Eigum mikið undir ferðalögum Bandaríkjamanna

Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna vel hversu mikilvægt markaðssvæði Bandaríkin er orðið fyrir íslenskt hagkerfi.

20_07_2013_9552829007_o.jpg
Auglýsing

Ferða­menn frá Banda­ríkj­unum eru lang­sam­lega stærsti hóp­ur­inn sem heim­sækir Ísland, sé horft upp­runa­lands ferða­manna sem koma til Íslands.Sam­kvæmt nýjum tölum frá Ferða­mála­stofu, sem sýnir brott­farir frá Kefla­vík­ur­flug­velli í maí, má sjá að banda­rískir ferða­menn voru yfir 30 pró­sent af öllum þeim sem heim­sóttu land­i. 

Flug­sam­göngur milli Banda­ríkj­anna og Íslands hafa aldrei verið betri, og má rekja drjúgan hluta þess vaxtar sem átt hefur sér stað í ferða­þjón­ustu á Íslandi til örari og fjöl­breytt­ari flug­ferða milli Banda­ríkj­anna og Íslands. Þetta á við um WOW Air, Icelandair og önnur erlend flu­fé­lög. 

Icelandair hóf um síð­ast­liðna helgi áætl­un­ar­flug til San Francisco og er borgin 23. áfanga­stað­ur­inn í Norð­ur­-Am­er­íku sem Icelandair býður upp á í leiða­kerfi sínu. Flogið verður fjórum sinnum viku fram í októ­ber en tvisvar sinnum í hverri viku í vet­ur, að því er fram kemur í umfjöllun á vefnum Túrist­i.­is.

Auglýsing

Bandaríkin er langsamlega mikilvægasta markaðssvæði Íslands þegar kemur að ferðaþjónustunni.San Francisco er ein þekktasta og vin­sælasta ferða­manna­borg í heimi og jafn­framt ein af fjöl­menn­ustu borgum Banda­ríkj­anna með um 9 millj­ónir íbúa á San Francisco Bay Area svæð­inu. Icelandair er þó ekki eina flug­fé­lagið sem tengir borg­ina við Ísland því WOW air flýgur einnig þangað allt árið um kring.

Beint flut er nú frá öllum helstu borgum vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna í Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, þar sem Seattle er.

Brott­farir erlendra far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl í maí síð­ast­liðnum voru um 165 þús­und tals­ins sam­kvæmt taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síð­asta ári.

Fjölg­unin nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlut­falls­leg aukn­ing en aðra mán­uði árs­ins. Sé litið til tíma­bils­ins frá ára­mót­um, eða jan­ú­ar-maí, dregur úr aukn­ingu í sam­an­burði við fyrri ár. 

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir í maí eða tæpur þriðj­ungur og fjölg­aði þeim um 18,3% milli ára.

Frá ára­mótum hafa 793.500 erlendir far­þegar farið úr landi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 5,6% aukn­ing miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Það má segja að það sé af sem áður var, þegar kemur að við­skipta­sam­bandi Íslands og Banda­ríkj­anna. Í ítar­legri skýrslu Seðla­banka Íslands, um val­kosti Íslands í gjal­miðla­mál­um, er fjallað um Banda­ríkja­dal­inn og við­skipta­sam­bandið við Banda­rík­in. Í skýrsl­unni segir meðal ann­ars: „Af öðrum val­kostum hafa ­Banda­ríkin þann kost að vera stórt mynt­svæði og Banda­ríkja­dalur er ­forða­gjald­mið­ill. Því myndi tölu­verður ábati í formi nettengla­á­hrifa fylgja ­upp­töku Banda­ríkja­dals. Hins vegar eru við­skipti Íslands við Banda­rík­in til­tölu­lega lítil og tengsl við hag­sveiflu þeirra tak­mörk­uð.“

Þetta var skrifað árið 2012, en nú er staðan gjör­breytt. Banda­ríkin er orðið stærsta ein­staka við­skipta­land Íslands og gjald­eyr­is­fram­lag banda­rískra ferða­manna nemur á bil­inu 150 til 200 millj­arða króna árlega.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent