Gylfi gefur ekki aftur kost á sér sem forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í dag að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á næsta þingi ASÍ í október.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, til­kynnti á mið­stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í dag að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram til end­ur­kjörs á 43. þingi ASÍ í októ­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ. 

Gylfi segir að þetta hafi ekki verið ein­föld ákvörðun en að hann sé engu að síður sann­færður um að hún sé rétt. „Ég tók við sem for­seti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríð­ar­leg áskorun sem beið okkar sem vorum í for­ystu á vinnu­mark­að­inum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaup­mátt­ar­aukn­ingin á síð­ustu þremur árum er sú mesta í Íslands­sög­unni, atvinnu­leysi er lít­ið, verð­bólga lág og vextir í sögu­legu lág­marki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launa­fólk miklu máli,“ segir Gylfi.

„Und­an­farið hafa deilur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hins vegar harðnað og menn tek­ist á um leiðir í kjara­bar­átt­unni. Í þeim deilum virð­ist því miður sem per­sóna mín, í stað skoð­ana minna, sé orðin aðal­at­riði og þá á kostnað mál­efna­legrar umræðu. Alþýðu­sam­bandið er meira en 100 ára gam­alt og gríð­ar­lega mik­il­vægt í allri rétt­inda- og kjara­bar­áttu launa­fólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur ein­stak­ling­ur, en ég við­ur­kenni að það er erfitt og lýj­andi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðu­bú­inn til að berj­ast með félögum mínum og fyrir þá, en að berj­ast við þá gefur mér ekk­ert og skilar heldur engu fyrir hreyf­ing­una,“ segir Gylfi.  

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram að Gylfi hafi verið sann­færður um að sú sýn sem for­ysta Alþýðu­sam­bands­ins og aðild­ar­fé­lag­anna hefur haft að leið­ar­ljósi á síð­ustu ára­tugum hafi skilað miklum árangri og hann von­ast til að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöð­ug­leika og lang­tíma­ár­angur í kjara­bar­átt­unni. „Ef brott­hvarf mitt getur orðið til þess að auka lík­urnar á að áfram verði haldið á svip­uðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlut­verk. Það hef ég nú gert og nið­ur­staða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem for­seti ASÍ á þing­inu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakk­læti og auð­mýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verka­lýðs­hreyf­ingu allan minn starfs­fer­il. Ég vona sann­ar­lega að hreyf­ingin nái vopnum sínum og sam­ein­ist í störfum sínum fyrir launa­fólk á Íslandi í kom­andi kjara­samn­ing­um. Verka­lýðs­hreyf­ingin er nefni­lega svo miklu öfl­ugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir hann. 

Gylfi Arn­björns­son hefur verið for­seti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjör­inn í októ­ber 2008 og end­ur­kjör­inn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi fram­kvæmda­stjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni árið 1989, þá sem hag­fræð­ingur ASÍ hjá Kjara­rann­sókn­ar­nefnd.

Drífa Snæ­dal fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins hafði ekk­ert að segja, þegar Kjarn­inn hafði sam­band við hana, en nafn hennar hefur helst verið nefnt sem arf­taki Gylfa í emb­ætti for­seta ASÍ.

Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent