Verkfalli ljósmæðra aflýst

Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.

Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Auglýsing

Ljós­mæðra­fé­lag Íslands sam­þykkti í dag að aflýsa yfir­stand­andi yfir­vinnu­banni í kjöl­far miðl­un­ar­til­lögu sem lögð var fram af Rík­is­sátt­ar­semj­ara. Ljós­mæðra­fé­lagið mun kjósa um til­lög­una frá mánu­degi til mið­viku­dags, en nið­ur­staða ætti að liggja fyrir klukkan tvö á mið­viku­degi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Rík­is­sátt­ar­semj­ara og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Til­lagan felur í grund­vall­ar­at­riðum í sér sam­bæri­legar hækk­anir og samn­ingur Ljós­mæðra­fé­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar frá 29. maí og gildir til 31. mars 2019. Þetta kemur fram í nýrri til­kynn­ingu Rík­is­sátt­ar­semj­ara.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hefur djúp­stæður ágrein­ingur milli Ljós­mæðra­fé­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar um það hvort launa­setn­ing stétt­ar­innar sé í sam­ræmi við álag, menntun og inn­tak starfs ljós­mæðra meðal ann­ars staðið í vegi fyrir und­ir­ritun kjara­samn­ings. Því feli til­laga rík­is­sátt­ar­semj­ara í sér að sér­stökum gerð­ar­dómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frek­ari áhrif á launa­setn­ingu stétt­ar­inn­ar. Dóm­ur­inn verði skip­aður af rík­is­sátt­ar­semj­ara og skal hann ljúka störfum eigi síðar en fyrsta sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Auglýsing

Til­lagan verður kynnt félags­mönnum og fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra á næstu dögum og verður kosið um hana fyrir hádegi næst­kom­andi mið­viku­dag. Til­lagan verði ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði verða greidd um hana.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans býður Ljós­mæðra­fé­lagið til fundar annað kvöld klukkan átta á Land­spít­al­anum og í fyrra­málið á Akur­eyri. Opnað verði fyrir atkvæða­greiðslu um hádegi á mánu­dag­inn og stendur hún yfir til hádegis á mið­viku­dag­inn. 

Stefnt verði að því að nið­ur­staða taln­ingar liggi fyrir tveimur tímum eftir að lokað verður fyrir atkvæða­greiðslu.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent