Nýjar sveitarstjórnir taka formlega við í dag

Nýkjörnar sveitarstjórnir taka við alls staðar í íslenskum sveitarfélögum í dag, 15 dögum eftir kjördag.

Sveitarstjórnarkosningar 2018
Auglýsing

Nýkjörnar sveitarstjórnir taka við alls staðar í íslenskum sveitarfélögum í dag, 15 dögum eftir kjördag. Fráfarandi sveitarstjórnir hafa haldið umboði sínu hingað til. Meirihlutar hafa verið myndaðir undanfarnar tvær vikur mjög víða um land og daglegt líf í stjórnkerfi sveitarfélaganna að ná á sig mynd á ný.

Skulu allar sveitarstjórnir funda eigi síðar en 15 dögum frá því þær taka við, það er að segja í dag. Í lögum um sveitarstjórnir segir að sá fulltrúi í nýkjörinni sveitarstjórn sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórninni boði til fyrsta fundar ekki síðar en 15 dögum eftir að hún tekur við störfum eftir kosningar. Hann stýrir fundi þar til oddviti hefur verið kjörinn. Hafi tveir eða fleiri fulltrúar átt jafnlengi setu í sveitarstjórninni fer aldursforseti þeirra með verkefni samkvæmt þessari málsgrein. Fyrsta fund skal boða með minnst fjögurra daga fyrirvara.

Auglýsing
Í Reykjavík verður fyrsti borgarstjórnarfundur þriðjudaginn 19. júní. Allir nýir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar sitja nú kynningarnámskeið þar sem þeim er meðal annars kynnt stjórnkerfi borgarinnar, lögbundið hlutverk sem og fjármál sveitarfélaga og fjárhagsáætlanagerð ásamt gerð ársreikninga og fjármálareglur sveitarstjórnarlaga. Umboðsmaður borgarbúa sér um ásamt öðrum að kynna nýja borgarstjórn fyrir sveitarstjórnar- og stjórnsýslulaga.

Greint var frá því í morgun að meirihlutaviðræður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata í Reykja­vík hafa gengið vel und­an­farna daga, og þykir lík­legt að nýr meiri­hluti verði kynntur í vik­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent