Heimavellir hrynja í verði á fyrsta degi

Markaðsvirði Heimavalla féll um 11 prósent á fyrsta degi viðskipta á aðallista Kauphallar Íslands.

Hús
Auglýsing

Í lok fyrsta við­skipta­dags á aðal­l­ista Kaup­hallar Íslands var gengi bréf fast­eigna­fé­lags­ins Heima­valla 1,24 eða um 11 pró­sentum lægra en sem nam með­al­gengi í útboði í aðdrag­anda skrán­ing­ar, en það var 1,39. 

Almennu hluta­fjár­út­boði Heima­valla lauk klukkan 16:00 þann 8. maí 2018. Í útboð­inu voru boðnir til sölu 750.000.000 nýir hlutir í Heima­völl­um, sam­kvæmt til­kyn­ingu.

Í útboð­inu bár­ust alls 701 áskrift að heild­ar­and­virði 1,7 millj­arðar og ákvað stjórn félags­ins að taka 689 til­boðum í 750 milljón nýja hluti fyrir sam­tals rúm­lega einn millj­arð. 

Auglýsing

Heild­ar­virði alls hluta­fjár að lok­inni hluta­fjár­aukn­ingu var því 15,6 millj­arðar króna. Eftir fyrsta dag á mark­aði lækk­aði því verð­mið­inn um tæp­lega tvo millj­arða króna.

Heild­ar­eignir félags­ins námu í lok árs tæp­lega 56 millj­örðum króna og eigið fé var 17,5 millj­arðar króna.

Stærstu hluthafar Heimavalla.Meira úr sama flokkiInnlent