Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,25 prósent

Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var töluvert meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Stýri­vextir verða áfram 4,25 pró­sent sam­kvæmt ákvörðun Pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands sem kynnt var í morg­un. 

Í til­kynn­ingu vegna þessa segir að sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöðum þjóð­hags­reikn­inga sem Hag­stofa Íslands birti nýlega var hag­vöxtur á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 6,6 pró­sent, sem er tölu­vert meiri vöxtur en mæld­ist á seinni hluta síð­asta árs. „Þetta er aðeins meiri vöxtur en Seðla­bank­inn gerði ráð fyrir í maí en í meg­in­at­riðum er þró­unin í sam­ræmi við spá bank­ans. Áfram eru því horfur á að dragi úr hag­vexti á árinu með hæg­ari vexti útflutn­ings og inn­lendrar eft­ir­spurn­ar. Þróun íbúða­verðs og vís­bend­ingar af vinnu­mark­aði benda í sömu átt.“

Verð­bólga hjaðn­aði í tvö pró­sent í maí en hún hafði verið tölu­vert nær 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans mán­uð­ina á und­an. „ Á­fram dregur úr árs­hækkun hús­næð­is­verðs en gagn­stæð áhrif geng­is­breyt­inga krón­unnar á verð­bólg­una hafa dvín­að. Lík­legt er að þessi þróun haldi áfram á næst­unni. Gengi krón­unnar hefur lækkað aðeins frá síð­asta fundi pen­inga­stefnu­nefndar en gjald­eyr­is­mark­að­ur­inn hefur áfram verið í ágætu jafn­vægi. Verð­bólgu­vænt­ingar virð­ast á heild­ina litið í ágætu sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið bank­ans.“

Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefndin segir einnig að horfur séu á minnk­andi spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um. „Eigi að síður er áfram þörf fyrir pen­inga­legt aðhald í ljósi mik­ils vaxtar inn­lendrar eft­ir­spurnar og und­ir­liggj­andi spennu á vinnu­mark­að­i.“

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent