Verkfalli ljósmæðra aflýst

Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.

Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Auglýsing

Ljós­mæðra­fé­lag Íslands sam­þykkti í dag að aflýsa yfir­stand­andi yfir­vinnu­banni í kjöl­far miðl­un­ar­til­lögu sem lögð var fram af Rík­is­sátt­ar­semj­ara. Ljós­mæðra­fé­lagið mun kjósa um til­lög­una frá mánu­degi til mið­viku­dags, en nið­ur­staða ætti að liggja fyrir klukkan tvö á mið­viku­degi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Rík­is­sátt­ar­semj­ara og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Til­lagan felur í grund­vall­ar­at­riðum í sér sam­bæri­legar hækk­anir og samn­ingur Ljós­mæðra­fé­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar frá 29. maí og gildir til 31. mars 2019. Þetta kemur fram í nýrri til­kynn­ingu Rík­is­sátt­ar­semj­ara.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hefur djúp­stæður ágrein­ingur milli Ljós­mæðra­fé­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar um það hvort launa­setn­ing stétt­ar­innar sé í sam­ræmi við álag, menntun og inn­tak starfs ljós­mæðra meðal ann­ars staðið í vegi fyrir und­ir­ritun kjara­samn­ings. Því feli til­laga rík­is­sátt­ar­semj­ara í sér að sér­stökum gerð­ar­dómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frek­ari áhrif á launa­setn­ingu stétt­ar­inn­ar. Dóm­ur­inn verði skip­aður af rík­is­sátt­ar­semj­ara og skal hann ljúka störfum eigi síðar en fyrsta sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Auglýsing

Til­lagan verður kynnt félags­mönnum og fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra á næstu dögum og verður kosið um hana fyrir hádegi næst­kom­andi mið­viku­dag. Til­lagan verði ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði verða greidd um hana.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans býður Ljós­mæðra­fé­lagið til fundar annað kvöld klukkan átta á Land­spít­al­anum og í fyrra­málið á Akur­eyri. Opnað verði fyrir atkvæða­greiðslu um hádegi á mánu­dag­inn og stendur hún yfir til hádegis á mið­viku­dag­inn. 

Stefnt verði að því að nið­ur­staða taln­ingar liggi fyrir tveimur tímum eftir að lokað verður fyrir atkvæða­greiðslu.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent