BA veitir WOW samkeppni um Pittsburgh

Flugfélagið British Airways hefur hafið reglulegt Evrópuflug til og frá Pittsburgh í Bandaríkjunum. Með því missir WOW air stöðu sína sem eina reglulega Evrópuflug til og frá borginni.

Pittsburgh í Pennsylvaníu
Pittsburgh í Pennsylvaníu
Auglýsing

WOW air er ekki lengur eina flug­fé­lagið sem flýgur milli Pitts­burgh í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu allan árs­ins hring, en Brit­ish Airways hefur byrjað að fljúga til borg­ar­innar frá London fjórum sinnum í viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista

Sam­kvæmt frétt­inni hefur WOW air verið eina flug­fé­lagið sem boðið hefur upp á heils­árs­flug milli Pitts­burgh og Evr­ópu frá jóm­frú­ar­ferð félags­ins í júní í fyrra. Fyrir það hafi Evr­ópuflug borg­ar­innar aðeins tak­markast við sum­ar­ferðir til Par­ísar og Frank­furt. WOW flaug fjórum sinnum í viku til borg­ar­inn­ar, en sæta­nýt­ing í þeim flugum var 75,5 pró­sent.

Auglýsing

Í gær boð­aði svo Brit­ish Airways komu sína til borg­ar­inn­ar. Líkt og WOW ætlar breska félagið að fljúga þangað fjórum sinnum í viku frá Heat­hrow flug­velli við London.  

Pitts­burgh er önnur stærsta borg Penn­syl­vaníu í Banda­ríkj­un­um, en íbúar hennar eru rúm­lega 300 þús­und.Frá jóm­frú­ar­ferð sinni og allt til árs­loka 2017 flutti WOW air sam­tals 41.095 far­þega til og frá borg­inn­i. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um rekstur WOW air, en flug­fé­lagið tap­aði um 2,37 millj­örðum íslenskra króna í fyrra. Að sögn Skúla Mog­en­sen, for­stjóra og stofn­anda flug­fé­lags­ins, var meg­in­á­stæða verri rekstrar ytri mark­aðs­að­stæð­ur, svo sem aukin sam­keppni á lyk­il­mörk­uðum félags­ins. 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent