Eigum mikið undir ferðalögum Bandaríkjamanna

Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna vel hversu mikilvægt markaðssvæði Bandaríkin er orðið fyrir íslenskt hagkerfi.

20_07_2013_9552829007_o.jpg
Auglýsing

Ferða­menn frá Banda­ríkj­unum eru lang­sam­lega stærsti hóp­ur­inn sem heim­sækir Ísland, sé horft upp­runa­lands ferða­manna sem koma til Íslands.Sam­kvæmt nýjum tölum frá Ferða­mála­stofu, sem sýnir brott­farir frá Kefla­vík­ur­flug­velli í maí, má sjá að banda­rískir ferða­menn voru yfir 30 pró­sent af öllum þeim sem heim­sóttu land­i. 

Flug­sam­göngur milli Banda­ríkj­anna og Íslands hafa aldrei verið betri, og má rekja drjúgan hluta þess vaxtar sem átt hefur sér stað í ferða­þjón­ustu á Íslandi til örari og fjöl­breytt­ari flug­ferða milli Banda­ríkj­anna og Íslands. Þetta á við um WOW Air, Icelandair og önnur erlend flu­fé­lög. 

Icelandair hóf um síð­ast­liðna helgi áætl­un­ar­flug til San Francisco og er borgin 23. áfanga­stað­ur­inn í Norð­ur­-Am­er­íku sem Icelandair býður upp á í leiða­kerfi sínu. Flogið verður fjórum sinnum viku fram í októ­ber en tvisvar sinnum í hverri viku í vet­ur, að því er fram kemur í umfjöllun á vefnum Túrist­i.­is.

Auglýsing

Bandaríkin er langsamlega mikilvægasta markaðssvæði Íslands þegar kemur að ferðaþjónustunni.San Francisco er ein þekktasta og vin­sælasta ferða­manna­borg í heimi og jafn­framt ein af fjöl­menn­ustu borgum Banda­ríkj­anna með um 9 millj­ónir íbúa á San Francisco Bay Area svæð­inu. Icelandair er þó ekki eina flug­fé­lagið sem tengir borg­ina við Ísland því WOW air flýgur einnig þangað allt árið um kring.

Beint flut er nú frá öllum helstu borgum vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna í Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, þar sem Seattle er.

Brott­farir erlendra far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl í maí síð­ast­liðnum voru um 165 þús­und tals­ins sam­kvæmt taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síð­asta ári.

Fjölg­unin nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlut­falls­leg aukn­ing en aðra mán­uði árs­ins. Sé litið til tíma­bils­ins frá ára­mót­um, eða jan­ú­ar-maí, dregur úr aukn­ingu í sam­an­burði við fyrri ár. 

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir í maí eða tæpur þriðj­ungur og fjölg­aði þeim um 18,3% milli ára.

Frá ára­mótum hafa 793.500 erlendir far­þegar farið úr landi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 5,6% aukn­ing miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Það má segja að það sé af sem áður var, þegar kemur að við­skipta­sam­bandi Íslands og Banda­ríkj­anna. Í ítar­legri skýrslu Seðla­banka Íslands, um val­kosti Íslands í gjal­miðla­mál­um, er fjallað um Banda­ríkja­dal­inn og við­skipta­sam­bandið við Banda­rík­in. Í skýrsl­unni segir meðal ann­ars: „Af öðrum val­kostum hafa ­Banda­ríkin þann kost að vera stórt mynt­svæði og Banda­ríkja­dalur er ­forða­gjald­mið­ill. Því myndi tölu­verður ábati í formi nettengla­á­hrifa fylgja ­upp­töku Banda­ríkja­dals. Hins vegar eru við­skipti Íslands við Banda­rík­in til­tölu­lega lítil og tengsl við hag­sveiflu þeirra tak­mörk­uð.“

Þetta var skrifað árið 2012, en nú er staðan gjör­breytt. Banda­ríkin er orðið stærsta ein­staka við­skipta­land Íslands og gjald­eyr­is­fram­lag banda­rískra ferða­manna nemur á bil­inu 150 til 200 millj­arða króna árlega.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent