Ferðaþjónusta gæti „orðið fyrir áfalli“ vegna vaxandi samkeppni og kostnaðar

Gylfi Zoega telur blikur á lofti í ferðaþjónustu vegna mikillar samkeppni og mikils rekstrarkostnaðar.

Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor og nefnd­ar­maður í Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, telur lítið svig­rúm til almennra launa­hækk­ana og blikur séu á lofti í ferða­þjón­ustu í land­inu. Hún geti orðið fyrir „áfalli“ og það leitt út í hag­kerf­ið. 

Hann segir vöxt grein­ar­innar hafa verið stóra ástæðu þess að kaup­máttur hafi vaxið hratt og launa­skrið átt sér stað. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri grein Gylfa sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar á föstu­dag­inn. Gylfi er fastur penni í rit­in­u. 

Auglýsing

„Lítið svig­rúm er til launa­hækk­ana. Raun­gengi skil­greint sem laun hér á landi sem hlut­fall af launum í við­skipta­löndum hefur ekki verið jafn­hátt í ein 30 ár og fyrir 30 árum voru laun ein­ungis tíma­bundið há í kjöl­far kjara­samn­inga sem voru út í hött. En nú er meiri inni­stæða fyrir lífs­kjör­unum en hún bygg­ist að miklu leyti á vexti ferða­þjón­ustu und­an­farin ár. Nafn­laun hafa vaxið um 35% síð­ustu fjögur ár og kaup­máttur launa um 25% á sama tíma­bili.

Ísland er orðið svo dýrt vegna þess­ara launa­hækk­ana og sterkrar krónu að ferða­þjón­ustan getur á næstu mán­uðum orðið fyrir áfalli. Hægt getur á fjölgun ferða­manna, þeir dvalið hér í styttri tíma, þeim fækkað lítið eða mjög mik­ið. Flug­fé­lög geta einnig orðið fyrir áföllum á næstu mán­uðum vegna mik­ils kostn­aðar og mik­illar sam­keppni. Það væri því óábyrgt að semja um miklar launa­hækk­anir í haust. Og enn óábyrg­ara að stofna til verk­falla,“ segir Gylfi meðal ann­ars í grein sinn­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent