BA veitir WOW samkeppni um Pittsburgh

Flugfélagið British Airways hefur hafið reglulegt Evrópuflug til og frá Pittsburgh í Bandaríkjunum. Með því missir WOW air stöðu sína sem eina reglulega Evrópuflug til og frá borginni.

Pittsburgh í Pennsylvaníu
Pittsburgh í Pennsylvaníu
Auglýsing

WOW air er ekki lengur eina flug­fé­lagið sem flýgur milli Pitts­burgh í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu allan árs­ins hring, en Brit­ish Airways hefur byrjað að fljúga til borg­ar­innar frá London fjórum sinnum í viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista

Sam­kvæmt frétt­inni hefur WOW air verið eina flug­fé­lagið sem boðið hefur upp á heils­árs­flug milli Pitts­burgh og Evr­ópu frá jóm­frú­ar­ferð félags­ins í júní í fyrra. Fyrir það hafi Evr­ópuflug borg­ar­innar aðeins tak­markast við sum­ar­ferðir til Par­ísar og Frank­furt. WOW flaug fjórum sinnum í viku til borg­ar­inn­ar, en sæta­nýt­ing í þeim flugum var 75,5 pró­sent.

Auglýsing

Í gær boð­aði svo Brit­ish Airways komu sína til borg­ar­inn­ar. Líkt og WOW ætlar breska félagið að fljúga þangað fjórum sinnum í viku frá Heat­hrow flug­velli við London.  

Pitts­burgh er önnur stærsta borg Penn­syl­vaníu í Banda­ríkj­un­um, en íbúar hennar eru rúm­lega 300 þús­und.Frá jóm­frú­ar­ferð sinni og allt til árs­loka 2017 flutti WOW air sam­tals 41.095 far­þega til og frá borg­inn­i. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um rekstur WOW air, en flug­fé­lagið tap­aði um 2,37 millj­örðum íslenskra króna í fyrra. Að sögn Skúla Mog­en­sen, for­stjóra og stofn­anda flug­fé­lags­ins, var meg­in­á­stæða verri rekstrar ytri mark­aðs­að­stæð­ur, svo sem aukin sam­keppni á lyk­il­mörk­uðum félags­ins. 

Meira úr sama flokkiInnlent