Sparisjóður Vestmannaeyja yfirtekinn á undirverði

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir málið varða íbúa í Eyjum miklu.

Elliði Vignisson
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu dómskvaddra mats­manna var Spari­sjóður Vest­manna­eyja yfir­tek­inn á und­ir­verði, en Lands­bank­inn tók hann yfir. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Elliða Vign­is­syni, frá­far­andi bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja, segir að dómskvaddir mats­menn séu nú búnir að leiða fram hið rétta mál­inu. „Í stuttu máli er nið­ur­staða hinna dómskvöddu matasmanna sú að verð­mæti eigin fjár SPV hafi verið 483 millj­ónir króna þegar sjóð­ur­inn var yfir­tek­inn. Lands­bank­inn greiddi hins­vegar ein­ungis 332 millj­ónir fyrir eigið fé SPV þannig að mis­mun­ur­inn (auðgun Lands­bank­ans á kostnað stofn­fjár­eig­enda) er því 151 milljón kr. eða 45% af greiddu verð­i. Í mats­gerð hinna dómskvöddu mats­manna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Lands­bank­inn veitti ekki fullan aðgang að bók­haldi og afmáði per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um lán­taka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta kom­ist að for­svar­an­legri nið­ur­stöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt for­sendur mats­ins,“ segir í til­kynn­ingu frá Elliða.

Elliði segir að málið varði íbúa Vest­manna­eyja miklu, enda hafi íbú­arnir átt Spari­sjóð Vest­manna­eyja í dreifðu eign­ar­haldi sem stofn­fjár­haf­ar.

Auglýsing

„Eftir stendur að telja verður sann­gjarnt og eðli­legt í ljósi nið­ur­stöðu mats­manna að Lands­bank­inn greiði stofn­fjár­eig­endum -sem að stóru leyti eru heim­ilin í Vest­manna­eyj­um- í sam­ræmi við nið­ur­stöð­una,“ segir Elliði.

Meira úr sama flokkiInnlent