Segir misræmi í öryggisvitund almennings og stjórnvalda

Aðjúnkt í stjórnmálafræði telur öryggisstefnu stjórnvalda ekki samrýmast almennu viðhorfi Íslendinga gagnvart öryggismálum.

Könnunin sem Silja Bára fjallar um var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Könnunin sem Silja Bára fjallar um var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Auglýsing

Stjórn­völd hafa til­hneig­ingu til að for­gangs­raða hern­að­ar­legu öryggi, þrátt fyrir að íslenskur almen­inngur telur helstu ógnir við öryggi sitt steðja að á öðrum svið­um. Þetta segir Silja Bára Ómars­dóttir aðjúnkt í stjórn­mála­fræði í nýrri grein sinni.

Í grein­inni, sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Stjórn­mála og stjórn­sýslu, er farið yfir nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar sem lögð var fyrir á vegum Félags­vís­inda­stofn­unnar Háskóla Íslands í lok árs 2016. Tæp­lega fimm þús­und manns svör­uðu könn­un­inni, en í henni voru 18 spurn­ingar sem sner­ust allar um utan­rík­is­-og alþjóða­mál á ein­hvern hátt.

Umhverf­is-og efna­hags­mál algeng­asta ógnin

Skoð­ana­könn­unin fól meðal ann­ars í sér spurn­ingu um hver helsta ógn við­mæl­endur teldu að ríkið stæði frammi fyr­ir, en um  67% þeirra nefndu ýmist nátt­úru­ham­far­ir, umhverf­isvá eða óstöð­ug­leika í efna­hags­mál­um. Ein­ungis 5,8% töldu hryðju­verk vera stærstu ógn­ina og 1,8% nefndu sömu­leiðis kjarn­orkuvá eða vopnuð átök.

Auglýsing

Í grein­inni segir að þessi röðun bendi til þess að almenn­ingur telji umhverf­is­legt og félags­legt öryggi mik­il­væg­ara for­gangs­mál stjórn­valda en aðgerðir gegn hryðju­verka­hópum eða öðrum sem snúa að hern­að­ar­legu öryggi. Einnig bendir Silja Bára á að  þrátt fyrir mikla fjölgun hryðju­verka­árása í nágranna­löndum og veru­lega umm­fjöllun um þau í fjöl­miðlum þá settu ein­ungis 31,6% svar­enda hryðju­verk í eitt af sínum fimm efstu sæt­um.

Í annarri spurn­ingu könn­un­ar­innar voru þáttak­endur beðnir um að velja eitt atriði sem þeir töldu helst tryggja öryggi rík­is­ins á alþjóða­vett­vangi. Þar var vin­sæl­asti val­kost­ur­inn sá að Ísland ættu að halda frið­sam­legum tengslum við nágranna­ríki sín (41%), en Atl­ants­hafs­banda­lags­að­ild (17%) og önnur vest­ræn sam­vinna (7%) skor­uðu lægra.

Í ljósi þess­ara nefnir Silja sam­þykkis Alþingis á örygg­is­stefnu fyrir Ísland í apríl 2016. Stefnan lagði áherslu á sam­starf ann­arra landa í varn­ar­mál­um, þrátt fyrir til­lögur þverpóli­tískrar þing­nefnd­ar, um að meg­in­á­hersla ætti að vera á umhverf­is­vá, nátt­úru­ham­farir og netógn­ir.

Líta til Nor­egs

Í sam­tali við Kjarn­ann telur Silja Bára orð­ræð­una í kringum nýlega stofnun þjóðar­ör­ygg­is­ráðs og vopna­burð lög­reglu auk hraðrar fram­kvæmdar þess­ara aðgerða vera hluti af þá örygg­i­s­væð­ingu á Íslandi sem er til þess gerð að vekja ákveð­inn ótta gegn vopn­uðum átök­um.

Þá leggur Silja Bára einnig til aukna þátt­töku almenn­ings að stefnu­mótun í örygg­is­málum á Íslandi til að sporna við því mis­ræmi sem liggur milli íslenskra stjórn­valda og við­horfa almenn­ings. Í því sam­hengi nefnir hún Noreg sem dæmi, en þar er hefur þverpóli­tísk hug­veita fyrir varn­ar­mál verið stofnuð sem bæta á sam­skipti milli stjórn­valda og þjóðar í þeim efn­um.

Silja Bára mun kynna grein sína í Háskóla Íslands seinna í dag, en fyr­ir­lestur hennar verður liður af útgáfu­hófi tíma­rits Stjórn­mála og stjórn­sýslu.

Meira úr sama flokkiInnlent