Ferðaþjónusta gæti „orðið fyrir áfalli“ vegna vaxandi samkeppni og kostnaðar

Gylfi Zoega telur blikur á lofti í ferðaþjónustu vegna mikillar samkeppni og mikils rekstrarkostnaðar.

Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor og nefnd­ar­maður í Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, telur lítið svig­rúm til almennra launa­hækk­ana og blikur séu á lofti í ferða­þjón­ustu í land­inu. Hún geti orðið fyrir „áfalli“ og það leitt út í hag­kerf­ið. 

Hann segir vöxt grein­ar­innar hafa verið stóra ástæðu þess að kaup­máttur hafi vaxið hratt og launa­skrið átt sér stað. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri grein Gylfa sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar á föstu­dag­inn. Gylfi er fastur penni í rit­in­u. 

Auglýsing

„Lítið svig­rúm er til launa­hækk­ana. Raun­gengi skil­greint sem laun hér á landi sem hlut­fall af launum í við­skipta­löndum hefur ekki verið jafn­hátt í ein 30 ár og fyrir 30 árum voru laun ein­ungis tíma­bundið há í kjöl­far kjara­samn­inga sem voru út í hött. En nú er meiri inni­stæða fyrir lífs­kjör­unum en hún bygg­ist að miklu leyti á vexti ferða­þjón­ustu und­an­farin ár. Nafn­laun hafa vaxið um 35% síð­ustu fjögur ár og kaup­máttur launa um 25% á sama tíma­bili.

Ísland er orðið svo dýrt vegna þess­ara launa­hækk­ana og sterkrar krónu að ferða­þjón­ustan getur á næstu mán­uðum orðið fyrir áfalli. Hægt getur á fjölgun ferða­manna, þeir dvalið hér í styttri tíma, þeim fækkað lítið eða mjög mik­ið. Flug­fé­lög geta einnig orðið fyrir áföllum á næstu mán­uðum vegna mik­ils kostn­aðar og mik­illar sam­keppni. Það væri því óábyrgt að semja um miklar launa­hækk­anir í haust. Og enn óábyrg­ara að stofna til verk­falla,“ segir Gylfi meðal ann­ars í grein sinn­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent