Verkfalli ljósmæðra aflýst

Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.

Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Auglýsing

Ljós­mæðra­fé­lag Íslands sam­þykkti í dag að aflýsa yfir­stand­andi yfir­vinnu­banni í kjöl­far miðl­un­ar­til­lögu sem lögð var fram af Rík­is­sátt­ar­semj­ara. Ljós­mæðra­fé­lagið mun kjósa um til­lög­una frá mánu­degi til mið­viku­dags, en nið­ur­staða ætti að liggja fyrir klukkan tvö á mið­viku­degi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Rík­is­sátt­ar­semj­ara og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Til­lagan felur í grund­vall­ar­at­riðum í sér sam­bæri­legar hækk­anir og samn­ingur Ljós­mæðra­fé­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar frá 29. maí og gildir til 31. mars 2019. Þetta kemur fram í nýrri til­kynn­ingu Rík­is­sátt­ar­semj­ara.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hefur djúp­stæður ágrein­ingur milli Ljós­mæðra­fé­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar um það hvort launa­setn­ing stétt­ar­innar sé í sam­ræmi við álag, menntun og inn­tak starfs ljós­mæðra meðal ann­ars staðið í vegi fyrir und­ir­ritun kjara­samn­ings. Því feli til­laga rík­is­sátt­ar­semj­ara í sér að sér­stökum gerð­ar­dómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frek­ari áhrif á launa­setn­ingu stétt­ar­inn­ar. Dóm­ur­inn verði skip­aður af rík­is­sátt­ar­semj­ara og skal hann ljúka störfum eigi síðar en fyrsta sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Auglýsing

Til­lagan verður kynnt félags­mönnum og fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra á næstu dögum og verður kosið um hana fyrir hádegi næst­kom­andi mið­viku­dag. Til­lagan verði ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði verða greidd um hana.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans býður Ljós­mæðra­fé­lagið til fundar annað kvöld klukkan átta á Land­spít­al­anum og í fyrra­málið á Akur­eyri. Opnað verði fyrir atkvæða­greiðslu um hádegi á mánu­dag­inn og stendur hún yfir til hádegis á mið­viku­dag­inn. 

Stefnt verði að því að nið­ur­staða taln­ingar liggi fyrir tveimur tímum eftir að lokað verður fyrir atkvæða­greiðslu.

Súrnun sjávar og áhrif þess á sjávardýr
Súrnun sjávar leiðir meðal annars til þess að kuðungar snigla sem búa í sjónum verða þynnri, skemmdari og að á þá vanti oft felulitina sem einkennir þá.
Kjarninn 18. október 2018
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Jurtalitir
Kjarninn 18. október 2018
Hermundur Sigmundsson
Hoppum út í laugina!
Kjarninn 18. október 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Engri beiðni um fóstureyðingu synjað á síðasta ári
Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi var þrettán einstaklingum heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu árið 2017.
Kjarninn 18. október 2018
Segir rammaáætlun þurfa að meta efnahagslega þætti
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segist ekki vita almennilega í hvaða stöðu rammaáætlun sé. Hún virðist láta meta alla aðra þætti en efnahagslega þegar fundið er út úr því hvaða landsvæði eigi að vernda gagnvart orkunýtingu.
Kjarninn 18. október 2018
Sigríður Halldórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir
Óþarfa viðkvæmni
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppnishæfni Íslands batnar
Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.
Kjarninn 18. október 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Fréttir vikunnar og Elon Musk
Kjarninn 18. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent