Hundruð sækja um íbúðir Bjargs

Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

Mik­ill áhugi er meðal félags­manna aðild­ar­fé­laga BSRB og Alþýðu­sam­bands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúða­fé­lag mun leigja tekju­lágu fólki á vinnu­mark­aði. Í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist félag­inu, þar af 56 frá Akur­eyri og nágrenni.

Frá þessu er greint í frétt á vef­síðu BSR­B. 

Skrán­ing á biðlista hófst þann 15. maí síð­ast­lið­inn. „Allar umsóknir sem bár­ust fyrir lok júlí voru settar í pott og dregið um röð þeirra á biðlista. Þetta var gert til að gæta jafn­ræðis þar sem reiknað var með að ein­hvern tíma myndi taka að koma upp­lýs­ingum um að opnað hefði verið fyrir umsóknir til félaga í aðild­ar­fé­lögum BSRB og ASÍ,“ segir í frétt­inni.

Auglýsing

Leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd

Á vef­síðu íbúð­ar­fé­lags­ins kemur fram að Bjarg sé sjálfs­eign­ar­stofnun sem rekin sé án hagn­að­ar­mark­miða. Félag­inu sé ætlað að tryggja tekju­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að öruggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um sé að ræða svokölluð leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd. 

Bjarg starfar sam­kvæmt lögum um almennar íbúð­ir. Í lög­unum eru til­greind tekju- og eigna­mörk ásamt við­miði um greiðslu­byrði leigu. Þá þurfa umsækj­endur að vera félags­menn stétt­ar­fé­lags innan ASÍ eða BSRB.

Búið að draga um röð umsækj­enda

Í frétt BSRB segir að nú hafi verið dregið um röð umsækj­end­anna 818 á biðlist­anum og geti þeir sem sóttu um séð hvar þeir standa með því að fara inn á vef Bjargs og skoða „mínar síð­ur­“. 

„Ein núm­era­röð er fyrir alla óháð íbúð­ar­teg­und eða stað­setn­ingu. Áfram er hægt að skrá sig á biðlist­ann og er skrán­ingum raðað upp í þeirri röð sem þær ber­ast og virkj­ast þegar greiðsla stað­fest­ing­ar­gjalds hefur verið innt af hendi.

Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla aðila á biðlista með nán­ari upp­lýs­ing­um. Ef ein­stak­lingur sem er á biðlista hefur áhuga á til­tek­inni stað­setn­ingu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækj­andi sem upp­fyllir öll skil­yrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista, að teknu til­liti til for­gangs. Sótt er um ákveðna íbúð­ar­teg­und eða íbúð­ar­stærð sem hentar út frá fjöl­skyldu­stærð og í til­teknu húsi. Ekki er hægt að sækja um ákveðnar íbúðir sér­stak­lega,“ segir í frétt­inni.

Stefnt á að afhenda 1. júlí á næsta ári

Bjarg hefur þegar hafið fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu íbúða­kjarna á tveimur stöðum innan Reykja­vík­ur, í Spöng í Graf­ar­vogi og í Úlf­arsár­dal. Öll vinna er á áætlun og er reiknað er með þeir sem eru á biðlista geti sótt um fyrstu íbúð­irnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sept­em­ber næst­kom­andi. Afhend­ing íbúða til leigu­taka gæti haf­ist 1. júlí 2019.

Fleiri fram­kvæmdir eru í und­ir­bún­ingi hjá félag­inu víða um land, og eru alls 815 íbúðir annað hvort á und­ir­bún­ings- eða fram­kvæmda­stigi, segir á síðu BSRB.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent