Eigum mikið undir ferðalögum Bandaríkjamanna

Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna vel hversu mikilvægt markaðssvæði Bandaríkin er orðið fyrir íslenskt hagkerfi.

20_07_2013_9552829007_o.jpg
Auglýsing

Ferða­menn frá Banda­ríkj­unum eru lang­sam­lega stærsti hóp­ur­inn sem heim­sækir Ísland, sé horft upp­runa­lands ferða­manna sem koma til Íslands.Sam­kvæmt nýjum tölum frá Ferða­mála­stofu, sem sýnir brott­farir frá Kefla­vík­ur­flug­velli í maí, má sjá að banda­rískir ferða­menn voru yfir 30 pró­sent af öllum þeim sem heim­sóttu land­i. 

Flug­sam­göngur milli Banda­ríkj­anna og Íslands hafa aldrei verið betri, og má rekja drjúgan hluta þess vaxtar sem átt hefur sér stað í ferða­þjón­ustu á Íslandi til örari og fjöl­breytt­ari flug­ferða milli Banda­ríkj­anna og Íslands. Þetta á við um WOW Air, Icelandair og önnur erlend flu­fé­lög. 

Icelandair hóf um síð­ast­liðna helgi áætl­un­ar­flug til San Francisco og er borgin 23. áfanga­stað­ur­inn í Norð­ur­-Am­er­íku sem Icelandair býður upp á í leiða­kerfi sínu. Flogið verður fjórum sinnum viku fram í októ­ber en tvisvar sinnum í hverri viku í vet­ur, að því er fram kemur í umfjöllun á vefnum Túrist­i.­is.

Auglýsing

Bandaríkin er langsamlega mikilvægasta markaðssvæði Íslands þegar kemur að ferðaþjónustunni.San Francisco er ein þekktasta og vin­sælasta ferða­manna­borg í heimi og jafn­framt ein af fjöl­menn­ustu borgum Banda­ríkj­anna með um 9 millj­ónir íbúa á San Francisco Bay Area svæð­inu. Icelandair er þó ekki eina flug­fé­lagið sem tengir borg­ina við Ísland því WOW air flýgur einnig þangað allt árið um kring.

Beint flut er nú frá öllum helstu borgum vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna í Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, þar sem Seattle er.

Brott­farir erlendra far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl í maí síð­ast­liðnum voru um 165 þús­und tals­ins sam­kvæmt taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síð­asta ári.

Fjölg­unin nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlut­falls­leg aukn­ing en aðra mán­uði árs­ins. Sé litið til tíma­bils­ins frá ára­mót­um, eða jan­ú­ar-maí, dregur úr aukn­ingu í sam­an­burði við fyrri ár. 

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir í maí eða tæpur þriðj­ungur og fjölg­aði þeim um 18,3% milli ára.

Frá ára­mótum hafa 793.500 erlendir far­þegar farið úr landi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 5,6% aukn­ing miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Það má segja að það sé af sem áður var, þegar kemur að við­skipta­sam­bandi Íslands og Banda­ríkj­anna. Í ítar­legri skýrslu Seðla­banka Íslands, um val­kosti Íslands í gjal­miðla­mál­um, er fjallað um Banda­ríkja­dal­inn og við­skipta­sam­bandið við Banda­rík­in. Í skýrsl­unni segir meðal ann­ars: „Af öðrum val­kostum hafa ­Banda­ríkin þann kost að vera stórt mynt­svæði og Banda­ríkja­dalur er ­forða­gjald­mið­ill. Því myndi tölu­verður ábati í formi nettengla­á­hrifa fylgja ­upp­töku Banda­ríkja­dals. Hins vegar eru við­skipti Íslands við Banda­rík­in til­tölu­lega lítil og tengsl við hag­sveiflu þeirra tak­mörk­uð.“

Þetta var skrifað árið 2012, en nú er staðan gjör­breytt. Banda­ríkin er orðið stærsta ein­staka við­skipta­land Íslands og gjald­eyr­is­fram­lag banda­rískra ferða­manna nemur á bil­inu 150 til 200 millj­arða króna árlega.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent