Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti

Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.

img_2821_raw_1807130274_10016362164_o.jpg
Auglýsing

Starfs­hópur telur gild­andi kerfi skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neytis í meg­in­at­riðum ein­falt og hag­an­legt og telur ekki skyn­sam­legt að það taki stakka­skipt­um. Hins vegar leggur hóp­ur­inn til að gerðar verði breyt­ingar sem taka til­lit til þró­unar sem á sér stað um þessar mundir á sam­setn­ingu og notkun öku­tækja.

Þetta kemur fram í skýrslu sem starfs­hópur hefur unnið að varð­andi end­ur­skoðun skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neytis sem hann hefur skilað til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Frá þessu er greint í frétt ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Hóp­ur­inn var skip­aður í febr­úar árið 2016 og var falið að að rann­saka núver­andi fyr­ir­komu­lag og fram­kvæmd skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neyt­is, leggja til breyt­ingar á gild­andi lögum og gera til­lögu að fram­tíð­ar­stefnu stjórn­valda í þessum efn­um. Við end­ur­skoð­un­ina var hópnum gert að vinna að ákveðnum mark­mið­um.

Auglýsing

Þau mark­mið voru að ein­falda skatt­kerfið og gera það rétt­lát­ara. Að hafa sam­ræmi og skil­virkni í skatt­kerf­inu. Að spara orku og auka notkun inn­lendra orku­gjafa, ­draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og skað­legra efna í útblæstri öku­tækja og móta fram­tíð­ar­sýn um hlut­deild vist­vænna öku­tækja í skatt­tekjum rík­is­ins. Draga úr skatt­lagn­ingu á öflun og eign á öku­tækj­u­m, tryggja rík­is­sjóði nægar skatt­tekjur meðal ann­ars til að standa undir upp­bygg­ingu og við­haldi sam­göngu­mann­virkja, og ­tryggja að fyr­ir­komu­lag skatt­lagn­ing­ar­innar sam­ræmd­ist ákvæðum laga um opin­ber fjár­mál.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er meðal ann­ars að finna umfjöllun um breyt­ingar sem hafa orðið og eru að verða á mæl­ingu og upp­lýs­inga­gjöf evr­ópskra bif­reiða­fram­leið­enda um losun og mengun frá öku­tækj­um. Þar sem fyr­ir­sjá­an­legt er að upp­lýs­ingar um koltví­sýr­ingslosun frá öku­tækjum muni breyt­ast eru settar fram til­lögur sem ætlað er að draga úr líkum á að mis­ræmi skap­ist við skatt­lagn­ingu öku­tækja.

Hér fyrir neðan má sjá stefnu skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neytis 2020 til­ 2025. 

Stefna skattlagningar ökutækja og eldsneytis 2020–2025. Mynd: Skjáskot úr skýrslu

Mun snerta atvinnu­lífið með ýmsum hætti

Enn fremur segir í skýrsl­unni að ljóst sé að til­lögur starfs­hóps­ins munu snerta atvinnu­lífið með ýmsum hætti, meðal ann­ars hvað varðar skatta á öflun öku­tækja, notkun þungra öku­tækja, elds­neyt­is­gjöld og kolefn­is­skatt. Starfs­hóp­ur­inn sé með­vit­aður um að öflugt atvinnu­líf sé for­senda öflugs efna­hagslífs og lífs­gæða. Skattar hafi áhrif á hvata og verð­mæta­skap­andi hegðun ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Ætla megi að helstu áhrif til­lagna starfs­hóps­ins á atvinnu­líf geti ann­ars vegar orðið nei­kvæð fyrir atvinnu­rekstr­ar­að­ila þar sem inn­kaups­verð öku­tækja og jarð­efna­elds­neytis muni hækk­a. 

„Skuldir þeirra geta hækkað til skemmri tíma litið í takt við hækk­andi inn­kaups­verð öku­tækja og afkoma versnað svo ein­hverju nemi vegna hærri rekstr­ar­kostn­aðar öku­tækja. Gera má ráð fyrir að áhrifin komi hvað helst fram hjá fyr­ir­tækjum sem fjár­festa í mörgum öku­tækjum eða eru veru­lega háð notkun öku­tækja í rekstri sín­um. Hins vegar má einnig gera ráð fyrir að hærra inn­kaups­verð öku­tækja hafi til skamms tíma já­kvæð áhrif á eigið fé fyr­ir­tækja vegna hækk­andi verð­mætis öku­tækja sem verða þegar í þeirra eigu þegar til­lög­urnar koma til fram­kvæmda. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að nei­kvæð áhrif til­lagn­anna gangi að veru­legu leyti til baka í takt við sam­drátt kolt­ví­sýr­ingslos­unar og minni elds­neyt­iseyðslu nýrra öku­tækja,“ segir í skýrsl­unni.

Mun líka hafa áhrif á heim­ilin

Til­lögur starfs­hóps­ins munu jafn­framt snerta heim­ilin með beinum eða óbeinum hætti, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Þeir segja að áhrifin geti komið fram með óbeinum hætti í gegnum verð­lag fyrir til­stuðlan áhrifa á atvinnu­líf­ið. Enn fremur komi áhrifin fram með beinni hætti í útsölu­verði í gegnum skatt­lagn­ingu á öflun öku­tækja, elds­neyt­is­gjöld og kolefn­is­skatt. Gera megi ráð fyrir að áhrifin muni verða nei­kvæð á ráð­stöf­un­ar­tekjur flestra heim­ila, en þó ekki allra, að minnsta kosti til skemmri tíma lit­ið. „Skattar skapa hvata og ætla má að heim­ilin bregð­ist við mögu­legum breyt­ingum með því að draga úr los­un. Því má ætla að áhrifin verði óveru­leg til lengri tíma lit­ið.“

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent