Gylfi gefur ekki aftur kost á sér sem forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í dag að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á næsta þingi ASÍ í október.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, til­kynnti á mið­stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í dag að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram til end­ur­kjörs á 43. þingi ASÍ í októ­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ. 

Gylfi segir að þetta hafi ekki verið ein­föld ákvörðun en að hann sé engu að síður sann­færður um að hún sé rétt. „Ég tók við sem for­seti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríð­ar­leg áskorun sem beið okkar sem vorum í for­ystu á vinnu­mark­að­inum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaup­mátt­ar­aukn­ingin á síð­ustu þremur árum er sú mesta í Íslands­sög­unni, atvinnu­leysi er lít­ið, verð­bólga lág og vextir í sögu­legu lág­marki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launa­fólk miklu máli,“ segir Gylfi.

„Und­an­farið hafa deilur innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hins vegar harðnað og menn tek­ist á um leiðir í kjara­bar­átt­unni. Í þeim deilum virð­ist því miður sem per­sóna mín, í stað skoð­ana minna, sé orðin aðal­at­riði og þá á kostnað mál­efna­legrar umræðu. Alþýðu­sam­bandið er meira en 100 ára gam­alt og gríð­ar­lega mik­il­vægt í allri rétt­inda- og kjara­bar­áttu launa­fólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur ein­stak­ling­ur, en ég við­ur­kenni að það er erfitt og lýj­andi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðu­bú­inn til að berj­ast með félögum mínum og fyrir þá, en að berj­ast við þá gefur mér ekk­ert og skilar heldur engu fyrir hreyf­ing­una,“ segir Gylfi.  

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram að Gylfi hafi verið sann­færður um að sú sýn sem for­ysta Alþýðu­sam­bands­ins og aðild­ar­fé­lag­anna hefur haft að leið­ar­ljósi á síð­ustu ára­tugum hafi skilað miklum árangri og hann von­ast til að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöð­ug­leika og lang­tíma­ár­angur í kjara­bar­átt­unni. „Ef brott­hvarf mitt getur orðið til þess að auka lík­urnar á að áfram verði haldið á svip­uðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlut­verk. Það hef ég nú gert og nið­ur­staða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem for­seti ASÍ á þing­inu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakk­læti og auð­mýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verka­lýðs­hreyf­ingu allan minn starfs­fer­il. Ég vona sann­ar­lega að hreyf­ingin nái vopnum sínum og sam­ein­ist í störfum sínum fyrir launa­fólk á Íslandi í kom­andi kjara­samn­ing­um. Verka­lýðs­hreyf­ingin er nefni­lega svo miklu öfl­ugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir hann. 

Gylfi Arn­björns­son hefur verið for­seti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjör­inn í októ­ber 2008 og end­ur­kjör­inn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi fram­kvæmda­stjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni árið 1989, þá sem hag­fræð­ingur ASÍ hjá Kjara­rann­sókn­ar­nefnd.

Drífa Snæ­dal fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins hafði ekk­ert að segja, þegar Kjarn­inn hafði sam­band við hana, en nafn hennar hefur helst verið nefnt sem arf­taki Gylfa í emb­ætti for­seta ASÍ.

Segir rannsókn á afskiptum Rússa á kosningunum mistök
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddu erfið samskipti ríkjanna á einkafundi í Helsinki í dag. Trump segir að rannsókn Bandaríkjamanna á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum vera mistök.
Kjarninn 16. júlí 2018
Kolbrún Baldursdóttir
Kominn tími til að hugsa út fyrir boxið og byrja að framkvæma
Kjarninn 16. júlí 2018
Deila um uppbyggingu við Elliðaárdal - Er dalurinn friðaður eða ekki?
Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn breytingu á deiliskipulagi við Elliðaárdal vegna uppbyggingar í Vogabyggð og Stekkjarbakka. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir um freistnivanda að ræða vegna húsnæðisskorts. Vernda þurfi græn svæði í borginni.
Kjarninn 16. júlí 2018
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air
Segja spurningum enn ósvarað um WOW og Icelandair
Afkomutilkynningar Icelandair og WOW air vekja upp fjölmargar spurningar, samkvæmt nýrri frétt á vef Túrista.
Kjarninn 16. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti
Trump og Pútín hittast loksins í Helsinki
Yfir stendur fyrsti leiðtogafundur Donalds Trump og Vladimir Pútín í Helsinki. Þrátt fyrir vilja beggja leiðtoga um að vilja bæta samskipti sín á milli er búist við erfiðum fundi þar sem mikið hefur gengið á í samskiptum ríkjanna á undanförnum misserum.
Kjarninn 16. júlí 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Glansfundur í Helsinki?
Kjarninn 16. júlí 2018
Ríkisstjórnin fundar á Snæfellsnesi vegna byggðarmála
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Þingfundir verða haldnir á morgun og hinn vegna fullveldisafmælisins.
Kjarninn 16. júlí 2018
Hermundur Sigmundsson
Eldri borgarar - höldum okkur virkum
Kjarninn 15. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent