BA veitir WOW samkeppni um Pittsburgh

Flugfélagið British Airways hefur hafið reglulegt Evrópuflug til og frá Pittsburgh í Bandaríkjunum. Með því missir WOW air stöðu sína sem eina reglulega Evrópuflug til og frá borginni.

Pittsburgh í Pennsylvaníu
Pittsburgh í Pennsylvaníu
Auglýsing

WOW air er ekki lengur eina flug­fé­lagið sem flýgur milli Pitts­burgh í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu allan árs­ins hring, en Brit­ish Airways hefur byrjað að fljúga til borg­ar­innar frá London fjórum sinnum í viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista

Sam­kvæmt frétt­inni hefur WOW air verið eina flug­fé­lagið sem boðið hefur upp á heils­árs­flug milli Pitts­burgh og Evr­ópu frá jóm­frú­ar­ferð félags­ins í júní í fyrra. Fyrir það hafi Evr­ópuflug borg­ar­innar aðeins tak­markast við sum­ar­ferðir til Par­ísar og Frank­furt. WOW flaug fjórum sinnum í viku til borg­ar­inn­ar, en sæta­nýt­ing í þeim flugum var 75,5 pró­sent.

Auglýsing

Í gær boð­aði svo Brit­ish Airways komu sína til borg­ar­inn­ar. Líkt og WOW ætlar breska félagið að fljúga þangað fjórum sinnum í viku frá Heat­hrow flug­velli við London.  

Pitts­burgh er önnur stærsta borg Penn­syl­vaníu í Banda­ríkj­un­um, en íbúar hennar eru rúm­lega 300 þús­und.Frá jóm­frú­ar­ferð sinni og allt til árs­loka 2017 flutti WOW air sam­tals 41.095 far­þega til og frá borg­inn­i. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um rekstur WOW air, en flug­fé­lagið tap­aði um 2,37 millj­örðum íslenskra króna í fyrra. Að sögn Skúla Mog­en­sen, for­stjóra og stofn­anda flug­fé­lags­ins, var meg­in­á­stæða verri rekstrar ytri mark­aðs­að­stæð­ur, svo sem aukin sam­keppni á lyk­il­mörk­uðum félags­ins. 

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent