Hundruð sækja um íbúðir Bjargs

Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

Mik­ill áhugi er meðal félags­manna aðild­ar­fé­laga BSRB og Alþýðu­sam­bands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúða­fé­lag mun leigja tekju­lágu fólki á vinnu­mark­aði. Í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist félag­inu, þar af 56 frá Akur­eyri og nágrenni.

Frá þessu er greint í frétt á vef­síðu BSR­B. 

Skrán­ing á biðlista hófst þann 15. maí síð­ast­lið­inn. „Allar umsóknir sem bár­ust fyrir lok júlí voru settar í pott og dregið um röð þeirra á biðlista. Þetta var gert til að gæta jafn­ræðis þar sem reiknað var með að ein­hvern tíma myndi taka að koma upp­lýs­ingum um að opnað hefði verið fyrir umsóknir til félaga í aðild­ar­fé­lögum BSRB og ASÍ,“ segir í frétt­inni.

Auglýsing

Leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd

Á vef­síðu íbúð­ar­fé­lags­ins kemur fram að Bjarg sé sjálfs­eign­ar­stofnun sem rekin sé án hagn­að­ar­mark­miða. Félag­inu sé ætlað að tryggja tekju­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að öruggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um sé að ræða svokölluð leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd. 

Bjarg starfar sam­kvæmt lögum um almennar íbúð­ir. Í lög­unum eru til­greind tekju- og eigna­mörk ásamt við­miði um greiðslu­byrði leigu. Þá þurfa umsækj­endur að vera félags­menn stétt­ar­fé­lags innan ASÍ eða BSRB.

Búið að draga um röð umsækj­enda

Í frétt BSRB segir að nú hafi verið dregið um röð umsækj­end­anna 818 á biðlist­anum og geti þeir sem sóttu um séð hvar þeir standa með því að fara inn á vef Bjargs og skoða „mínar síð­ur­“. 

„Ein núm­era­röð er fyrir alla óháð íbúð­ar­teg­und eða stað­setn­ingu. Áfram er hægt að skrá sig á biðlist­ann og er skrán­ingum raðað upp í þeirri röð sem þær ber­ast og virkj­ast þegar greiðsla stað­fest­ing­ar­gjalds hefur verið innt af hendi.

Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla aðila á biðlista með nán­ari upp­lýs­ing­um. Ef ein­stak­lingur sem er á biðlista hefur áhuga á til­tek­inni stað­setn­ingu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækj­andi sem upp­fyllir öll skil­yrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista, að teknu til­liti til for­gangs. Sótt er um ákveðna íbúð­ar­teg­und eða íbúð­ar­stærð sem hentar út frá fjöl­skyldu­stærð og í til­teknu húsi. Ekki er hægt að sækja um ákveðnar íbúðir sér­stak­lega,“ segir í frétt­inni.

Stefnt á að afhenda 1. júlí á næsta ári

Bjarg hefur þegar hafið fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu íbúða­kjarna á tveimur stöðum innan Reykja­vík­ur, í Spöng í Graf­ar­vogi og í Úlf­arsár­dal. Öll vinna er á áætlun og er reiknað er með þeir sem eru á biðlista geti sótt um fyrstu íbúð­irnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sept­em­ber næst­kom­andi. Afhend­ing íbúða til leigu­taka gæti haf­ist 1. júlí 2019.

Fleiri fram­kvæmdir eru í und­ir­bún­ingi hjá félag­inu víða um land, og eru alls 815 íbúðir annað hvort á und­ir­bún­ings- eða fram­kvæmda­stigi, segir á síðu BSRB.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent