Hundruð sækja um íbúðir Bjargs

Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

Mik­ill áhugi er meðal félags­manna aðild­ar­fé­laga BSRB og Alþýðu­sam­bands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúða­fé­lag mun leigja tekju­lágu fólki á vinnu­mark­aði. Í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist félag­inu, þar af 56 frá Akur­eyri og nágrenni.

Frá þessu er greint í frétt á vef­síðu BSR­B. 

Skrán­ing á biðlista hófst þann 15. maí síð­ast­lið­inn. „Allar umsóknir sem bár­ust fyrir lok júlí voru settar í pott og dregið um röð þeirra á biðlista. Þetta var gert til að gæta jafn­ræðis þar sem reiknað var með að ein­hvern tíma myndi taka að koma upp­lýs­ingum um að opnað hefði verið fyrir umsóknir til félaga í aðild­ar­fé­lögum BSRB og ASÍ,“ segir í frétt­inni.

Auglýsing

Leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd

Á vef­síðu íbúð­ar­fé­lags­ins kemur fram að Bjarg sé sjálfs­eign­ar­stofnun sem rekin sé án hagn­að­ar­mark­miða. Félag­inu sé ætlað að tryggja tekju­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að öruggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um sé að ræða svokölluð leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd. 

Bjarg starfar sam­kvæmt lögum um almennar íbúð­ir. Í lög­unum eru til­greind tekju- og eigna­mörk ásamt við­miði um greiðslu­byrði leigu. Þá þurfa umsækj­endur að vera félags­menn stétt­ar­fé­lags innan ASÍ eða BSRB.

Búið að draga um röð umsækj­enda

Í frétt BSRB segir að nú hafi verið dregið um röð umsækj­end­anna 818 á biðlist­anum og geti þeir sem sóttu um séð hvar þeir standa með því að fara inn á vef Bjargs og skoða „mínar síð­ur­“. 

„Ein núm­era­röð er fyrir alla óháð íbúð­ar­teg­und eða stað­setn­ingu. Áfram er hægt að skrá sig á biðlist­ann og er skrán­ingum raðað upp í þeirri röð sem þær ber­ast og virkj­ast þegar greiðsla stað­fest­ing­ar­gjalds hefur verið innt af hendi.

Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla aðila á biðlista með nán­ari upp­lýs­ing­um. Ef ein­stak­lingur sem er á biðlista hefur áhuga á til­tek­inni stað­setn­ingu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækj­andi sem upp­fyllir öll skil­yrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista, að teknu til­liti til for­gangs. Sótt er um ákveðna íbúð­ar­teg­und eða íbúð­ar­stærð sem hentar út frá fjöl­skyldu­stærð og í til­teknu húsi. Ekki er hægt að sækja um ákveðnar íbúðir sér­stak­lega,“ segir í frétt­inni.

Stefnt á að afhenda 1. júlí á næsta ári

Bjarg hefur þegar hafið fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu íbúða­kjarna á tveimur stöðum innan Reykja­vík­ur, í Spöng í Graf­ar­vogi og í Úlf­arsár­dal. Öll vinna er á áætlun og er reiknað er með þeir sem eru á biðlista geti sótt um fyrstu íbúð­irnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sept­em­ber næst­kom­andi. Afhend­ing íbúða til leigu­taka gæti haf­ist 1. júlí 2019.

Fleiri fram­kvæmdir eru í und­ir­bún­ingi hjá félag­inu víða um land, og eru alls 815 íbúðir annað hvort á und­ir­bún­ings- eða fram­kvæmda­stigi, segir á síðu BSRB.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent