Segir ekki áhuga á að setja eina einustu krónu í borgarlínu í Garðabæ

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki finna fyrir miklum áhuga á því í Garðabæ að „setja eina einustu krónu“ úr bæjarsjóði í að láta borgarlínu verða að veruleika.

Bjarni borgarlína Sara
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ist ekki finna fyrir miklum áhuga á því í Garðabæ að „setja eina ein­ustu krónu“ úr bæj­ar­sjóði í að láta borg­ar­línu verða að veru­leika.

Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag, þegar vara­þing­mað­ur­inn Sara Elísa Þórð­ar­dóttir Pírati spurði hann út í fyr­ir­heit rík­is­stjórn­ar­innar í stjórn­ar­sátt­mál­anum þar sem segir að stutt verði við borg­ar­línu í sam­starfi við Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Sara spurði Bjarna út í málið í ljósi ummæla hans í kosn­inga­sjón­varpi RÚV þar sem hann sagði borg­ar­lín­una „til­tölu­lega óskil­greint fyr­ir­bæri“ og vildi vita hvað hann hefði talið að fælist í því að styðja við borg­ar­línu þegar stjórn­ar­sátt­mál­inn var sam­inn af honum sjálfum og öðr­um. Sara spurði einnig hvort ráð­herra hafi ekki áform um að veita verk­efn­inu fjár­hags­legan stuðn­ing og ef ekki, í hverju sá stuðn­ingur sem boð­aður er í stjórn­ar­sátt­mál­anum fólst.

Auglýsing

Bjarni sagð­ist í annað sinn nú eiga aðild að rík­is­stjórnum sem hafi viljað greiða fyrir betri almenn­ings­sam­göngum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og vilji að að sam­tal sé í sam­ræmi við vænt­ingar sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bjarni sagði að þegar hann hins vegar sett­ist niður með sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá fái hann alveg óskap­lega ólíka mynd eftir því við hvern hann tal­aði. „Ef maður til dæmis myndi renna sér inn í Garðabæ og tala þar við bæj­ar­full­trúa þá finnur maður ekki fyrir miklum áhuga á því að setja eina ein­ustu krónu úr bæj­ar­sjóði í að láta verk­efnið verða að veru­leika,“ sagði Bjarni.

Ef hann hins vegar færi inn í Hafn­ar­fjörð þá finni hann fyrir allt annarri for­gangs­röðu en í þágu borg­ar­línu, fyrst þurfi að klára mis­læg gatna­mót við Reykja­nes­braut­ina og tvö­falda hana suður í Kefla­vík áður en Hafna­fjörður vilji fara að setja borg­ar­línu framar í for­gangs­röð­ina.

Í Reykja­vík hins vegar heyri hann að sé fullur kraftur í mál­inu af hálfu borg­ar­stjór­ans, en ekki af hálfu allra flokka í borg­inni. „Þar heyrir maður í fyrsta skipti talað um að það eigi að skatt­leggja borg­ar­búa fyrir verk­efn­inu. Það er ekki það sama uppi á ten­ingnum þegar maður fer í önnur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ sagði Bjarni.

Hann sagði þetta sam­tal skammt á veg kom­ið. Ekki sé ágrein­ingur á milli flokka um að skyn­sam­legt sé að styðja við almenn­ings­sam­göngur en menn séu komnir fram úr sér með hug­myndir um 35 millj­ónir úr rík­is­sjóði á næst­unni án heild­stæðrar mynd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent