Samkeppniseftirlitið heimilar kaup á Olís með skilyrðum

Félagið Hagar þarf að selja eignir, meðal annars verslanir og bensínstöðvar, til að uppfylla skilyrði Samkeppniseftirlitsins.

hagar.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur í dag heim­ilað kaup Haga hf. á Olíu­verzlun Íslands hf. (Olís) og fast­eigna­fé­lag­inu DGV hf. Sam­run­inn er háður skil­yrðum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið og sam­runa­að­ilar hafa gert sátt um. Þannig skuld­binda Hagar sig til aðgerða til þess að bregð­ast við þeirri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­ars leiða til.

Þetta kemur fram í ítar­legri frétta­til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna máls­ins.

„Rann­sókn máls­ins leiddi í ljós að sam­run­inn, án skil­yrða, væri til þess fall­inn að raska sam­keppni með umtals­verðum hætti. Nánar til­tekið var það mat eft­ir­lits­ins að sam­run­inn myndi styrkja mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga á dag­vöru­mark­aði, leiða til stað­bund­innar rösk­unar á sam­keppni á til­teknum lands­svæð­um, hafa skað­leg áhrif á heild­sölu- og birgða­stigi og hafa í för með sér aukin og skað­leg eigna­tengsl á milli keppi­nauta á bæði elds­neyt­is- og dag­vöru­mark­að­i,“ segir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Með sátt­inni skuld­binda sam­runa­að­ilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka sam­keppni á elds­neyt­is- og dag­vöru­mörk­uðum og bregð­ast við fram­an­greindri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­ars leiða til.

Nánar til­tekið skuld­binda Hagar sig m.a. til eft­ir­far­andi aðgerða:

„1.    ­Sala dag­vöru­versl­ana: Hagar skuld­binda sig til að selja frá sér þrjár dag­vöru­versl­an­ir, þ.e. versl­anir Bón­uss að Hall­veig­ar­stíg, Smiðju­vegi og í Faxa­feni. Með söl­unni er m.a. brugð­ist við þeirri nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­run­inn styrki mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga á dag­vöru­mark­aði.

2.    ­Sala elds­neyt­is­stöðva: Hagar skuld­binda sig til að selja fimm elds­neyt­is­stöðvar (tvær þjón­ustu­stöðvar og þrjár sjálfs­af­greiðslu­stöðv­ar), sem nú eru reknar undir merkjum Olís og ÓB. Með söl­unni er m.a. brugð­ist við þeim skað­legum áhrifum sem sam­run­inn felur í sér vegna auk­inna eigna­tengsla á milli keppi­nauta á elds­neyt­is­mark­aði, sbr. einnig 6. tl. hér að neð­an.

3.    ­Sala dag­vöru­sölu Olís í Stykk­is­hólmi og sama dag­vöru­verð hjá Olís um allt land: Til þess að bregð­ast við skað­legum stað­bundnum áhrifum sam­run­ans á dag­vöru­mark­aði á til­teknum lands­svæðum skuld­binda sam­runa­að­ilar sig ann­ars vegar til þess að hafa sama verð á dag­vöru á elds­neyt­is­stöðvum sínum um land allt og hins vegar til þess að selja rekstur og eignir Olís versl­un­ar­innar Aðal­götu 2 Stykk­is­hólmi sem tengj­ast dag­vöru­sölu.

4.    ­Bann við fram­kvæmd sam­run­ans: Við rann­sókn máls­ins leit­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið ýmissa upp­lýs­inga og sjón­ar­miða vegna mats á til­lögum Haga að skil­yrð­um. Leiddi sú rann­sókn til þeirrar nið­ur­stöðu að vafi væri um hvort til­lögur Haga væru full­nægj­andi. Nánar til­tekið er um ræða vafa um sölu fram­boð­inna eigna til aðila sem upp­fylla skil­yrði sátt­ar­innar um hæfi kaup­enda (13. gr.). Af þeim sökum er heim­ild til að fram­kvæma sam­run­ann háð því skil­yrði að hæfur kaup­andi finn­ist að fram­boðnum eign­um. Slíkt skil­yrði er þekkt leið í sam­keppn­is­rétti til þess að bregð­ast við vafa um sölu­væn­leika fram­boð­inna eigna (e. Up-front buyer).

Fram­an­greint þýðir með öðrum orðum að Högum er óheim­ilt að taka yfir eignir Olís fyrr enn liggja fyrir samn­ingar við öfl­uga kaup­endur sem upp­fylla skil­yrði sem sett eru í sátt­inni.

5.    ­Aukið aðgengi end­ur­selj­enda að heild­sölu elds­neytis og aukið aðgengi að þjón­ustu Olíu­dreif­ingar hf. (ODR): Hagar skuld­binda sig til þess að selja nýjum end­ur­selj­endum sem eftir því leita allar teg­undir elds­neytis í heild­sölu á við­skipta­legum grunni, með nánar til­greindum skil­mál­um. Er Högum skylt að gæta jafn­ræðis og hlut­lægni gagn­vart þeim sem kaupa elds­neyti í heild­sölu. (Sjá nánar V. kafla sátt­ar­inn­ar.) Jafn­framt skuld­binda Hagar sig til þess, sem annar aðal­eig­enda ODR, að grípa til til­tek­inna aðgerða til þess að tryggja að öll þjón­usta ODR tengd elds­neyti sé veitt þeim aðilum sem eftir henni óska án mis­mun­unar og á sann­gjörnum og eðli­legum kjörum (Sjá nánar VI. kafla sátt­ar­inn­ar.)

Með þessum aðgerðum er brugð­ist við sam­keppn­is­röskun sem leiðir af sam­þætt­ingu elds­neyt­is- og dag­vöru­fyr­ir­tækja, þ.e. milli Haga og Olís, og rudd braut fyrir virk­ari sam­keppni á elds­neyt­is­mark­aði.

Skil­yrðin varð­andi ODR eru tengd þeim skil­yrðum sem sett voru með sátt Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við N1 hf. vegna sam­runa félags­ins við Festi hf. Gangi báðir sam­run­arnir eftir skuld­binda fyr­ir­tækin sem eig­endur ODR sig til þess að opna aðgengi fyrir þriðju aðila að þjón­ustu ODR.

6.    ­Sam­keppn­is­legt sjálf­stæði Haga: Hagar skuld­binda sig til þess að grípa til til­tek­inna aðgerða til þess að tryggja sam­keppn­is­legt sjálf­stæði Haga, s.s. sjálf­stæði stjórnar og lyk­il­starfs­manna, aðskilnað hags­muna og til­tekið verk­lag sem miðar að þessu. (Sjá nánar VII. kafla sátt­ar­inn­ar.)

Með þessum aðgerðum er m.a. brugð­ist við skað­legum áhrifum eigna­tengsla á dag­vöru- og elds­neyt­is­mark­aði, en sem kunn­ugt er eiga sömu aðilar veru­lega eign­ar­hluti í fleiri en einum keppi­naut á þessum mörk­uð­um.

Í sátt­inni er boð­að, til við­bótar þessum aðgerð­um, að Sam­keppn­is­eft­ir­litið muni eiga frek­ari við­ræður við stærstu hlut­hafa Haga sem jafn­framt eiga umtals­verða eign­ar­hluti í keppi­nautum og taka nán­ari afstöðu til þess hvort þörf sé íhlut­unar gagn­vart þeim, á grund­velli c-liðar 1. mgr. 16. gr. sam­keppn­islaga, með hlið­sjón af fram­kvæmd sátt­ar­inn­ar.

Til við­bótar fram­an­greindu hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið gert sátt við FISK-­Seafood ehf. og móð­ur­fé­lag þess Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) um að FISK-­Seafood selji eign­ar­hlut sinn í sam­ein­uðu félaga niður undir ákveðið mark í kjöl­far sam­run­ans, gangi hann eft­ir. Ástæða þess­ara skuld­bind­inga er að bregð­ast við eigna­tengslum á milli KS og Haga í kjöl­far sam­run­ans en KS er bæði keppi­nautur Haga og mik­il­vægur birgi félags­ins.

7.    ­Eft­ir­lit og umsjón óháðs aðila: Á grund­velli sátt­ar­innar verður óháður kunn­áttu­maður skip­aður sem ætlað er að fylgja eftir og hafa eft­ir­lit með þeim aðgerðum og fyr­ir­mælum sem kveðið er á um í sátt­inni. (Sjá nánar VIII. kafla sátt­ar­inn­ar.),“ segir í til­kynn­ing­unni.

 

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent