Björn talaði mest - Páll minnst

Páll Magnússon oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi talaði minnst allra þingmanna á nýloknu þingi, alls náðu ræður hans ekki klukkustund. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata talaði mest eða í meira en 17 klukkustundir.

Björn Leví Páll Magnússon
Auglýsing

Páll Magn­ús­son odd­viti sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis tal­aði minnst allra þing­manna á nýloknu þingi.

148. lög­­gjaf­­ar­þing­inu lauk klukk­an 00.38 í fyrr­inótt. Næsti þing­fundur verður þann 17. júlí, til und­ir­bún­ings hátíð­ar­þing­fundar á Þing­­völl­um dag­inn eftir þann 18. júlí.

Ræðu­kóngur þings­ins var að þessu sinni Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sem tal­aði sam­tals í 1.024,64 mín­útur eða 17,1 klukku­stund. Á hinum end­anum var eins og fyrr segir Páll Magn­ús­son sem náði ekki heilli klukku­stund í ræðu­stóli Alþing­is, en hann tal­aði alls í 48,31 mín­útu.

Auglýsing

Það er einmitt erfitt að ná tali af Páli þessa stund­ina, en hann hefur ekki enn í dag tjáð sig um brott­vikn­ingu hans úr full­trúa­ráði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum og þeirri stöðu sem þar er upp kom­in. Auka­að­al­fundur ráðs­ins lýsti yfir van­trausti á Pál í gær, sagð­ist í ályktun ekki geta litið á hann sem trún­að­ar­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hefur óskað eftir fundi með flokks­for­yst­unni vegna þessa. Páll studdi ekki opin­ber­­lega fram­­boð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Eyj­u­m en þar bauð klofn­ings­fram­boð úr flokknum sig fram, Fyrir Heima­ey, og vann mik­inn sigur og hefur myndað meiri­hluta með Eyja­list­anum og skilið Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir í minni­hluta.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son flokks­bróðir Björns Leví í Pírötum tal­aði næst mest á þessu þingi, 16,2 klukku­stund­ir. Bronsið að þessu sinni hlýtur síðan Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins en hann tal­aði 10,7 klukku­stund­ir. Fast á hæla hans kemur Willum Þór Þórs­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, en hann tal­aði í 10,5 klukku­stund­ir.

Sam­tals héldu þing­menn­irnir ræður úr ræðu­stólnum í um 300 klukku­stund­ir.

Næst minnst tal­aði Anna Kol­brún Árna­dóttir þing­maður Mið­flokks­ins en hún hélt ræðu í 1,3 klukku­stund­ir. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Vinstri-grænna tal­aði 1,5 klukku­stund­ir, Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,6 stundir og Þór­unn Egils­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,7 stund­ir. Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­aði í 1,8 klukku­stundir og Ásmundur Frið­riks­son flokks­bróðir hans í 1,9 stund­ir.

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar töl­uðu sam­tals í rúmar 52 klukku­stund­ir. Þar tal­aði Bjarni mest eins og áður grein­ir. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra tal­aði næst­mest í ráð­herra­lið­inu, í 5,6 klukku­stund­ir, en kollegar þeirra þau Sig­uður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra töl­uðu öll í rúmar fimm klukku­stund­ir. Aðrir ráð­herrar töl­uðu minna.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent