Hægja muni á ferðaþjónustu en krónan haldast sterk áfram

Í nýjustu peningamálum Seðlabankans er fjallað um efnahagshorfur í landinu.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Tölu­vert hægði á vexti útflutn­ings þjón­ustu í fyrra eftir hraðan vöxt árin á und­an. Þar munar mestu um ferða­þjón­ustu, sem nú er orðin hryggjar­stykki í íslenska hag­kerf­inu.

Útflutn­ingur þjón­ustu jókst um lið­lega átta pró­sent árið 2017 en á árunum 2015 og 2016 var vöxt­ur­inn að með­al­tali rúm­lega 17 pró­sent á ári, að því er fram kemur í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands.

Útflutt þjón­usta jókst þó tölu­vert hrað­ar í fyrra en gert var ráð fyrir í febr­úar sem skýrist af óvæntum vext­i ­út­flutn­ings hug­verka fyr­ir­tækja í lyfja­iðn­aði á fjórða árs­fjórð­ungi, að því er segir í Pen­inga­málum.

Auglýsing

Þessi liður hafði dreg­ist veru­lega saman á þriðja árs­fjórð­ungi og bentu upp­lýs­ing­ar ­sem þá lágu fyrir til þess að hér væri um var­an­legan sam­drátt að ræða. 

Svo reynd­ist hins vegar ekki vera og er það helsta ástæða þess að heild­ar­út­flutn­ingur jókst um 4,8 pró­sent í fyrra en ekki 3,2% eins og ­gert var ráð fyrir í febr­ú­ar­spá bank­ans. Eins og áður er talið að hægja muni á vexti útflutn­ings á spá­tím­anum í takt við hækk­and­i raun­gengi.

Seðla­bank­inn spáir því að gengið krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum muni halda áfram að styrkjast, og hald­ist þannig fram á næsta ár. 

Evra kostar nú 123 krónur en Banda­ríkja­dalur rúm­lega 104 krón­ur, en gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal hefur veikst um rúm­lega fimm pró­sent á und­an­förnum vik­um.

Meira úr sama flokkiInnlent