Hvar eru drengirnir?

Brottfall drengja úr skóla og áberandi meiri ásókn kvenna í háskólanám er til umfjöllunar í Vísbendingu, sem kemur til áskrifenda á föstudaginn.

Háskóli
Auglýsing

Brott­fall drengja úr skóla­kerf­inu og af vinnu­mark­aði er alvar­legt mál fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, fjallar um ítar­legri grein í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda á föstu­dag­inn. 

Í grein­inni, sem ber heit­ið; Hvar eru drengirn­ir?, er fjallað ítar­lega um áhrif brott­falls drengja úr skóla, kynja­skipt­ingu nem­enda í háskólum og á vinnu­mark­aði, og hvað hag­töl­urnar eru að segja okkur um þessa þró­un. 

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.„Lífs­kjör þjóða, mæld í pen­ing­um, ráð­ast af ýmsum þáttum sem ráða verð­mæti fram­leiðslu á mann: Fjár­magn sem bundið er í fram­leiðslu­tækj­um, tækni, stofn­unum sam­fé­lags­ins, utan­rík­is­versl­un, við­skipta­kjörum og síð­ast en ekki síst menntun og mannauði þeirra sem landið byggja. En lífs­gæði ráð­ast ekki ein­ungis af verð­mæti fram­leiðslu, launum og hagn­aði heldur einnig af ýmsum öðrum þáttum eins og lengd vinnu­tíma, sam­skiptum fólks og tekju­skipt­ingu.

Auglýsing

Launa­munur kynj­anna er eitt dæmi um oft órétt­láta tekju­skipt­ingu. Rétti­lega er kvartað undan lægri launum kvenna­stétta og einkum lægri launum kvenna en karla fyrir sam­bæri­leg störf. Það á auð­vitað ekki að líð­ast að tveir ein­stak­lingar sem hafa sömu menntun og starfs­reynslu og sinna sama starfi fái ekki greidd sam­bæri­leg laun eða hafi ekki sömu mögu­leika á fram­gangi í starfi.

Í umræðu um kynja­mis­rétti hefur hins vegar gleymst að nefna hvar hallar á karl­kyn­ið. Það ger­ist ekki vegna lægri launa heldur vegna þess að svo virð­ist sem mik­ill fjöldi drengja hverfi frá námi í mennta­skóla og síðan háskóla. Það er rann­sókn­ar­efni hvað verður um dreng­ina. Þetta brott­fall er sum­part alvar­legra en það launa­mis­rétti sem mest er fjallað um vegna þess að þarna á sér stað bæði sóun á fram­leiðslu­þáttum fyrir þjóð­fé­lagið og mögu­lega skert lífs­gæði fyrir þús­undir drengja vegna tak­mark­aðs aðgengis að vinnu­mark­aði, lægri launa og skorts á menntun og þjálfun sem gæfi þeim lífs­fyll­ingu. Brott­fall drengja er þannig bæði slæmt fyrir fram­leiðni og rétt­læti í sam­fé­lag­inu og í því geta falist brostnar vonir for­eldra, áhyggjur og stundum félags­leg og heilsu­fars­leg vanda­mál,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hér er hægt að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent