Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir kæru vegna Landsréttarmálsins

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar og farið fram á skýringar frá íslenska ríkinu. Afgreiðsla réttarins einsdæmi í sögu íslenskra mála.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi mannsins.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi mannsins.
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur tekið kæru vegna Lands­rétt­ar­máls­ins til með­ferðar og farið fram á skýr­ingar frá íslenska rík­inu. Svo skjót máls­með­ferð er eins­dæmi enda rétt um mán­uður frá því kæra barst dóm­stóln­um. Ástæðan er sögð alvar­leg réttaró­vissa, sem hætta sé á að skap­ist vegna máls­ins.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Hæst­i­­réttur stað­­festi þann 24. maí síð­ast­lið­inn dóm Lands­réttar í saka­­máli manns sem hafði verið dæmdur í 17 mán­aða fang­elsi fyrir marg­vís­­leg brot. Þetta þýð­ir, að mati Hæsta­rétt­­ar, að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dóttir megi dæma í Lands­rétti.

Vil­hjálmur Vil­hjálms­­son, verj­andi manns­ins, lagði fram kröfu í Lands­rétti þann 2. febr­úar síð­ast­lið­inn um að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, dóm­­ari við dóm­stól­inn, víki sæti úr dóms­­máli sem henni hafði verið úhlutað vegna van­hæf­­is. Arn­­fríður var einn fjög­­urra dóm­­ara sem dóms­­mála­ráð­herra lagði til að yrði skipuð í stað þeirra fjög­­urra sem sér­­­stök hæfn­is­­nefnd mat hæf­asta.

Auglýsing

Lands­­­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms í lok febr­­úar síð­­ast­liðnum og sagði að skip­un­inni yrði ekki hagg­að. Alþingi hefði sam­­­þykkt skip­un­ina og á þeim grund­velli hefði for­­­seti Íslands skipað hana. Þá lægi fyrir að Arn­­­fríður upp­­­­­fylli, og upp­­­­­fyllti við skip­un­ina, almenn hæf­is­skil­yrði sam­­­­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­­­­ara bæri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­­­­­­­ar­­­­skránna. Þá nyti hún sjálf­­­­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­­­­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­­­­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Í frétt RÚV kemur fram að spurn­ingar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins til íslenska rík­is­ins séu í tveimur lið­um. Þar sé meðal ann­ars spurt, hvernig það sam­rým­ist ákvæði mann­rétt­inda­sátt­mála að skipun dóm­ara hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dóm­ara­efni fyrir sig, í stað þess að greiða atkvæði um til­lögu ráð­herr­ans í heild eins og gert var. Enn fremur sé spurt um nið­ur­stöðu Hæsta­réttar frá í maí í sam­hengi við fyrri dóm Hæsta­réttar um brot ráð­herr­ans á lögum við skip­un­ina. Með öðrum orðum vilji Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn vita hvernig ólög­leg skipan dóm­ara geti hald­ist í hendur við þá nið­ur­stöðu að sömu dóm­arar sitji lög­lega í rétt­in­um.

Gunnar Ingi Jóhanns­son hæsta­rétt­ar­lög­maður var í við­tali við RÚV en hann hefur mikla reynslu af því að sækja mál fyrir mann­rétt­inda­dóm­stóln­um. Hann segir afgreiðslu rétt­ar­ins nú eins­dæmi í sögu íslenskra mála þar.

„Þetta var alveg ein­stak­lega hraður tími. Það er algengt að þessi mál taki þrjú til fimm ár jafn­vel ívið leng­ur. Mál sem kært er til dóm­stóls­ins og varða hugs­an­lega réttaró­vissu í ein­stökum ríkjum þau eru flokkuð þannig að þau á að reka hraðar og þau eru tekin fram fyrir önnur mál,“ segir Gunnar Ingi í sam­tali við RÚV. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent