Arion banki hyggur á skráningu á Íslandi og í Svíþjóð

Arion banki hefur unnið að skráningu bankans á markað undanfarin misseri.

Arion banki
Auglýsing

Arion banki til­kynnti í morgun um að hann hyggð­ist efna til frumút­boðs á hluta­bréfum í bank­an­um. Jafn­framt er ætl­unin að skrá hluta­bréf í bank­anum í kaup­höll á Íslandi og í Sví­þjóð. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu bank­ans til Kaup­hall­ar.

Stefnt er að því að skrán­ing hluta­bréfa í bank­anum hjá Nas­daq á Íslandi og skrán­ing hluta­bréfa í formi svo­kall­aðra SDR (e. Swed­ish Depository Receipts) hjá Nas­daq í Stokk­hólmi fari fram á fyrri hluta árs­ins að því gefnu að laga­skil­yrði séu upp­fyllt og mark­aðs­að­stæður leyfi, að því er segir í til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Unnið hefur verið að und­ir­bún­ingi skrán­ingar bank­ans und­an­farin miss­eri, en ríkið átti 13 pró­sent í bank­anum þar til fyrir skömmu, að það seldi hann fyrir 23,4 millj­arða króna. 

Hagn­aður sam­­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins nam 1,9 millj­­örðum króna sam­an­­borið við 3,4 millj­­arða króna á sama tíma­bili 2017, eins og greint var frá á vef Kjarn­ans 2. maí. Arð­­semi eigin fjár var aðeins 3,6% sam­an­­borið við 6,3% fyrir sama tíma­bil árið 2017, en þetta telst lágt í alþjóð­­legum sam­an­­burð­i. 

Þá var kostn­að­­ar­hlut­­fall bank­ans hátt, eða 70,8 pró­­sent, en til sam­an­­burður hefur Lands­­bank­inn, stærsti banki lands­ins, sett sér það mark­mið að ná kostn­að­­ar­hlut­­falli niður í 45 pró­­sent.

Heild­­ar­­eignir námu 1.131,8 millj­­örðum króna í lok mars 2018 sam­an­­borið við 1.147,8 millj­­arða króna í árs­­lok 2017 og eigið fé hlut­hafa bank­ans nam 204,1 millj­­örðum króna, sam­an­­borið við 225,6 millj­­arða króna í árs­­lok 2017. 

Stærsti eig­andi bank­ans, með 55,6 pró­sent hlut, er Kaup­þing.Meira úr sama flokkiInnlent