Ferðaþjónusta gæti „orðið fyrir áfalli“ vegna vaxandi samkeppni og kostnaðar

Gylfi Zoega telur blikur á lofti í ferðaþjónustu vegna mikillar samkeppni og mikils rekstrarkostnaðar.

Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor og nefnd­ar­maður í Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, telur lítið svig­rúm til almennra launa­hækk­ana og blikur séu á lofti í ferða­þjón­ustu í land­inu. Hún geti orðið fyrir „áfalli“ og það leitt út í hag­kerf­ið. 

Hann segir vöxt grein­ar­innar hafa verið stóra ástæðu þess að kaup­máttur hafi vaxið hratt og launa­skrið átt sér stað. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri grein Gylfa sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar á föstu­dag­inn. Gylfi er fastur penni í rit­in­u. 

Auglýsing

„Lítið svig­rúm er til launa­hækk­ana. Raun­gengi skil­greint sem laun hér á landi sem hlut­fall af launum í við­skipta­löndum hefur ekki verið jafn­hátt í ein 30 ár og fyrir 30 árum voru laun ein­ungis tíma­bundið há í kjöl­far kjara­samn­inga sem voru út í hött. En nú er meiri inni­stæða fyrir lífs­kjör­unum en hún bygg­ist að miklu leyti á vexti ferða­þjón­ustu und­an­farin ár. Nafn­laun hafa vaxið um 35% síð­ustu fjögur ár og kaup­máttur launa um 25% á sama tíma­bili.

Ísland er orðið svo dýrt vegna þess­ara launa­hækk­ana og sterkrar krónu að ferða­þjón­ustan getur á næstu mán­uðum orðið fyrir áfalli. Hægt getur á fjölgun ferða­manna, þeir dvalið hér í styttri tíma, þeim fækkað lítið eða mjög mik­ið. Flug­fé­lög geta einnig orðið fyrir áföllum á næstu mán­uðum vegna mik­ils kostn­aðar og mik­illar sam­keppni. Það væri því óábyrgt að semja um miklar launa­hækk­anir í haust. Og enn óábyrg­ara að stofna til verk­falla,“ segir Gylfi meðal ann­ars í grein sinn­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent