Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga

WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fund­aði í gær með Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra, Sig­urði Inga Jóhanns­syni sam­göngurá­herra og Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, iðn­að­ar­ráð­herra, um stöð­una í ferða­þjón­ust­unni, meðal ann­ars vegna alvar­legrar fjár­hags­stöðu WOW Air. 

„Við stofn­uðum sam­ráðs­hóp sem skoðar kerf­is­læg mik­il­væg fyr­ir­tæki. Sá hóp­ur fór af stað í vor og hef­ur verið að skoða og greina þjóð­hags­­leg áhrif ólíkra geira og kerf­is­lægra mik­il­vægra fyr­ir­tækja,“ sagði Katrín í við­tali við mbl.­is. 

Hún nefndi sér­stak­lega í því að fundað hefði verið um stöðu flug­fé­lag­ana enda sé flug­starf­semi orðin umfangs­mik­il. 

Auglýsing

Eins og fram hefur komið þá leitar Skúli Mog­en­sen, eig­andi og for­stjóri WOW Air, nú leiða til ná í 6 til 12 millj­arða króna brú­ar­fjár­mögn­un, til að styrkja rekst­ur­inn og halda áfram vexti félags­ins. Efna­hagur félags­ins hefur veikst hratt að und­an­förnu og rambar fyr­ir­tækið í raun á barmi gjald­þrots, og er voð­inn vís ef það nær ekki að tryggja sér aukið rekstr­arfé á næstu mán­uð­u­m. 

Tap félags­­ins var 2,3 millj­­arðar í fyrra, og um 45 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, jafn­­virði um 4,9 millj­­arða króna, á tólf mán­aða tíma­bili frá júní í fyrra til júní á þessu ári.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall félags­­ins var komið undir 5 pró­­sent í júní, en frá þeim tíma hefur hluta­­féð verið aukið með umbreyt­ingu á kröfum í hluta­­fé. Þá hækk­aði við­skipta­vild félags­ins umtals­vert.

Í fjár­festa­kynn­ingu WOW Air, sem birt var á vef Kjarn­ans, kemur fram að á fyrri hluta þessa árs hafi óefn­is­legar eignir félags­ins numið 23 millj­ónum Banda­ríkja­dala, þar af er við­skipta­vild (e. ­good­will) 18,4 millj­ónir dala eða tæpir tveir millj­arðar króna. 

Um ára­mótin voru óefn­is­legar eignir metnar á fjóra millj­ónir Banda­ríkja­dala. Aukn­ingin nemur því 19 millj­ónum dala eða ríf­lega tveimur millj­örðum króna.

Fjár­mögnun félags­ins er lífs­nauð­syn­leg félag­inu á kom­andi miss­erum, en Skúli hefur sagt, í orð­send­ingu til starfs­fólks fyr­ir­tæk­is­ins, að hann sé bjart­sýnn á að fyr­ir­tæk­inu tak­ist að ljúka fjár­mögnun á næstu miss­er­um.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent