Viðreisn bætir við sig og Samfylkingin dalar

Fylgi Viðreisnar mældist í rúmum 10% í júní, sem er tveggja prósentustiga aukning frá í maí. Samfylkingin tapar þó nokkuð af fylgi sínu og mælist nú í rúmum 15%.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Fylgi Við­reisnar hækkar um rúm tvö pró­sentu­stig á meðan fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna dal­aði milli maí og júní. Þetta kemur fram í nýjasta þjóð­ar­púlsi Gallup sem birt­ist í dag.

Í Þjóð­ar­púls­inum mælist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina nær óbreyttur frá síð­asta mán­uði í um 54%, en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins helst stöðugt  í 8,5% á meðan Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir lít­il­lega við sig og er kom­inn upp í 24,5% og Vinstri græn dala úr 13% í 11,5%. 

Helstu breyt­ingar á fylgi flokka eru hins vegar innan stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, en þar hækk­aði fylgi Við­reisnar úr 8% í 10,4% á meðan fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar lækk­aði úr 18% niður í 15,2%. 

Auglýsing

Fylgi Pírata helst í rúmum 13% og Mið­flokk­ur­inn dalar lít­il­lega niður í 8%, en fylgi Flokks fólks­ins styrkt­ist einnig nokkuð og mælist nú með 5,1% fylgi. Næstum 4% segj­ast myndu kjósa aðra flokka, þar af 1% Sós­í­alista­flokk Íslands.

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent