Sparisjóður Vestmannaeyja yfirtekinn á undirverði

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir málið varða íbúa í Eyjum miklu.

Elliði Vignisson
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu dómskvaddra mats­manna var Spari­sjóður Vest­manna­eyja yfir­tek­inn á und­ir­verði, en Lands­bank­inn tók hann yfir. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Elliða Vign­is­syni, frá­far­andi bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja, segir að dómskvaddir mats­menn séu nú búnir að leiða fram hið rétta mál­inu. „Í stuttu máli er nið­ur­staða hinna dómskvöddu matasmanna sú að verð­mæti eigin fjár SPV hafi verið 483 millj­ónir króna þegar sjóð­ur­inn var yfir­tek­inn. Lands­bank­inn greiddi hins­vegar ein­ungis 332 millj­ónir fyrir eigið fé SPV þannig að mis­mun­ur­inn (auðgun Lands­bank­ans á kostnað stofn­fjár­eig­enda) er því 151 milljón kr. eða 45% af greiddu verð­i. Í mats­gerð hinna dómskvöddu mats­manna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Lands­bank­inn veitti ekki fullan aðgang að bók­haldi og afmáði per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um lán­taka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta kom­ist að for­svar­an­legri nið­ur­stöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt for­sendur mats­ins,“ segir í til­kynn­ingu frá Elliða.

Elliði segir að málið varði íbúa Vest­manna­eyja miklu, enda hafi íbú­arnir átt Spari­sjóð Vest­manna­eyja í dreifðu eign­ar­haldi sem stofn­fjár­haf­ar.

Auglýsing

„Eftir stendur að telja verður sann­gjarnt og eðli­legt í ljósi nið­ur­stöðu mats­manna að Lands­bank­inn greiði stofn­fjár­eig­endum -sem að stóru leyti eru heim­ilin í Vest­manna­eyj­um- í sam­ræmi við nið­ur­stöð­una,“ segir Elliði.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent