Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga

WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fund­aði í gær með Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra, Sig­urði Inga Jóhanns­syni sam­göngurá­herra og Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, iðn­að­ar­ráð­herra, um stöð­una í ferða­þjón­ust­unni, meðal ann­ars vegna alvar­legrar fjár­hags­stöðu WOW Air. 

„Við stofn­uðum sam­ráðs­hóp sem skoðar kerf­is­læg mik­il­væg fyr­ir­tæki. Sá hóp­ur fór af stað í vor og hef­ur verið að skoða og greina þjóð­hags­­leg áhrif ólíkra geira og kerf­is­lægra mik­il­vægra fyr­ir­tækja,“ sagði Katrín í við­tali við mbl.­is. 

Hún nefndi sér­stak­lega í því að fundað hefði verið um stöðu flug­fé­lag­ana enda sé flug­starf­semi orðin umfangs­mik­il. 

Auglýsing

Eins og fram hefur komið þá leitar Skúli Mog­en­sen, eig­andi og for­stjóri WOW Air, nú leiða til ná í 6 til 12 millj­arða króna brú­ar­fjár­mögn­un, til að styrkja rekst­ur­inn og halda áfram vexti félags­ins. Efna­hagur félags­ins hefur veikst hratt að und­an­förnu og rambar fyr­ir­tækið í raun á barmi gjald­þrots, og er voð­inn vís ef það nær ekki að tryggja sér aukið rekstr­arfé á næstu mán­uð­u­m. 

Tap félags­­ins var 2,3 millj­­arðar í fyrra, og um 45 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, jafn­­virði um 4,9 millj­­arða króna, á tólf mán­aða tíma­bili frá júní í fyrra til júní á þessu ári.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall félags­­ins var komið undir 5 pró­­sent í júní, en frá þeim tíma hefur hluta­­féð verið aukið með umbreyt­ingu á kröfum í hluta­­fé. Þá hækk­aði við­skipta­vild félags­ins umtals­vert.

Í fjár­festa­kynn­ingu WOW Air, sem birt var á vef Kjarn­ans, kemur fram að á fyrri hluta þessa árs hafi óefn­is­legar eignir félags­ins numið 23 millj­ónum Banda­ríkja­dala, þar af er við­skipta­vild (e. ­good­will) 18,4 millj­ónir dala eða tæpir tveir millj­arðar króna. 

Um ára­mótin voru óefn­is­legar eignir metnar á fjóra millj­ónir Banda­ríkja­dala. Aukn­ingin nemur því 19 millj­ónum dala eða ríf­lega tveimur millj­örðum króna.

Fjár­mögnun félags­ins er lífs­nauð­syn­leg félag­inu á kom­andi miss­erum, en Skúli hefur sagt, í orð­send­ingu til starfs­fólks fyr­ir­tæk­is­ins, að hann sé bjart­sýnn á að fyr­ir­tæk­inu tak­ist að ljúka fjár­mögnun á næstu miss­er­um.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent