Björn talaði mest - Páll minnst

Páll Magnússon oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi talaði minnst allra þingmanna á nýloknu þingi, alls náðu ræður hans ekki klukkustund. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata talaði mest eða í meira en 17 klukkustundir.

Björn Leví Páll Magnússon
Auglýsing

Páll Magn­ús­son odd­viti sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis tal­aði minnst allra þing­manna á nýloknu þingi.

148. lög­­gjaf­­ar­þing­inu lauk klukk­an 00.38 í fyrr­inótt. Næsti þing­fundur verður þann 17. júlí, til und­ir­bún­ings hátíð­ar­þing­fundar á Þing­­völl­um dag­inn eftir þann 18. júlí.

Ræðu­kóngur þings­ins var að þessu sinni Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sem tal­aði sam­tals í 1.024,64 mín­útur eða 17,1 klukku­stund. Á hinum end­anum var eins og fyrr segir Páll Magn­ús­son sem náði ekki heilli klukku­stund í ræðu­stóli Alþing­is, en hann tal­aði alls í 48,31 mín­útu.

Auglýsing

Það er einmitt erfitt að ná tali af Páli þessa stund­ina, en hann hefur ekki enn í dag tjáð sig um brott­vikn­ingu hans úr full­trúa­ráði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum og þeirri stöðu sem þar er upp kom­in. Auka­að­al­fundur ráðs­ins lýsti yfir van­trausti á Pál í gær, sagð­ist í ályktun ekki geta litið á hann sem trún­að­ar­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hefur óskað eftir fundi með flokks­for­yst­unni vegna þessa. Páll studdi ekki opin­ber­­lega fram­­boð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Eyj­u­m en þar bauð klofn­ings­fram­boð úr flokknum sig fram, Fyrir Heima­ey, og vann mik­inn sigur og hefur myndað meiri­hluta með Eyja­list­anum og skilið Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir í minni­hluta.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son flokks­bróðir Björns Leví í Pírötum tal­aði næst mest á þessu þingi, 16,2 klukku­stund­ir. Bronsið að þessu sinni hlýtur síðan Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins en hann tal­aði 10,7 klukku­stund­ir. Fast á hæla hans kemur Willum Þór Þórs­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, en hann tal­aði í 10,5 klukku­stund­ir.

Sam­tals héldu þing­menn­irnir ræður úr ræðu­stólnum í um 300 klukku­stund­ir.

Næst minnst tal­aði Anna Kol­brún Árna­dóttir þing­maður Mið­flokks­ins en hún hélt ræðu í 1,3 klukku­stund­ir. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Vinstri-grænna tal­aði 1,5 klukku­stund­ir, Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,6 stundir og Þór­unn Egils­dóttir þing­maður Fram­sóknar í 1,7 stund­ir. Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­aði í 1,8 klukku­stundir og Ásmundur Frið­riks­son flokks­bróðir hans í 1,9 stund­ir.

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar töl­uðu sam­tals í rúmar 52 klukku­stund­ir. Þar tal­aði Bjarni mest eins og áður grein­ir. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra tal­aði næst­mest í ráð­herra­lið­inu, í 5,6 klukku­stund­ir, en kollegar þeirra þau Sig­uður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra töl­uðu öll í rúmar fimm klukku­stund­ir. Aðrir ráð­herrar töl­uðu minna.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent