Segir yfirlýsingar um kjarabaráttu ótímabærar og óskynsamlegar

Fjármálaráðherra segir „digrar og snemmbúnar“ yfirlýsingar vegna lausra kjarasamninga í vetur ekki tímabærar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir  yfir­lýs­ingar um kom­andi átök í kjara­málum ótíma­bærar og óskyn­sam­leg­ar. Enn fremur telur Bjarni það vera aðal­at­riði að atvinnustig sé hátt og að besta leiðin til að hækka lægstu launin sé með auk­inni verð­mæta­sköp­un. Þetta kemur fram í við­tali Bít­is­ins á Bylgj­unni við Bjarna í morgun

Í við­tal­inu sagði Bjarni stöðu þjóð­ar­bús­ins vera góða um þessar mund­ir, ytri aðstæður væru góðar og við­skipta­jöfn­uður Íslands við önnur lönd væri að ná jafn­vægi. Aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af sam­drætti í efna­hags­málum hér­lendis og of miklum fjár­fest­ingum í hót­el­bygg­ingum sagði hann ekki svo vera þar sem engin merki væru um það. Því til stuðn­ings nefndi hann að ytri aðstæður væru hag­stæðar um þessar mundir og ekk­ert sem benti til  hruns á við­skipta­mörk­uðum eða verð­hækk­ana á inn­fluttum vörum sem myndi leiða til verð­bólgu­skots  hér á landi. Þannig væri efna­hags­lífið á Íslandi í okkar eigin hönd­um.

Digrar og snemm­búnar yfir­lýs­ingar

Þrátt fyrir góðar ytri aðstæður bætti Bjarni við að helsti óró­leik­inn sem steðj­aði að stöð­ug­leika í hag­kerf­inu í augna­blik­inu væri að finna á vinnu­mark­að­in­um. Hann sagð­ist þó ekki hafa neinar sér­stakar áhyggjur af lausum kjara­samn­ing­um, en hugn­ast ekki yfir­lýs­ingar um kom­andi átök í kjara­málum í vet­ur. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það eru mjög digrar yfir­lýs­ingar og mjög snemm­bún­ar, finnst mér. Löngu áður en menn setj­ast niður til við­ræðna um kaup og kjör þá eru menn að spá því að allt fari í bál og brand og það finnst mér mjög ótíma­bært og óskyn­sam­legt, reynd­ar,“ sagði fjár­mála­ráð­herr­ann í Bít­inu.

Auglýsing

Aðal­at­riðið er hátt atvinnustig

Í því sam­hengi nefndi Bjarni einnig hækkun heild­ar­launa í neðstu tekju­þrep­un­um, en þau hafi komið upp í 300 þús­und krónur á mán­uði frá því að hafa verið innan við 200 þús­und krónur fyr­ir­ nokkrum ár­um. Þó sagð­ist hann ekki geta haldið því fram að nokkur maður geti lifað mjög góðu lífi á þessum lægstu laun­um, en bætti við að margir sem væru í neðstu tekju­þrep­unum væru náms­menn eða í hluta­starf­i. 

Enn fremur taldi Bjarni aðal­at­riðið á íslenskum vinnu­mark­aði vera atvinnustigið og hversu auð­velt það væri að fá vinnu, en hann benti á að atvinnu­leysi væri hvergi jafn­lágt í Evr­ópu og á Ísland­i. 

Aðspurður um hvernig stæði að því að fólk gæti ekki lifað af tekjum sínum í fullu starfi hér á Íslandi sagði fjár­mála­ráð­herra að heil­mikið hefði verið gert í kjara­málum þess hóps á und­an­förnum árum. Þar á meðal hafi lægstu launa­taxtar hækkað um 50 pró­sent á örfáum árum, en besta leiðin til að hækka slík laun væri með því að skapa meiri verð­mæt­i. 

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent