Segir of lítið framboð vera á ódýrum íbúðum

Hagfræðingur bendir á framboðsskort íbúða til fyrstu kaupenda, en samkvæmt honum ættu þær að vera á verðbilinu 30-40 milljónir króna.

Magnús Árni segir ekkert benda til þess að fasteignaverð lækki á næstunni
Magnús Árni segir ekkert benda til þess að fasteignaverð lækki á næstunni
Auglýsing

Hagfræðingurinn Magnús Árni Skúlason segir mikla vöntun vera á íbúðum á verðbilinu 30-40 milljónir á húsnæðismarkaði fyrir ungt fólk, sem væri stærsti aldurshópurinn í samfélaginu. Þetta sagði Magnús Árni í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun

Leigukynslóðin

Magnús, sem vinnur hjá ráðgjafafyrirtækinu Reykjavík Economics, var spurður í viðtalinu hvort það sé borin von fyrir foreldra að senda börnin sín að heiman. Hann tekur undir áhyggjur um verri stöðu ungs fólks á íbúðamarkaði á síðustu árum og segir þúsaldarkynslóðina, sem er á þrítugsaldri þessa stundina, oft vera kallaða „leigukynslóðina.“ Þetta sé hins vegar sama þróunin og er að eiga sér stað annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum, víða eigi ungt fólk erfiðara með að kaupa íbúðir. 

Á hinn bóginn segir Magnús Árni að fyrstu kaupendum hafi verið að fjölga, að hluta til vegna fjölda nýrra úrræða sem hjálpa ungu fólki að kaupa húsnæði. Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár voru um 26 prósent allra kaupsamninga á fyrsta ársfjórðungi fyrstu kaupendur, en á Suðurnesjum var hlutfallið um 34%. Meirihluti íbúða í viðskiptum séu á verðbilinu 30-50 milljónir, en markaðurinn þynnist mjög hratt þegar íbúðaverð fer yfir 60 milljónir.

Auglýsing

Stærsti aldurshópurinn

Magnús segir einnig mesta eftirspurn vera eftir 30-40 milljón króna íbúðum, en hann telur framboð þeirra ekki vera nægt í dag. Því til stuðnings nefnir hann lágt hlutfall íbúða sem seljast á undir 25 milljónir, þær séu 2% í dag miðað við um 25% árið 2015. Fyrstu kaupendur eru margir á aldrinum 20-29 ára, en samkvæmt Magnúsi er það stærsti aldurshópurinn í samfélaginu. 

Annars konar hippatímabil

Hins vegar bendir Magnús einnig á að tíðarandinn hafi breyst og ungu fólki hafi ekki jafnmikið á móti því að búa á leigumarkaði og nýta deilihagkerfið. Hann segir fólk hafa aðrar áherslur nú á dögum og kallar þetta „annars konar hippatímabil.“ Þar noti fólk sameignir í meira mæli og fresta gjarnan barneignum, en það komi alltaf að því að maður þurfi að búa einhvers staðar.

Alltaf erfitt að kaupa fyrstu íbúð

Aðspurður hvort hann teldi þetta vera rétta tímann til að eignast íbúð segir Magnús að ekkert bendi til þess að fasteignaverð muni lækka í framtíðinni. Akkúrat núna hafi vextir aldrei verið lægri, kaupmáttur verið mjög hár og ýmis úrræði séu fyrir fyrstu kaupendur, en það hafi alltaf verið erfitt að kaupa fyrstu íbúð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent