Samkeppniseftirlitið heimilar kaup á Olís með skilyrðum

Félagið Hagar þarf að selja eignir, meðal annars verslanir og bensínstöðvar, til að uppfylla skilyrði Samkeppniseftirlitsins.

hagar.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur í dag heim­ilað kaup Haga hf. á Olíu­verzlun Íslands hf. (Olís) og fast­eigna­fé­lag­inu DGV hf. Sam­run­inn er háður skil­yrðum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið og sam­runa­að­ilar hafa gert sátt um. Þannig skuld­binda Hagar sig til aðgerða til þess að bregð­ast við þeirri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­ars leiða til.

Þetta kemur fram í ítar­legri frétta­til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna máls­ins.

„Rann­sókn máls­ins leiddi í ljós að sam­run­inn, án skil­yrða, væri til þess fall­inn að raska sam­keppni með umtals­verðum hætti. Nánar til­tekið var það mat eft­ir­lits­ins að sam­run­inn myndi styrkja mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga á dag­vöru­mark­aði, leiða til stað­bund­innar rösk­unar á sam­keppni á til­teknum lands­svæð­um, hafa skað­leg áhrif á heild­sölu- og birgða­stigi og hafa í för með sér aukin og skað­leg eigna­tengsl á milli keppi­nauta á bæði elds­neyt­is- og dag­vöru­mark­að­i,“ segir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Með sátt­inni skuld­binda sam­runa­að­ilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka sam­keppni á elds­neyt­is- og dag­vöru­mörk­uðum og bregð­ast við fram­an­greindri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­ars leiða til.

Nánar til­tekið skuld­binda Hagar sig m.a. til eft­ir­far­andi aðgerða:

„1.    ­Sala dag­vöru­versl­ana: Hagar skuld­binda sig til að selja frá sér þrjár dag­vöru­versl­an­ir, þ.e. versl­anir Bón­uss að Hall­veig­ar­stíg, Smiðju­vegi og í Faxa­feni. Með söl­unni er m.a. brugð­ist við þeirri nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­run­inn styrki mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga á dag­vöru­mark­aði.

2.    ­Sala elds­neyt­is­stöðva: Hagar skuld­binda sig til að selja fimm elds­neyt­is­stöðvar (tvær þjón­ustu­stöðvar og þrjár sjálfs­af­greiðslu­stöðv­ar), sem nú eru reknar undir merkjum Olís og ÓB. Með söl­unni er m.a. brugð­ist við þeim skað­legum áhrifum sem sam­run­inn felur í sér vegna auk­inna eigna­tengsla á milli keppi­nauta á elds­neyt­is­mark­aði, sbr. einnig 6. tl. hér að neð­an.

3.    ­Sala dag­vöru­sölu Olís í Stykk­is­hólmi og sama dag­vöru­verð hjá Olís um allt land: Til þess að bregð­ast við skað­legum stað­bundnum áhrifum sam­run­ans á dag­vöru­mark­aði á til­teknum lands­svæðum skuld­binda sam­runa­að­ilar sig ann­ars vegar til þess að hafa sama verð á dag­vöru á elds­neyt­is­stöðvum sínum um land allt og hins vegar til þess að selja rekstur og eignir Olís versl­un­ar­innar Aðal­götu 2 Stykk­is­hólmi sem tengj­ast dag­vöru­sölu.

4.    ­Bann við fram­kvæmd sam­run­ans: Við rann­sókn máls­ins leit­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið ýmissa upp­lýs­inga og sjón­ar­miða vegna mats á til­lögum Haga að skil­yrð­um. Leiddi sú rann­sókn til þeirrar nið­ur­stöðu að vafi væri um hvort til­lögur Haga væru full­nægj­andi. Nánar til­tekið er um ræða vafa um sölu fram­boð­inna eigna til aðila sem upp­fylla skil­yrði sátt­ar­innar um hæfi kaup­enda (13. gr.). Af þeim sökum er heim­ild til að fram­kvæma sam­run­ann háð því skil­yrði að hæfur kaup­andi finn­ist að fram­boðnum eign­um. Slíkt skil­yrði er þekkt leið í sam­keppn­is­rétti til þess að bregð­ast við vafa um sölu­væn­leika fram­boð­inna eigna (e. Up-front buyer).

Fram­an­greint þýðir með öðrum orðum að Högum er óheim­ilt að taka yfir eignir Olís fyrr enn liggja fyrir samn­ingar við öfl­uga kaup­endur sem upp­fylla skil­yrði sem sett eru í sátt­inni.

5.    ­Aukið aðgengi end­ur­selj­enda að heild­sölu elds­neytis og aukið aðgengi að þjón­ustu Olíu­dreif­ingar hf. (ODR): Hagar skuld­binda sig til þess að selja nýjum end­ur­selj­endum sem eftir því leita allar teg­undir elds­neytis í heild­sölu á við­skipta­legum grunni, með nánar til­greindum skil­mál­um. Er Högum skylt að gæta jafn­ræðis og hlut­lægni gagn­vart þeim sem kaupa elds­neyti í heild­sölu. (Sjá nánar V. kafla sátt­ar­inn­ar.) Jafn­framt skuld­binda Hagar sig til þess, sem annar aðal­eig­enda ODR, að grípa til til­tek­inna aðgerða til þess að tryggja að öll þjón­usta ODR tengd elds­neyti sé veitt þeim aðilum sem eftir henni óska án mis­mun­unar og á sann­gjörnum og eðli­legum kjörum (Sjá nánar VI. kafla sátt­ar­inn­ar.)

Með þessum aðgerðum er brugð­ist við sam­keppn­is­röskun sem leiðir af sam­þætt­ingu elds­neyt­is- og dag­vöru­fyr­ir­tækja, þ.e. milli Haga og Olís, og rudd braut fyrir virk­ari sam­keppni á elds­neyt­is­mark­aði.

Skil­yrðin varð­andi ODR eru tengd þeim skil­yrðum sem sett voru með sátt Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við N1 hf. vegna sam­runa félags­ins við Festi hf. Gangi báðir sam­run­arnir eftir skuld­binda fyr­ir­tækin sem eig­endur ODR sig til þess að opna aðgengi fyrir þriðju aðila að þjón­ustu ODR.

6.    ­Sam­keppn­is­legt sjálf­stæði Haga: Hagar skuld­binda sig til þess að grípa til til­tek­inna aðgerða til þess að tryggja sam­keppn­is­legt sjálf­stæði Haga, s.s. sjálf­stæði stjórnar og lyk­il­starfs­manna, aðskilnað hags­muna og til­tekið verk­lag sem miðar að þessu. (Sjá nánar VII. kafla sátt­ar­inn­ar.)

Með þessum aðgerðum er m.a. brugð­ist við skað­legum áhrifum eigna­tengsla á dag­vöru- og elds­neyt­is­mark­aði, en sem kunn­ugt er eiga sömu aðilar veru­lega eign­ar­hluti í fleiri en einum keppi­naut á þessum mörk­uð­um.

Í sátt­inni er boð­að, til við­bótar þessum aðgerð­um, að Sam­keppn­is­eft­ir­litið muni eiga frek­ari við­ræður við stærstu hlut­hafa Haga sem jafn­framt eiga umtals­verða eign­ar­hluti í keppi­nautum og taka nán­ari afstöðu til þess hvort þörf sé íhlut­unar gagn­vart þeim, á grund­velli c-liðar 1. mgr. 16. gr. sam­keppn­islaga, með hlið­sjón af fram­kvæmd sátt­ar­inn­ar.

Til við­bótar fram­an­greindu hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið gert sátt við FISK-­Seafood ehf. og móð­ur­fé­lag þess Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) um að FISK-­Seafood selji eign­ar­hlut sinn í sam­ein­uðu félaga niður undir ákveðið mark í kjöl­far sam­run­ans, gangi hann eft­ir. Ástæða þess­ara skuld­bind­inga er að bregð­ast við eigna­tengslum á milli KS og Haga í kjöl­far sam­run­ans en KS er bæði keppi­nautur Haga og mik­il­vægur birgi félags­ins.

7.    ­Eft­ir­lit og umsjón óháðs aðila: Á grund­velli sátt­ar­innar verður óháður kunn­áttu­maður skip­aður sem ætlað er að fylgja eftir og hafa eft­ir­lit með þeim aðgerðum og fyr­ir­mælum sem kveðið er á um í sátt­inni. (Sjá nánar VIII. kafla sátt­ar­inn­ar.),“ segir í til­kynn­ing­unni.

 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent