Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir kæru vegna Landsréttarmálsins

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar og farið fram á skýringar frá íslenska ríkinu. Afgreiðsla réttarins einsdæmi í sögu íslenskra mála.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi mannsins.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi mannsins.
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur tekið kæru vegna Lands­rétt­ar­máls­ins til með­ferðar og farið fram á skýr­ingar frá íslenska rík­inu. Svo skjót máls­með­ferð er eins­dæmi enda rétt um mán­uður frá því kæra barst dóm­stóln­um. Ástæðan er sögð alvar­leg réttaró­vissa, sem hætta sé á að skap­ist vegna máls­ins.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Hæst­i­­réttur stað­­festi þann 24. maí síð­ast­lið­inn dóm Lands­réttar í saka­­máli manns sem hafði verið dæmdur í 17 mán­aða fang­elsi fyrir marg­vís­­leg brot. Þetta þýð­ir, að mati Hæsta­rétt­­ar, að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dóttir megi dæma í Lands­rétti.

Vil­hjálmur Vil­hjálms­­son, verj­andi manns­ins, lagði fram kröfu í Lands­rétti þann 2. febr­úar síð­ast­lið­inn um að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, dóm­­ari við dóm­stól­inn, víki sæti úr dóms­­máli sem henni hafði verið úhlutað vegna van­hæf­­is. Arn­­fríður var einn fjög­­urra dóm­­ara sem dóms­­mála­ráð­herra lagði til að yrði skipuð í stað þeirra fjög­­urra sem sér­­­stök hæfn­is­­nefnd mat hæf­asta.

Auglýsing

Lands­­­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms í lok febr­­úar síð­­ast­liðnum og sagði að skip­un­inni yrði ekki hagg­að. Alþingi hefði sam­­­þykkt skip­un­ina og á þeim grund­velli hefði for­­­seti Íslands skipað hana. Þá lægi fyrir að Arn­­­fríður upp­­­­­fylli, og upp­­­­­fyllti við skip­un­ina, almenn hæf­is­skil­yrði sam­­­­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­­­­ara bæri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­­­­­­­ar­­­­skránna. Þá nyti hún sjálf­­­­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­­­­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­­­­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Í frétt RÚV kemur fram að spurn­ingar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins til íslenska rík­is­ins séu í tveimur lið­um. Þar sé meðal ann­ars spurt, hvernig það sam­rým­ist ákvæði mann­rétt­inda­sátt­mála að skipun dóm­ara hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dóm­ara­efni fyrir sig, í stað þess að greiða atkvæði um til­lögu ráð­herr­ans í heild eins og gert var. Enn fremur sé spurt um nið­ur­stöðu Hæsta­réttar frá í maí í sam­hengi við fyrri dóm Hæsta­réttar um brot ráð­herr­ans á lögum við skip­un­ina. Með öðrum orðum vilji Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn vita hvernig ólög­leg skipan dóm­ara geti hald­ist í hendur við þá nið­ur­stöðu að sömu dóm­arar sitji lög­lega í rétt­in­um.

Gunnar Ingi Jóhanns­son hæsta­rétt­ar­lög­maður var í við­tali við RÚV en hann hefur mikla reynslu af því að sækja mál fyrir mann­rétt­inda­dóm­stóln­um. Hann segir afgreiðslu rétt­ar­ins nú eins­dæmi í sögu íslenskra mála þar.

„Þetta var alveg ein­stak­lega hraður tími. Það er algengt að þessi mál taki þrjú til fimm ár jafn­vel ívið leng­ur. Mál sem kært er til dóm­stóls­ins og varða hugs­an­lega réttaró­vissu í ein­stökum ríkjum þau eru flokkuð þannig að þau á að reka hraðar og þau eru tekin fram fyrir önnur mál,“ segir Gunnar Ingi í sam­tali við RÚV. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent