Kosningastjóri Trumps dæmdur og lögmaðurinn játar lögbrot

Óhætt er að segja að innstri hringur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé nú í vanda.

Paul Manafort
Auglýsing

Paul Mana­fort, sem var kosn­inga­stjóri Don­alds Trumps um tíma, var í gær sak­­felld­ur fyr­ir skattsvik, banka­­svik og fyr­ir að hafa ekki greint frá inn­i­­stæðum leyni­legra félaga í skatta­skjól­u­m. 

Fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum túlka dómin sem sig­ur fyr­ir sér­­stak­an sak­­sókn­­ara, Robert S. Mu­ell­er, og starfs­­menn hans. 

Þeir ákærðu Mana­­fort fyr­ir að fela millj­­ón­ir Banda­­ríkja­dala á af­l­ands­­reikn­ing­um til þess að forð­ast skatta og að hafa logið ít­rekað til þess að geta fengið 20 millj­­ón­ir doll­­ara að láni hjá fjár­­­mála­­stofn­un­­um.

Auglýsing

Ákær­an gegn Mana­­fort var í 18 liðum og var hann dæmd­ur fyr­ir 8, en kvið­dóm­­ur­inn gat ekki kom­ist að nið­ur­­­stöðu í 10 lið­um.

Michael Cohen, er í miklum vandræðum.

Cohen líka

Fyrr­ver­andi lög­maður Trumps, Mich­ael Cohen, ját­aði síðan í gær á sig um­fangs­­mik­il fjár- og skatt­svik. Hann hef­ur und­an­farið ver­ið til rann­­sókn­ar vegna mög­u­­legra skattsvika og fleiri svika við fjár­­­mála­­stofn­an­ir, og hefur sekt hans nú verið sönnuð og við­ur­kennd. 

Tengd­ist hún meðal ann­ars 20 millj­óna Banda­ríkja­dala lán­veit­ingum til fjöl­skyldu­rekst­urs has, á sviði leigu­bíla­starf­sem­i. 

Hann sagð­ist enn fremur hafa greitt tveim­ur kon­um að beiðni Trumps Banda­ríkja­for­seta, til að tryggja að þær myndu ekki tala um sam­­band sitt við for­­set­ann. 

Cohen sagði að greiðsl­urn­ar hefðu átt að hafa áhrif á for­­seta­­kosn­­ing­­arn­ar 2016. Þetta er brot á lögum um fjár­mögnun kos­inga­bar­áttu, og segir á vef CNN að margir telji Trump sjálfan nú vera í vand­ræð­um. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn, hvað þetta varð­ar, en Trump hefur enn ekki tjáð sig um þessi mál.

Ann­arri kon­unni greiddi Cohen 150 þús­und Banda­ríkja­dali en hinni, klám­mynda­leikkon­unni Stor­my Dani­els, greiddi hann 130 þús­und Banda­ríkja­dali. Var það gert til að Dani­els þegði um sam­­band henn­ar og Trump sem varði í stutt­an tíma, á meðan hann var kvænt Mel­aniu Trump, eig­in­konu sinni og for­seta­frú. 

Dani­els steig fram fyrr á árinu og sagði að sér hefði verið hótað ef hún myndi tjá sig um sam­bandið við for­set­ann, en hún gerði það samt, og leiddi það meðal ann­ars til þess að rann­sókn hófst á Cohen. Var hús­leit fram­kvæmd á skrif­stofu hans í apríl og hefur rann­sókn staðið yfir síð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent