Gylfi gefur ekki aftur kost á sér sem forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í dag að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á næsta þingi ASÍ í október.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, til­kynnti á mið­stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í dag að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram til end­ur­kjörs á 43. þingi ASÍ í októ­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ. 

Gylfi segir að þetta hafi ekki verið ein­föld ákvörðun en að hann sé engu að síður sann­færður um að hún sé rétt. „Ég tók við sem for­seti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríð­ar­leg áskorun sem beið okkar sem vorum í for­ystu á vinnu­mark­að­inum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaup­mátt­ar­aukn­ingin á síð­ustu þremur árum er sú mesta í Íslands­sög­unni, atvinnu­leysi er lít­ið, verð­bólga lág og vextir í sögu­legu lág­marki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launa­fólk miklu máli,“ segir Gylfi.

„Und­an­farið hafa deilur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hins vegar harðnað og menn tek­ist á um leiðir í kjara­bar­átt­unni. Í þeim deilum virð­ist því miður sem per­sóna mín, í stað skoð­ana minna, sé orðin aðal­at­riði og þá á kostnað mál­efna­legrar umræðu. Alþýðu­sam­bandið er meira en 100 ára gam­alt og gríð­ar­lega mik­il­vægt í allri rétt­inda- og kjara­bar­áttu launa­fólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur ein­stak­ling­ur, en ég við­ur­kenni að það er erfitt og lýj­andi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðu­bú­inn til að berj­ast með félögum mínum og fyrir þá, en að berj­ast við þá gefur mér ekk­ert og skilar heldur engu fyrir hreyf­ing­una,“ segir Gylfi.  

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram að Gylfi hafi verið sann­færður um að sú sýn sem for­ysta Alþýðu­sam­bands­ins og aðild­ar­fé­lag­anna hefur haft að leið­ar­ljósi á síð­ustu ára­tugum hafi skilað miklum árangri og hann von­ast til að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöð­ug­leika og lang­tíma­ár­angur í kjara­bar­átt­unni. „Ef brott­hvarf mitt getur orðið til þess að auka lík­urnar á að áfram verði haldið á svip­uðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlut­verk. Það hef ég nú gert og nið­ur­staða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem for­seti ASÍ á þing­inu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakk­læti og auð­mýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verka­lýðs­hreyf­ingu allan minn starfs­fer­il. Ég vona sann­ar­lega að hreyf­ingin nái vopnum sínum og sam­ein­ist í störfum sínum fyrir launa­fólk á Íslandi í kom­andi kjara­samn­ing­um. Verka­lýðs­hreyf­ingin er nefni­lega svo miklu öfl­ugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir hann. 

Gylfi Arn­björns­son hefur verið for­seti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjör­inn í októ­ber 2008 og end­ur­kjör­inn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi fram­kvæmda­stjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni árið 1989, þá sem hag­fræð­ingur ASÍ hjá Kjara­rann­sókn­ar­nefnd.

Drífa Snæ­dal fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins hafði ekk­ert að segja, þegar Kjarn­inn hafði sam­band við hana, en nafn hennar hefur helst verið nefnt sem arf­taki Gylfa í emb­ætti for­seta ASÍ.

1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vanlíðan ungmenna í hamingjusamasta landi í heimi
Kjarninn 24. september 2018
Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent