Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti

Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.

img_2821_raw_1807130274_10016362164_o.jpg
Auglýsing

Starfs­hópur telur gild­andi kerfi skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neytis í meg­in­at­riðum ein­falt og hag­an­legt og telur ekki skyn­sam­legt að það taki stakka­skipt­um. Hins vegar leggur hóp­ur­inn til að gerðar verði breyt­ingar sem taka til­lit til þró­unar sem á sér stað um þessar mundir á sam­setn­ingu og notkun öku­tækja.

Þetta kemur fram í skýrslu sem starfs­hópur hefur unnið að varð­andi end­ur­skoðun skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neytis sem hann hefur skilað til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Frá þessu er greint í frétt ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Hóp­ur­inn var skip­aður í febr­úar árið 2016 og var falið að að rann­saka núver­andi fyr­ir­komu­lag og fram­kvæmd skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neyt­is, leggja til breyt­ingar á gild­andi lögum og gera til­lögu að fram­tíð­ar­stefnu stjórn­valda í þessum efn­um. Við end­ur­skoð­un­ina var hópnum gert að vinna að ákveðnum mark­mið­um.

Auglýsing

Þau mark­mið voru að ein­falda skatt­kerfið og gera það rétt­lát­ara. Að hafa sam­ræmi og skil­virkni í skatt­kerf­inu. Að spara orku og auka notkun inn­lendra orku­gjafa, ­draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og skað­legra efna í útblæstri öku­tækja og móta fram­tíð­ar­sýn um hlut­deild vist­vænna öku­tækja í skatt­tekjum rík­is­ins. Draga úr skatt­lagn­ingu á öflun og eign á öku­tækj­u­m, tryggja rík­is­sjóði nægar skatt­tekjur meðal ann­ars til að standa undir upp­bygg­ingu og við­haldi sam­göngu­mann­virkja, og ­tryggja að fyr­ir­komu­lag skatt­lagn­ing­ar­innar sam­ræmd­ist ákvæðum laga um opin­ber fjár­mál.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er meðal ann­ars að finna umfjöllun um breyt­ingar sem hafa orðið og eru að verða á mæl­ingu og upp­lýs­inga­gjöf evr­ópskra bif­reiða­fram­leið­enda um losun og mengun frá öku­tækj­um. Þar sem fyr­ir­sjá­an­legt er að upp­lýs­ingar um koltví­sýr­ingslosun frá öku­tækjum muni breyt­ast eru settar fram til­lögur sem ætlað er að draga úr líkum á að mis­ræmi skap­ist við skatt­lagn­ingu öku­tækja.

Hér fyrir neðan má sjá stefnu skatt­lagn­ingar öku­tækja og elds­neytis 2020 til­ 2025. 

Stefna skattlagningar ökutækja og eldsneytis 2020–2025. Mynd: Skjáskot úr skýrslu

Mun snerta atvinnu­lífið með ýmsum hætti

Enn fremur segir í skýrsl­unni að ljóst sé að til­lögur starfs­hóps­ins munu snerta atvinnu­lífið með ýmsum hætti, meðal ann­ars hvað varðar skatta á öflun öku­tækja, notkun þungra öku­tækja, elds­neyt­is­gjöld og kolefn­is­skatt. Starfs­hóp­ur­inn sé með­vit­aður um að öflugt atvinnu­líf sé for­senda öflugs efna­hagslífs og lífs­gæða. Skattar hafi áhrif á hvata og verð­mæta­skap­andi hegðun ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Ætla megi að helstu áhrif til­lagna starfs­hóps­ins á atvinnu­líf geti ann­ars vegar orðið nei­kvæð fyrir atvinnu­rekstr­ar­að­ila þar sem inn­kaups­verð öku­tækja og jarð­efna­elds­neytis muni hækk­a. 

„Skuldir þeirra geta hækkað til skemmri tíma litið í takt við hækk­andi inn­kaups­verð öku­tækja og afkoma versnað svo ein­hverju nemi vegna hærri rekstr­ar­kostn­aðar öku­tækja. Gera má ráð fyrir að áhrifin komi hvað helst fram hjá fyr­ir­tækjum sem fjár­festa í mörgum öku­tækjum eða eru veru­lega háð notkun öku­tækja í rekstri sín­um. Hins vegar má einnig gera ráð fyrir að hærra inn­kaups­verð öku­tækja hafi til skamms tíma já­kvæð áhrif á eigið fé fyr­ir­tækja vegna hækk­andi verð­mætis öku­tækja sem verða þegar í þeirra eigu þegar til­lög­urnar koma til fram­kvæmda. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að nei­kvæð áhrif til­lagn­anna gangi að veru­legu leyti til baka í takt við sam­drátt kolt­ví­sýr­ingslos­unar og minni elds­neyt­iseyðslu nýrra öku­tækja,“ segir í skýrsl­unni.

Mun líka hafa áhrif á heim­ilin

Til­lögur starfs­hóps­ins munu jafn­framt snerta heim­ilin með beinum eða óbeinum hætti, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Þeir segja að áhrifin geti komið fram með óbeinum hætti í gegnum verð­lag fyrir til­stuðlan áhrifa á atvinnu­líf­ið. Enn fremur komi áhrifin fram með beinni hætti í útsölu­verði í gegnum skatt­lagn­ingu á öflun öku­tækja, elds­neyt­is­gjöld og kolefn­is­skatt. Gera megi ráð fyrir að áhrifin muni verða nei­kvæð á ráð­stöf­un­ar­tekjur flestra heim­ila, en þó ekki allra, að minnsta kosti til skemmri tíma lit­ið. „Skattar skapa hvata og ætla má að heim­ilin bregð­ist við mögu­legum breyt­ingum með því að draga úr los­un. Því má ætla að áhrifin verði óveru­leg til lengri tíma lit­ið.“

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent