Hvar eru drengirnir?

Brottfall drengja úr skóla og áberandi meiri ásókn kvenna í háskólanám er til umfjöllunar í Vísbendingu, sem kemur til áskrifenda á föstudaginn.

Háskóli
Auglýsing

Brott­fall drengja úr skóla­kerf­inu og af vinnu­mark­aði er alvar­legt mál fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, fjallar um ítar­legri grein í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda á föstu­dag­inn. 

Í grein­inni, sem ber heit­ið; Hvar eru drengirn­ir?, er fjallað ítar­lega um áhrif brott­falls drengja úr skóla, kynja­skipt­ingu nem­enda í háskólum og á vinnu­mark­aði, og hvað hag­töl­urnar eru að segja okkur um þessa þró­un. 

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.„Lífs­kjör þjóða, mæld í pen­ing­um, ráð­ast af ýmsum þáttum sem ráða verð­mæti fram­leiðslu á mann: Fjár­magn sem bundið er í fram­leiðslu­tækj­um, tækni, stofn­unum sam­fé­lags­ins, utan­rík­is­versl­un, við­skipta­kjörum og síð­ast en ekki síst menntun og mannauði þeirra sem landið byggja. En lífs­gæði ráð­ast ekki ein­ungis af verð­mæti fram­leiðslu, launum og hagn­aði heldur einnig af ýmsum öðrum þáttum eins og lengd vinnu­tíma, sam­skiptum fólks og tekju­skipt­ingu.

Auglýsing

Launa­munur kynj­anna er eitt dæmi um oft órétt­láta tekju­skipt­ingu. Rétti­lega er kvartað undan lægri launum kvenna­stétta og einkum lægri launum kvenna en karla fyrir sam­bæri­leg störf. Það á auð­vitað ekki að líð­ast að tveir ein­stak­lingar sem hafa sömu menntun og starfs­reynslu og sinna sama starfi fái ekki greidd sam­bæri­leg laun eða hafi ekki sömu mögu­leika á fram­gangi í starfi.

Í umræðu um kynja­mis­rétti hefur hins vegar gleymst að nefna hvar hallar á karl­kyn­ið. Það ger­ist ekki vegna lægri launa heldur vegna þess að svo virð­ist sem mik­ill fjöldi drengja hverfi frá námi í mennta­skóla og síðan háskóla. Það er rann­sókn­ar­efni hvað verður um dreng­ina. Þetta brott­fall er sum­part alvar­legra en það launa­mis­rétti sem mest er fjallað um vegna þess að þarna á sér stað bæði sóun á fram­leiðslu­þáttum fyrir þjóð­fé­lagið og mögu­lega skert lífs­gæði fyrir þús­undir drengja vegna tak­mark­aðs aðgengis að vinnu­mark­aði, lægri launa og skorts á menntun og þjálfun sem gæfi þeim lífs­fyll­ingu. Brott­fall drengja er þannig bæði slæmt fyrir fram­leiðni og rétt­læti í sam­fé­lag­inu og í því geta falist brostnar vonir for­eldra, áhyggjur og stundum félags­leg og heilsu­fars­leg vanda­mál,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hér er hægt að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Meira úr sama flokkiInnlent