Hvar eru drengirnir?

Brottfall drengja úr skóla og áberandi meiri ásókn kvenna í háskólanám er til umfjöllunar í Vísbendingu, sem kemur til áskrifenda á föstudaginn.

Háskóli
Auglýsing

Brott­fall drengja úr skóla­kerf­inu og af vinnu­mark­aði er alvar­legt mál fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, fjallar um ítar­legri grein í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda á föstu­dag­inn. 

Í grein­inni, sem ber heit­ið; Hvar eru drengirn­ir?, er fjallað ítar­lega um áhrif brott­falls drengja úr skóla, kynja­skipt­ingu nem­enda í háskólum og á vinnu­mark­aði, og hvað hag­töl­urnar eru að segja okkur um þessa þró­un. 

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.„Lífs­kjör þjóða, mæld í pen­ing­um, ráð­ast af ýmsum þáttum sem ráða verð­mæti fram­leiðslu á mann: Fjár­magn sem bundið er í fram­leiðslu­tækj­um, tækni, stofn­unum sam­fé­lags­ins, utan­rík­is­versl­un, við­skipta­kjörum og síð­ast en ekki síst menntun og mannauði þeirra sem landið byggja. En lífs­gæði ráð­ast ekki ein­ungis af verð­mæti fram­leiðslu, launum og hagn­aði heldur einnig af ýmsum öðrum þáttum eins og lengd vinnu­tíma, sam­skiptum fólks og tekju­skipt­ingu.

Auglýsing

Launa­munur kynj­anna er eitt dæmi um oft órétt­láta tekju­skipt­ingu. Rétti­lega er kvartað undan lægri launum kvenna­stétta og einkum lægri launum kvenna en karla fyrir sam­bæri­leg störf. Það á auð­vitað ekki að líð­ast að tveir ein­stak­lingar sem hafa sömu menntun og starfs­reynslu og sinna sama starfi fái ekki greidd sam­bæri­leg laun eða hafi ekki sömu mögu­leika á fram­gangi í starfi.

Í umræðu um kynja­mis­rétti hefur hins vegar gleymst að nefna hvar hallar á karl­kyn­ið. Það ger­ist ekki vegna lægri launa heldur vegna þess að svo virð­ist sem mik­ill fjöldi drengja hverfi frá námi í mennta­skóla og síðan háskóla. Það er rann­sókn­ar­efni hvað verður um dreng­ina. Þetta brott­fall er sum­part alvar­legra en það launa­mis­rétti sem mest er fjallað um vegna þess að þarna á sér stað bæði sóun á fram­leiðslu­þáttum fyrir þjóð­fé­lagið og mögu­lega skert lífs­gæði fyrir þús­undir drengja vegna tak­mark­aðs aðgengis að vinnu­mark­aði, lægri launa og skorts á menntun og þjálfun sem gæfi þeim lífs­fyll­ingu. Brott­fall drengja er þannig bæði slæmt fyrir fram­leiðni og rétt­læti í sam­fé­lag­inu og í því geta falist brostnar vonir for­eldra, áhyggjur og stundum félags­leg og heilsu­fars­leg vanda­mál,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hér er hægt að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent