Björn talaði mest - Páll minnst

Páll Magnússon oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi talaði minnst allra þingmanna á nýloknu þingi, alls náðu ræður hans ekki klukkustund. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata talaði mest eða í meira en 17 klukkustundir.

Björn Leví Páll Magnússon
Auglýsing

Páll Magn­ús­son odd­viti sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis tal­aði minnst allra þing­manna á nýloknu þingi.

148. lög­­gjaf­­ar­þing­inu lauk klukk­an 00.38 í fyrr­inótt. Næsti þing­fundur verður þann 17. júlí, til und­ir­bún­ings hátíð­ar­þing­fundar á Þing­­völl­um dag­inn eftir þann 18. júlí.

Ræðu­kóngur þings­ins var að þessu sinni Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sem tal­aði sam­tals í 1.024,64 mín­útur eða 17,1 klukku­stund. Á hinum end­anum var eins og fyrr segir Páll Magn­ús­son sem náði ekki heilli klukku­stund í ræðu­stóli Alþing­is, en hann tal­aði alls í 48,31 mín­útu.

Auglýsing

Það er einmitt erfitt að ná tali af Páli þessa stund­ina, en hann hefur ekki enn í dag tjáð sig um brott­vikn­ingu hans úr full­trúa­ráði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum og þeirri stöðu sem þar er upp kom­in. Auka­að­al­fundur ráðs­ins lýsti yfir van­trausti á Pál í gær, sagð­ist í ályktun ekki geta litið á hann sem trún­að­ar­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hefur óskað eftir fundi með flokks­for­yst­unni vegna þessa. Páll studdi ekki opin­ber­­lega fram­­boð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Eyj­u­m en þar bauð klofn­ings­fram­boð úr flokknum sig fram, Fyrir Heima­ey, og vann mik­inn sigur og hefur myndað meiri­hluta með Eyja­list­anum og skilið Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir í minni­hluta.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son flokks­bróðir Björns Leví í Pírötum tal­aði næst mest á þessu þingi, 16,2 klukku­stund­ir. Bronsið að þessu sinni hlýtur síðan Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins en hann tal­aði 10,7 klukku­stund­ir. Fast á hæla hans kemur Willum Þór Þórs­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, en hann tal­aði í 10,5 klukku­stund­ir.

Sam­tals héldu þing­menn­irnir ræður úr ræðu­stólnum í um 300 klukku­stund­ir.

Næst minnst tal­aði Anna Kol­brún Árna­dóttir þing­maður Mið­flokks­ins en hún hélt ræðu í 1,3 klukku­stund­ir. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Vinstri-grænna tal­aði 1,5 klukku­stund­ir, Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,6 stundir og Þór­unn Egils­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,7 stund­ir. Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­aði í 1,8 klukku­stundir og Ásmundur Frið­riks­son flokks­bróðir hans í 1,9 stund­ir.

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar töl­uðu sam­tals í rúmar 52 klukku­stund­ir. Þar tal­aði Bjarni mest eins og áður grein­ir. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra tal­aði næst­mest í ráð­herra­lið­inu, í 5,6 klukku­stund­ir, en kollegar þeirra þau Sig­uður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra töl­uðu öll í rúmar fimm klukku­stund­ir. Aðrir ráð­herrar töl­uðu minna.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent