Björn talaði mest - Páll minnst

Páll Magnússon oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi talaði minnst allra þingmanna á nýloknu þingi, alls náðu ræður hans ekki klukkustund. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata talaði mest eða í meira en 17 klukkustundir.

Björn Leví Páll Magnússon
Auglýsing

Páll Magn­ús­son odd­viti sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis tal­aði minnst allra þing­manna á nýloknu þingi.

148. lög­­gjaf­­ar­þing­inu lauk klukk­an 00.38 í fyrr­inótt. Næsti þing­fundur verður þann 17. júlí, til und­ir­bún­ings hátíð­ar­þing­fundar á Þing­­völl­um dag­inn eftir þann 18. júlí.

Ræðu­kóngur þings­ins var að þessu sinni Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sem tal­aði sam­tals í 1.024,64 mín­útur eða 17,1 klukku­stund. Á hinum end­anum var eins og fyrr segir Páll Magn­ús­son sem náði ekki heilli klukku­stund í ræðu­stóli Alþing­is, en hann tal­aði alls í 48,31 mín­útu.

Auglýsing

Það er einmitt erfitt að ná tali af Páli þessa stund­ina, en hann hefur ekki enn í dag tjáð sig um brott­vikn­ingu hans úr full­trúa­ráði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum og þeirri stöðu sem þar er upp kom­in. Auka­að­al­fundur ráðs­ins lýsti yfir van­trausti á Pál í gær, sagð­ist í ályktun ekki geta litið á hann sem trún­að­ar­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hefur óskað eftir fundi með flokks­for­yst­unni vegna þessa. Páll studdi ekki opin­ber­­lega fram­­boð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Eyj­u­m en þar bauð klofn­ings­fram­boð úr flokknum sig fram, Fyrir Heima­ey, og vann mik­inn sigur og hefur myndað meiri­hluta með Eyja­list­anum og skilið Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir í minni­hluta.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son flokks­bróðir Björns Leví í Pírötum tal­aði næst mest á þessu þingi, 16,2 klukku­stund­ir. Bronsið að þessu sinni hlýtur síðan Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins en hann tal­aði 10,7 klukku­stund­ir. Fast á hæla hans kemur Willum Þór Þórs­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, en hann tal­aði í 10,5 klukku­stund­ir.

Sam­tals héldu þing­menn­irnir ræður úr ræðu­stólnum í um 300 klukku­stund­ir.

Næst minnst tal­aði Anna Kol­brún Árna­dóttir þing­maður Mið­flokks­ins en hún hélt ræðu í 1,3 klukku­stund­ir. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Vinstri-grænna tal­aði 1,5 klukku­stund­ir, Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,6 stundir og Þór­unn Egils­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,7 stund­ir. Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­aði í 1,8 klukku­stundir og Ásmundur Frið­riks­son flokks­bróðir hans í 1,9 stund­ir.

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar töl­uðu sam­tals í rúmar 52 klukku­stund­ir. Þar tal­aði Bjarni mest eins og áður grein­ir. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra tal­aði næst­mest í ráð­herra­lið­inu, í 5,6 klukku­stund­ir, en kollegar þeirra þau Sig­uður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra töl­uðu öll í rúmar fimm klukku­stund­ir. Aðrir ráð­herrar töl­uðu minna.

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag
Ekki verður tekin ákvörðun um lögbann á vefsíðuna tekjur.is í dag en Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vefinn.
Kjarninn 16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
Kjarninn 16. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu
Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.
Kjarninn 16. október 2018
Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn
Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.
Kjarninn 15. október 2018
Magnús Halldórsson
Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga
Kjarninn 15. október 2018
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna fyrir hugaðs samstarfs Árvakurs og 365 miðla
Morgunblaðið og Fréttablaðið vilja efla útgáfustarfsemi sína með samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.
Kjarninn 15. október 2018
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
Kjarninn 15. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent