Gylfi gefur ekki aftur kost á sér sem forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í dag að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á næsta þingi ASÍ í október.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, til­kynnti á mið­stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í dag að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram til end­ur­kjörs á 43. þingi ASÍ í októ­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ. 

Gylfi segir að þetta hafi ekki verið ein­föld ákvörðun en að hann sé engu að síður sann­færður um að hún sé rétt. „Ég tók við sem for­seti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríð­ar­leg áskorun sem beið okkar sem vorum í for­ystu á vinnu­mark­að­inum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaup­mátt­ar­aukn­ingin á síð­ustu þremur árum er sú mesta í Íslands­sög­unni, atvinnu­leysi er lít­ið, verð­bólga lág og vextir í sögu­legu lág­marki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launa­fólk miklu máli,“ segir Gylfi.

„Und­an­farið hafa deilur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hins vegar harðnað og menn tek­ist á um leiðir í kjara­bar­átt­unni. Í þeim deilum virð­ist því miður sem per­sóna mín, í stað skoð­ana minna, sé orðin aðal­at­riði og þá á kostnað mál­efna­legrar umræðu. Alþýðu­sam­bandið er meira en 100 ára gam­alt og gríð­ar­lega mik­il­vægt í allri rétt­inda- og kjara­bar­áttu launa­fólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur ein­stak­ling­ur, en ég við­ur­kenni að það er erfitt og lýj­andi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðu­bú­inn til að berj­ast með félögum mínum og fyrir þá, en að berj­ast við þá gefur mér ekk­ert og skilar heldur engu fyrir hreyf­ing­una,“ segir Gylfi.  

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram að Gylfi hafi verið sann­færður um að sú sýn sem for­ysta Alþýðu­sam­bands­ins og aðild­ar­fé­lag­anna hefur haft að leið­ar­ljósi á síð­ustu ára­tugum hafi skilað miklum árangri og hann von­ast til að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöð­ug­leika og lang­tíma­ár­angur í kjara­bar­átt­unni. „Ef brott­hvarf mitt getur orðið til þess að auka lík­urnar á að áfram verði haldið á svip­uðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlut­verk. Það hef ég nú gert og nið­ur­staða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem for­seti ASÍ á þing­inu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakk­læti og auð­mýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verka­lýðs­hreyf­ingu allan minn starfs­fer­il. Ég vona sann­ar­lega að hreyf­ingin nái vopnum sínum og sam­ein­ist í störfum sínum fyrir launa­fólk á Íslandi í kom­andi kjara­samn­ing­um. Verka­lýðs­hreyf­ingin er nefni­lega svo miklu öfl­ugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir hann. 

Gylfi Arn­björns­son hefur verið for­seti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjör­inn í októ­ber 2008 og end­ur­kjör­inn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi fram­kvæmda­stjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni árið 1989, þá sem hag­fræð­ingur ASÍ hjá Kjara­rann­sókn­ar­nefnd.

Drífa Snæ­dal fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins hafði ekk­ert að segja, þegar Kjarn­inn hafði sam­band við hana, en nafn hennar hefur helst verið nefnt sem arf­taki Gylfa í emb­ætti for­seta ASÍ.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent