Ísland kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna

Ísland var í dag kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna með 172 af 178 greiddum atkvæðum í kosningum sem fóru fram í allsherjarþingi SÞ í New York.

Utanríkisráðherra var viðstaddur kosninguna í mannréttindaráðið.
Utanríkisráðherra var viðstaddur kosninguna í mannréttindaráðið.
Auglýsing

Ísland var í dag kjörið í mann­réttinda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna með 172 af 178 greiddum atkvæðum í kosn­ingum sem fóru fram í alls­herj­ar­þingi SÞ í New York. Ísland hefur því tekið sæti í ráð­inu sem Banda­ríkin létu eftir nýverið og mun sitja út kjör­tíma­bilið til árs­loka 2019. Fjöru­tíu og sjö ríki sitja í mann­réttinda­ráð­inu sem hefur aðsetur í Genf, þar af til­heyra sjö hópi Vest­ur­-­Evr­ópu og ann­arra ríkja (WEOG).

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni ráð­herra að gleði­legt sé hversu breiður stuðn­ingur hafi náðst um kjör Íslands. Það hvetji til dáða í þeim verk­efnum sem bíða. Stöð­unni fylgi mikil ábyrgð og mik­il­vægt sé að Íslend­ingar standi saman í axla hana. „Hlut­verk mann­réttinda­ráðs­ins er að efla og vernda mann­rétt­indi í aðild­ar­ríkjum SÞ og Ísland mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efn­um,“ segir Guð­laugur Þór.

Einar Gunn­ars­son, fasta­full­trúi Íslands hjá SÞ, kynnti stefnu­mál Íslands vegna set­unnar í mann­réttinda­ráð­inu fyrir fullum sal í höf­uð­stöðvum SÞ í gær og gafst full­trúum aðild­ar­ríkjum og félaga­sam­taka þar tæki­færi til að spyrja spurn­inga um áherslur Íslands og afstöðu til ýmissa stærstu álita­efna í störfum mann­réttinda­ráðs­ins.

Auglýsing

Fasta­nefnd Íslands í Genf sinnir störfum Íslands í mann­réttinda­ráð­inu sem nú verða nokkuð umfangs­meiri. Mann­réttinda­ráðið fundar þrisvar á ári í föstum fund­ar­lotum þrjár til fjórar vikur í senn. Þess utan kemur það saman til að ræða ein­stök brýn mann­rétt­inda­mál. Þá fjallar ráðið um ástand mann­rétt­inda í ein­stökum aðild­ar­ríkjum SÞ með svo­kall­aðri alls­herj­ar­út­tekt.

Engin útgjöld hafa fylgt fram­boði Íslands til mann­réttinda­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent