Sparisjóður Vestmannaeyja yfirtekinn á undirverði

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir málið varða íbúa í Eyjum miklu.

Elliði Vignisson
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu dómskvaddra mats­manna var Spari­sjóður Vest­manna­eyja yfir­tek­inn á und­ir­verði, en Lands­bank­inn tók hann yfir. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Elliða Vign­is­syni, frá­far­andi bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja, segir að dómskvaddir mats­menn séu nú búnir að leiða fram hið rétta mál­inu. „Í stuttu máli er nið­ur­staða hinna dómskvöddu matasmanna sú að verð­mæti eigin fjár SPV hafi verið 483 millj­ónir króna þegar sjóð­ur­inn var yfir­tek­inn. Lands­bank­inn greiddi hins­vegar ein­ungis 332 millj­ónir fyrir eigið fé SPV þannig að mis­mun­ur­inn (auðgun Lands­bank­ans á kostnað stofn­fjár­eig­enda) er því 151 milljón kr. eða 45% af greiddu verð­i. Í mats­gerð hinna dómskvöddu mats­manna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Lands­bank­inn veitti ekki fullan aðgang að bók­haldi og afmáði per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um lán­taka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta kom­ist að for­svar­an­legri nið­ur­stöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt for­sendur mats­ins,“ segir í til­kynn­ingu frá Elliða.

Elliði segir að málið varði íbúa Vest­manna­eyja miklu, enda hafi íbú­arnir átt Spari­sjóð Vest­manna­eyja í dreifðu eign­ar­haldi sem stofn­fjár­haf­ar.

Auglýsing

„Eftir stendur að telja verður sann­gjarnt og eðli­legt í ljósi nið­ur­stöðu mats­manna að Lands­bank­inn greiði stofn­fjár­eig­endum -sem að stóru leyti eru heim­ilin í Vest­manna­eyj­um- í sam­ræmi við nið­ur­stöð­una,“ segir Elliði.

Koma svo!
Koma svo!
Koma svo – Það eru engir töfrar
Kjarninn 12. desember 2018
Aflaverðmæti jókst um 13 prósent milli ára
Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst 2018 nam tæpum 11,9 milljörðum króna. Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 13 prósent aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Kjarninn 12. desember 2018
Stórt bil á milli kaupgetu og kaupverðs
Í nýrri hagsjá Landsbankans kemur fram að stórt bil sé á milli kaup­getu þeirra sem eigi við erfiðleika að etja í hús­næðismál­um og kaup­verðs nýrra íbúða. Leigjendur reikna með að kaupa íbúð undir 45 milljónum en ný meðalíbúð kostar 54 millj­ón­ir.
Kjarninn 12. desember 2018
Íbúðalánasjóður stofnar opinbert leigufélag
Nýtt leigufélag hefur fengið nafnið Bríet og mun það taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi Íbúðalánasjóðs í dag og reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.
Kjarninn 12. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson
Misskipting, ójöfnuður og óréttlæti eru engin náttúrulögmál
Leslistinn 12. desember 2018
Funda um sendiherramálið í janúar
Samkvæmt formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun nefndin funda um hið svokallaða sendiherramál í janúar. Ekki var hægt að fjalla um málið í nefndinni í dag þar sem Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mættu ekki.
Kjarninn 12. desember 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Heimavellir höfðu hug á að gefa út skuldabréf fyrir 12 milljarða
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, standa í endurfjármögnun á lang­­tíma­skuldum sínum. Félagið stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna en félaginu tókst aðeins að selja skuldabréf fyrir fjórðung þeirra upphæðar
Kjarninn 12. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,5 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent