna króna sekt hæfi­lega. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u. 

Jafn­framt kemur fram að aðdrag­andi máls­ins sé sá að í maí 2015 hafi Sam­keppn­is­eft­ir­litið kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Byko hafi brotið gegn sam­keppn­is­lögum og EES-­samn­ingnum með umfangs­miklu ólög­mætu sam­ráði við gömlu Húsa­smiðj­una. Um hafi verið að ræða verð­sam­ráð á mik­il­vægum bygg­inga­vör­um. Málið hafi haf­ist þegar Múr­búðin snéri sér til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og gerði grein fyrir til­raunum Byko og gömlu Húsa­smiðj­unnar til að fá Múr­búð­ina til að taka þátt í hinu ólög­mæta sam­ráði. Taldi Sam­keppn­is­eft­ir­litið að um alvar­leg brot væri að ræða og lagði 650 millj­óna króna sekt á Nor­vik, móð­ur­fé­lag Byko.

Auglýsing

Nor­vik og Byko kærðu ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála. Í októ­ber 2015 komst nefndin að þeirri nið­ur­stöðu að Byko hefði tekið þátt í ólög­mætu verð­sam­ráði og brotið gegn sam­keppn­is­lög­um. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-­samn­ings­ins hefðu verið brot­in. Einnig taldi nefndin að brot Byko hafi ekki verið jafn alvar­leg og Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði til grund­vall­ar. Taldi nefndin því hæfi­legt að lækka sekt Byko úr 650 í 65 millj­ónir króna. 

Segir í til­kynn­ing­unni að sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum sé Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu falið að meta hvort þeir almanna­hags­mun­ir, sem fel­ast í virkri sam­keppni, kalli á að úrskurðir áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála séu bornir undir dóm­stóla. Jafn­framt sé Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu falið að beita sam­keppn­is­reglum EES-­samn­ings­ins. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi því höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi þar sem eft­ir­litið byggði á því að áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hefði túlkað EES-­samn­ing­inn með röngum hætti. Einnig hefði nefndin ekki lagt rétt mat á alvar­leika brota Byko og sekt nefnd­ar­innar gæti ekki tryggt full­nægj­andi varn­að­ar­á­hrif. Slík áhrif séu mik­il­væg til að stuðla að því að fyr­ir­tæki raski ekki sam­keppni, neyt­endum til tjóns. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi kraf­ist þess að sekt Byko yrði hækk­uð.

„Með dómi sínum í dag féllst Hér­aðs­dómur Reykja­víkur á að brot Byko hefðu verið alvar­leg og hækk­aði sekt félags­ins í 400 mkr. Að mati hér­aðs­dóms geti það ekki „verið nokkrum vafa und­ir­orpið að um var að ræða sam­ráð í skiln­ingi sam­keppn­is­rétt­ar.“ Með hátt­semi sinni hafi félögin haldið uppi vöru­verði og bætt fram­legð sína á kostnað við­skipta­vina. Í dómnum segir að sekt áfrýj­un­ar­nefndar hafi verið „of lág. Hér hefur helst þýð­ingu að um alvar­legt brot var að ræða á mark­aði milli mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tækja sem framin voru í þeim til­gangi að styrkja stöðu þeirra á kostnað neyt­enda. Var með því brotið gegn mik­il­vægum hags­munum þorra almenn­ings.“ Einnig féllst dóm­ur­inn á það að ákvæði EES-­samn­ings­ins hefðu verið brot­in.“

Meira úr sama flokkiInnlent