Hundruð sækja um íbúðir Bjargs

Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

Mik­ill áhugi er meðal félags­manna aðild­ar­fé­laga BSRB og Alþýðu­sam­bands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúða­fé­lag mun leigja tekju­lágu fólki á vinnu­mark­aði. Í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist félag­inu, þar af 56 frá Akur­eyri og nágrenni.

Frá þessu er greint í frétt á vef­síðu BSR­B. 

Skrán­ing á biðlista hófst þann 15. maí síð­ast­lið­inn. „Allar umsóknir sem bár­ust fyrir lok júlí voru settar í pott og dregið um röð þeirra á biðlista. Þetta var gert til að gæta jafn­ræðis þar sem reiknað var með að ein­hvern tíma myndi taka að koma upp­lýs­ingum um að opnað hefði verið fyrir umsóknir til félaga í aðild­ar­fé­lögum BSRB og ASÍ,“ segir í frétt­inni.

Auglýsing

Leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd

Á vef­síðu íbúð­ar­fé­lags­ins kemur fram að Bjarg sé sjálfs­eign­ar­stofnun sem rekin sé án hagn­að­ar­mark­miða. Félag­inu sé ætlað að tryggja tekju­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að öruggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um sé að ræða svokölluð leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd. 

Bjarg starfar sam­kvæmt lögum um almennar íbúð­ir. Í lög­unum eru til­greind tekju- og eigna­mörk ásamt við­miði um greiðslu­byrði leigu. Þá þurfa umsækj­endur að vera félags­menn stétt­ar­fé­lags innan ASÍ eða BSRB.

Búið að draga um röð umsækj­enda

Í frétt BSRB segir að nú hafi verið dregið um röð umsækj­end­anna 818 á biðlist­anum og geti þeir sem sóttu um séð hvar þeir standa með því að fara inn á vef Bjargs og skoða „mínar síð­ur­“. 

„Ein núm­era­röð er fyrir alla óháð íbúð­ar­teg­und eða stað­setn­ingu. Áfram er hægt að skrá sig á biðlist­ann og er skrán­ingum raðað upp í þeirri röð sem þær ber­ast og virkj­ast þegar greiðsla stað­fest­ing­ar­gjalds hefur verið innt af hendi.

Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla aðila á biðlista með nán­ari upp­lýs­ing­um. Ef ein­stak­lingur sem er á biðlista hefur áhuga á til­tek­inni stað­setn­ingu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækj­andi sem upp­fyllir öll skil­yrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista, að teknu til­liti til for­gangs. Sótt er um ákveðna íbúð­ar­teg­und eða íbúð­ar­stærð sem hentar út frá fjöl­skyldu­stærð og í til­teknu húsi. Ekki er hægt að sækja um ákveðnar íbúðir sér­stak­lega,“ segir í frétt­inni.

Stefnt á að afhenda 1. júlí á næsta ári

Bjarg hefur þegar hafið fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu íbúða­kjarna á tveimur stöðum innan Reykja­vík­ur, í Spöng í Graf­ar­vogi og í Úlf­arsár­dal. Öll vinna er á áætlun og er reiknað er með þeir sem eru á biðlista geti sótt um fyrstu íbúð­irnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sept­em­ber næst­kom­andi. Afhend­ing íbúða til leigu­taka gæti haf­ist 1. júlí 2019.

Fleiri fram­kvæmdir eru í und­ir­bún­ingi hjá félag­inu víða um land, og eru alls 815 íbúðir annað hvort á und­ir­bún­ings- eða fram­kvæmda­stigi, segir á síðu BSRB.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent