Norwegian í sameiningarviðræðum

Víða eru í gangi sameiningarviðræður hjá flugfélögum, til að ná fram hagræðingu í rekstri. Mörg flugfélög eru sögð fallvölt.

Norwegian
Auglýsing

Hluta­bréf í Norweg­i­an hækk­uðu í gær um 10 pró­sent, en und­an­farnir mán­uðir hafa verið félag­inu erf­ið­ir. Félagið hefur glímt við tap­rekstur og hefur hækkun olíu­verðs sér­stak­lega komið sér illa fyrir félag­ið. 

Þá er stutt síðan sam­þykkt var að auka hlutafé félags­ins um 17 millj­arða, en það virð­ist fyrst og síð­ast hafa komið félag­inu upp á ákveð­inn stall til að eiga í form­legum við­ræðum við önnur flug­fé­lög.

Sam­kvæmt far­þega­upp­lýs­ingum sem félagið birtir mán­að­ar­lega, þá fjölg­aði far­þegum sem flug­fé­lagið flutti í maí um 17 pró­sent miðað við sama mán­uði í fyrra. Voru far­þeg­arnir í maí 3,4 millj­ónir

Auglýsing

Í gær­morgun hafði þýska blað­ið Südd­eutsche Zeit­ung það eftir Carsten Spohr, for­stjóra Luft­hansa sam­steypunn­ar, að félagið hans sé að skoða kaup á Norweg­i­an. Sagði Spohr að það væri hrina sam­ein­inga framundan í evr­ópska flug­geir­anum og því töl­uðu allir við alla.

Brit­ish Airways hafði einnig sýnt félag­inu áhuga, og má því búast við að það dragi til tíð­inda á næst­unni þegar kemur að þessum nor­ræna risa í flug­rekstri.

Rekstr­­ar­­tekj­ur Norweg­i­an á fyrstu þrem­ur mán­uðum árs­ins hækk­uðu um þriðj­ung frá sama tíma­bili á síð­asta ári og far­þegum fjölg­aði um pró­sent. Þrátt fyrir vöxt­inn þá hafa ytri rekstr­ar­skil­yrði lággjalda­flug­fé­laga versnað tölu­vert upp á síðkast­ið, meðal ann­ars vegna hækk­unar á olíu­verði og vaxta­stigi í heim­in­um.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent