Ellefu sóttu um starf forstjóra Sjúkratrygginga Íslands

Steingrímur Ari Arason hætti sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Ell­efu sóttu um emb­ætti for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands sem aug­lýst var laust til umsóknar 18. maí síð­ast­lið­inn. 

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans, þá ákvað Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, að aug­lýsa starf for­stjóra SÍ, laust til umsóknar en Stein­grímur Ari Ara­son hefur gegnt starf­inu und­an­far­inn ára­tug.

Heil­brigð­is­ráð­herra mun skipa í stöð­una frá 1. nóv­em­ber 2018 til fimm ára að feng­inni til­lögu stjórnar Sjúkra­trygg­inga Íslands, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkra­trygg­ingar.

Auglýsing

Í 7. gr. lag­anna er kveðið á um skipun for­stjóra, verk­efni og ábyrgð. For­stjóri skal hafa lokið námi á háskóla­stigi og búa yfir rekstri af reynslu og stjórnun sem  nýt­ist í starfi. For­stjóri ræður aðra starfs­menn stofn­un­ar­innar og ann­ast dag­legan rekstur henn­ar. For­stjóri ber ábyrgð á því að sjúkra­trygg­inga­stofn­unin starfi í sam­ræmi við lög, stjórn­valds­fyr­ir­mæli og erind­is­bréf. For­stjóri ber ábyrgð á starf­semi stofn­un­ar­innar og á því að rekstr­ar­út­gjöld og rekstr­ar­af­koma sé í sam­ræmi við fjár­lög og að fjár­munir séu nýttir á árang­urs­ríkan hátt.

Frestur til að sækja um emb­ættið rann út 10. júní. Umsækj­endur um emb­ættið eru eft­ir­tald­ir:

 • Berg­lind Ólafs­dótt­ir, áfeng­is- og fíkni­efna­ráð­gjafi
 • Guð­rún Ingi­björg Gylfa­dótt­ir, for­maður
 • Hrannar Björn Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri
 • Huld Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
 • Ing­unn Björns­dótt­ir, dós­ent
 • María Heim­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
 • Ragnar Magnús Gunn­ars­son, sviðs­stjóri
 • Sig­ríður Har­alds­dótt­ir, sviðs­stjóri
 • Sig­ur­björg Sig­ur­geirs­dótt­ir, dós­ent
 • Þor­valdur Ingi Jóns­son, þró­un­ar­stjóri
 • Þröstur Ósk­ars­son, deild­ar­stjóri

Meira úr sama flokkiInnlent