Nýjar sveitarstjórnir taka formlega við í dag

Nýkjörnar sveitarstjórnir taka við alls staðar í íslenskum sveitarfélögum í dag, 15 dögum eftir kjördag.

Sveitarstjórnarkosningar 2018
Auglýsing

Nýkjörnar sveit­ar­stjórnir taka við alls staðar í íslenskum sveit­ar­fé­lögum í dag, 15 dögum eftir kjör­dag. Frá­far­andi sveit­ar­stjórnir hafa haldið umboði sínu hingað til. Meiri­hlutar hafa verið mynd­aðir und­an­farnar tvær vikur mjög víða um land og dag­legt líf í stjórn­kerfi sveit­ar­fé­lag­anna að ná á sig mynd á ný.

Skulu allar sveit­ar­stjórnir funda eigi síðar en 15 dögum frá því þær taka við, það er að segja í dag. Í lögum um sveit­ar­stjórnir segir að sá full­trúi í nýkjör­inni sveit­ar­stjórn sem á að baki lengsta setu í sveit­ar­stjórn­inni boði til fyrsta fundar ekki síðar en 15 dögum eftir að hún tekur við störfum eftir kosn­ing­ar. Hann stýrir fundi þar til odd­viti hefur verið kjör­inn. Hafi tveir eða fleiri full­trúar átt jafn­lengi setu í sveit­ar­stjórn­inni fer ald­urs­for­seti þeirra með verk­efni sam­kvæmt þess­ari máls­grein. Fyrsta fund skal boða með minnst fjög­urra daga fyr­ir­vara.

Auglýsing
Í Reykja­vík verður fyrsti borg­ar­stjórn­ar­fundur þriðju­dag­inn 19. júní. Allir nýir borg­ar­full­trúar og vara­borg­ar­full­trúar sitja nú kynn­ing­ar­nám­skeið þar sem þeim er meðal ann­ars kynnt stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar, lög­bundið hlut­verk sem og fjár­mál sveit­ar­fé­laga og fjár­hags­á­ætl­ana­gerð ásamt gerð árs­reikn­inga og fjár­mála­reglur sveit­ar­stjórn­ar­laga. Umboðs­maður borg­ar­búa sér um ásamt öðrum að kynna nýja borg­ar­stjórn fyrir sveit­ar­stjórn­ar- og stjórn­sýslu­laga.

Greint var frá því í morgun að meiri­hluta­við­ræður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, Við­reisn­­­ar, Vinstri grænna og Pírata í Reykja­vík hafa gengið vel und­an­farna daga, og þykir lík­­­legt að nýr meiri­hluti verði kynntur í vik­unni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent