Hvar eru drengirnir?

Brottfall drengja úr skóla og áberandi meiri ásókn kvenna í háskólanám er til umfjöllunar í Vísbendingu, sem kemur til áskrifenda á föstudaginn.

Háskóli
Auglýsing

Brott­fall drengja úr skóla­kerf­inu og af vinnu­mark­aði er alvar­legt mál fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, fjallar um ítar­legri grein í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda á föstu­dag­inn. 

Í grein­inni, sem ber heit­ið; Hvar eru drengirn­ir?, er fjallað ítar­lega um áhrif brott­falls drengja úr skóla, kynja­skipt­ingu nem­enda í háskólum og á vinnu­mark­aði, og hvað hag­töl­urnar eru að segja okkur um þessa þró­un. 

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.„Lífs­kjör þjóða, mæld í pen­ing­um, ráð­ast af ýmsum þáttum sem ráða verð­mæti fram­leiðslu á mann: Fjár­magn sem bundið er í fram­leiðslu­tækj­um, tækni, stofn­unum sam­fé­lags­ins, utan­rík­is­versl­un, við­skipta­kjörum og síð­ast en ekki síst menntun og mannauði þeirra sem landið byggja. En lífs­gæði ráð­ast ekki ein­ungis af verð­mæti fram­leiðslu, launum og hagn­aði heldur einnig af ýmsum öðrum þáttum eins og lengd vinnu­tíma, sam­skiptum fólks og tekju­skipt­ingu.

Auglýsing

Launa­munur kynj­anna er eitt dæmi um oft órétt­láta tekju­skipt­ingu. Rétti­lega er kvartað undan lægri launum kvenna­stétta og einkum lægri launum kvenna en karla fyrir sam­bæri­leg störf. Það á auð­vitað ekki að líð­ast að tveir ein­stak­lingar sem hafa sömu menntun og starfs­reynslu og sinna sama starfi fái ekki greidd sam­bæri­leg laun eða hafi ekki sömu mögu­leika á fram­gangi í starfi.

Í umræðu um kynja­mis­rétti hefur hins vegar gleymst að nefna hvar hallar á karl­kyn­ið. Það ger­ist ekki vegna lægri launa heldur vegna þess að svo virð­ist sem mik­ill fjöldi drengja hverfi frá námi í mennta­skóla og síðan háskóla. Það er rann­sókn­ar­efni hvað verður um dreng­ina. Þetta brott­fall er sum­part alvar­legra en það launa­mis­rétti sem mest er fjallað um vegna þess að þarna á sér stað bæði sóun á fram­leiðslu­þáttum fyrir þjóð­fé­lagið og mögu­lega skert lífs­gæði fyrir þús­undir drengja vegna tak­mark­aðs aðgengis að vinnu­mark­aði, lægri launa og skorts á menntun og þjálfun sem gæfi þeim lífs­fyll­ingu. Brott­fall drengja er þannig bæði slæmt fyrir fram­leiðni og rétt­læti í sam­fé­lag­inu og í því geta falist brostnar vonir for­eldra, áhyggjur og stundum félags­leg og heilsu­fars­leg vanda­mál,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hér er hægt að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag
Ekki verður tekin ákvörðun um lögbann á vefsíðuna tekjur.is í dag en Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vefinn.
Kjarninn 16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
Kjarninn 16. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu
Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.
Kjarninn 16. október 2018
Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn
Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.
Kjarninn 15. október 2018
Magnús Halldórsson
Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga
Kjarninn 15. október 2018
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna fyrir hugaðs samstarfs Árvakurs og 365 miðla
Morgunblaðið og Fréttablaðið vilja efla útgáfustarfsemi sína með samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.
Kjarninn 15. október 2018
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
Kjarninn 15. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent