Tæplega 300 milljóna tap Morgunblaðsins

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt um þessar mundir og það bitnar á rekstri Morgunblaðsins, segir framkvæmdastjóri Árvakurs.

Morgunblaðið
Auglýsing

Rekstur Árvak­urs hf., útgef­anda Morg­un­blaðs­ins, mbl.is og K100, ­þyngd­ist veru­lega árið 2017 frá­ ­fyrra ári og nam heild­ar­tap árs­ins 284 millj­ónum króna. 

Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag og segir Har­aldur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, að rekstr­ar­um­hverfið sé erfitt og að það bitni á rekstr­in­um. „Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að rekstur einka­rek­inna íslenskra fjöl­miðla er erf­iður um þessar mundir og hefur raunar verið miss­erum saman eins og sést af umræð­unni á vett­vangi rík­is­valds­ins að laga rekstr­ar­um­hverfi þeirra. Árvakur hefur ekki farið var­hluta af þessu og eru skýr­ing­arnar nokkr­ar. Sam­keppnin við Rík­is­út­varpið hefur farið harðn­andi vegna auk­inna umsvifa þess, einkum á aug­lýs­inga­mark­aði. Erlend sam­keppni hefur einnig harðnað mjög og þar keppa inn­lendir miðlar við erlenda miðla sem búa við allt aðrar aðstæð­ur, svo sem í skatta­legu til­liti og í tæki­færum til aug­lýs­inga­sölu. Enn­fremur hefur launa­kostn­aður hér á landi hækkað ört og fyrir fyr­ir­tæki þar sem sá liður vegur lang­sam­lega þyngst í rekstr­in­um, þá er óhjá­kvæmi­legt að það hafi veru­leg áhrif. Hluti af tapi síð­asta árs stafar þó einnig af því að við erum að byggja upp nýja starf­semi og sú upp­bygg­ing hefur kostað tölu­vert fé, en við gerum ráð fyrir að hún muni skila sér í auknum tekj­um, meiri hag­kvæmni og jákvæðri afkomu,“ segir Har­aldur í frétt Morg­un­blaðs­ins.

Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna en var 48 millj­ón­ir árið áður. Versn­andi afkoma skýrist af því að þrátt fyrir að tekj­ur hafi auk­ist um rúm 3% og numið 3,7 millj­örðum þá juk­ust gjöld um tæp 9% og námu 3,9 millj­örð­u­m króna. Afkoma fyrir fjár­magnslið­i, skatta og afskriftir var nei­kvæð um 93 millj­ónir króna, en var jákvæð um 99 millj­ónir ári fyrr. 

Auglýsing

Tap árs­ins nam 284 millj­ónum króna en árið 2016 var tapið 50 millj­ón­ir. Eig­in­fjár­staða er eftir sem áður­ ­sterk og var eig­in­fjár­hlut­fallið 39% um ára­mót, að því er segir í frétt Morg­un­blaðs­ins.

Millj­arða­tap og afskriftir skulda

Árvak­­ur, sem rekur Morg­un­­blað­ið, mbl.is, Edd­u-­út­­­gáfu og útvarps­­­stöð­ina K100 tap­aði 49,7 millj­­ónum króna á árinu 2016. Því rúm­­lega fimm­fald­að­ist tapið á milli ára. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 hefur félagið tapað tæp­­lega 1,8 millj­­örðum króna, að með­­­töldu tap­inu sem fram kemur í árs­­reikn­ingi Hlyns A ehf.. Tap hefur verið á rekstri Árvak­­urs öll árin frá því að eig­enda­­skiptin urðu utan þess að Árvakur skil­aði sex millj­­óna króna hagn­aði árið 2013. Mest var tapið á árunum 2009-2011, en eftir það virt­ist rekst­­ur­inn vera að ná jafn­­vægi að nýju á árunum 2012-2014. Tapið hefur hins vegar auk­ist mikið á síð­­­ustu þremur árum og nam tæpum hálfum millj­­arði króna frá árs­­byrjun 2015 til síð­­­ustu ára­­móta. Hlut­hafar Árvak­­urs hafa sett inn rúm­­lega 1,4 millj­­arða króna hið minnsta í nýtt hlutafé á þeim tíma.

Við­­skipta­­banki Árvak­­urs, Íslands­­­banki, hefur afskrifað um 4,5 millj­­arða króna af skuldum félags­­ins frá árinu 2009. Þorri þeirra afskrifta átti sér stað í aðdrag­anda þess að félagið var selt nýjum eig­enda­hópi á því ári. Síð­­­ari lota afskrifta átti sér svo stað árið 2011 og var upp á einn millj­­arð króna.

Þrátt fyrir mik­inn tap­­rekstur hefur Ávakur verið í sókn og leitað inn á nýjar fjöl­miðla­­lend­­ur. Félagið keypti útvarps­­­­­­­stöð­ina K100 árið 2016 og hefur fjár­­­fest umtals­vert í upp­­­bygg­ingu henn­­ar, meðal ann­­ars með því að ráða lands­þekkta fjöl­miðla­­menn á borð við Loga Berg­­mann Eiðs­­son, Frið­­riku Geir­s­dóttur og Rúnar Frey Gísla­­son til að sinna dag­­skrár­­gerð. K100 mælist með 3,8 pró­­sent hlust­­un­­ar­hlut­­deild hjá lands­­mönnum á aldr­inum 12-80 ára sam­­kvæmt nýj­­ustu mæl­ingum Gallup. Vin­­sæl­­ustu útvarps­­­stöðvar lands­ins, Bylgjan og Rás 2, eru með ann­­ars vegar 29,5 pró­­sent hlut­­deild og hins vegar 29 pró­­sent.

Eyþór Arn­alds stór eig­andi

Í apríl í fyrra var til­­­kynnt að Eyþór Arn­alds, nú odd­viti Sjálf­­stæð­is­­manna í borg­­ar­­stjórn Reykja­vík­­­ur, hefði keypt 26,6 pró­­­sent hlut í Árvakri. Um væri að ræða allan hlut Sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ris­ans Sam­herja, hlut Síld­­­ar­vinnsl­unnar og Vísis hf. Fyrir þann tíma höfðu fyr­ir­tæki tengd sjá­v­­­ar­út­­­vegi, beint og óbeint, verið eig­endur að um 96 pró­­sent í félag­inu. Eyþór hefur sagt að hlut­­ur­inn sé til sölu ef að kaup­andi finnst að hon­­um.

Upp­­­lýs­ingar um eign­­­ar­hald Þór­s­­merk­­ur, eig­anda Árvak­­­urs, voru upp­­­­­færðar á heima­­­síðu Fjöl­miðla­­­nefndar í sept­­em­ber 2017 líkt og lög gera ráð fyr­­­ir. Þá hafði verið tekið til­­lit til 200 millj­­óna króna hluta­fjár­­aukn­ingar sem átt hafði sér stað í fyrra. Í Frétta­­blað­inu í fyrra var greint frá því að Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga hefði lagt til mest af þeim pen­ingum sem lagðir voru til við­­­­bótar í félagið og við það minn­k­aði hlutur Ram­­­ses II, félags í eigu Eyþórs Arn­alds, um nærri tvö pró­­­­sent­u­­­­stig, og er nú 22,87 pró­­­­sent. Kaup­­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga á nú 15,84 pró­­­­sent í Þór­s­­­­mörk í gegnum félagið Íslenskar sjá­v­­­­­ar­af­­­­urð­­­ir.

Félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­­sent hlut og áður­­­nefnt félag, Hlynur A, í eigu Guð­­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­­ur, aðal­­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,45 pró­­­sent hlut.  Hlynur A mat eign­­ar­hlut sinn í Þór­s­­mörk á 177,7 millj­­ónir króna í lok árs 2016 en mat eign­­ar­hlut­inn á 135 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót. Það þýðir að heild­­ar­virði Þór­s­­merk­­ur, og þar af leið­andi Árvak­­urs, hefur farið úr um 1.080 millj­­ónum króna í 820 millj­­ónir króna á einu ári.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent