Segir yfirlýsingar um kjarabaráttu ótímabærar og óskynsamlegar

Fjármálaráðherra segir „digrar og snemmbúnar“ yfirlýsingar vegna lausra kjarasamninga í vetur ekki tímabærar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir  yfir­lýs­ingar um kom­andi átök í kjara­málum ótíma­bærar og óskyn­sam­leg­ar. Enn fremur telur Bjarni það vera aðal­at­riði að atvinnustig sé hátt og að besta leiðin til að hækka lægstu launin sé með auk­inni verð­mæta­sköp­un. Þetta kemur fram í við­tali Bít­is­ins á Bylgj­unni við Bjarna í morgun

Í við­tal­inu sagði Bjarni stöðu þjóð­ar­bús­ins vera góða um þessar mund­ir, ytri aðstæður væru góðar og við­skipta­jöfn­uður Íslands við önnur lönd væri að ná jafn­vægi. Aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af sam­drætti í efna­hags­málum hér­lendis og of miklum fjár­fest­ingum í hót­el­bygg­ingum sagði hann ekki svo vera þar sem engin merki væru um það. Því til stuðn­ings nefndi hann að ytri aðstæður væru hag­stæðar um þessar mundir og ekk­ert sem benti til  hruns á við­skipta­mörk­uðum eða verð­hækk­ana á inn­fluttum vörum sem myndi leiða til verð­bólgu­skots  hér á landi. Þannig væri efna­hags­lífið á Íslandi í okkar eigin hönd­um.

Digrar og snemm­búnar yfir­lýs­ingar

Þrátt fyrir góðar ytri aðstæður bætti Bjarni við að helsti óró­leik­inn sem steðj­aði að stöð­ug­leika í hag­kerf­inu í augna­blik­inu væri að finna á vinnu­mark­að­in­um. Hann sagð­ist þó ekki hafa neinar sér­stakar áhyggjur af lausum kjara­samn­ing­um, en hugn­ast ekki yfir­lýs­ingar um kom­andi átök í kjara­málum í vet­ur. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það eru mjög digrar yfir­lýs­ingar og mjög snemm­bún­ar, finnst mér. Löngu áður en menn setj­ast niður til við­ræðna um kaup og kjör þá eru menn að spá því að allt fari í bál og brand og það finnst mér mjög ótíma­bært og óskyn­sam­legt, reynd­ar,“ sagði fjár­mála­ráð­herr­ann í Bít­inu.

Auglýsing

Aðal­at­riðið er hátt atvinnustig

Í því sam­hengi nefndi Bjarni einnig hækkun heild­ar­launa í neðstu tekju­þrep­un­um, en þau hafi komið upp í 300 þús­und krónur á mán­uði frá því að hafa verið innan við 200 þús­und krónur fyr­ir­ nokkrum ár­um. Þó sagð­ist hann ekki geta haldið því fram að nokkur maður geti lifað mjög góðu lífi á þessum lægstu laun­um, en bætti við að margir sem væru í neðstu tekju­þrep­unum væru náms­menn eða í hluta­starf­i. 

Enn fremur taldi Bjarni aðal­at­riðið á íslenskum vinnu­mark­aði vera atvinnustigið og hversu auð­velt það væri að fá vinnu, en hann benti á að atvinnu­leysi væri hvergi jafn­lágt í Evr­ópu og á Ísland­i. 

Aðspurður um hvernig stæði að því að fólk gæti ekki lifað af tekjum sínum í fullu starfi hér á Íslandi sagði fjár­mála­ráð­herra að heil­mikið hefði verið gert í kjara­málum þess hóps á und­an­förnum árum. Þar á meðal hafi lægstu launa­taxtar hækkað um 50 pró­sent á örfáum árum, en besta leiðin til að hækka slík laun væri með því að skapa meiri verð­mæt­i. 

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent