Katrín: Við eigum að sækja fram með því að rækta hugvitið

Forsætisráðherra segir fjölbreytileikann þurfa að þrífast í íslensku samfélagi. Hún flutti stefnuræðu sína í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefn­urðu sinni í dag, að Íslend­ingar ættu að sækja fram með hug­vitið að vopni. Hún sagði fram­tíð Íslands bjarta með ungu kyn­slóð­ina í far­ar­broddi. „Við eigum að byggja á þeirri fjöl­breytni og þeim gildum lýð­ræðis og mann­rétt­inda sem við höfum haft í heiðri í þess­ari sögu allri. Og við eigum að sækja fram, sækja fram með því að rækta hug­vit­ið, skapa nýja þekk­ingu og tryggja að hér verði sam­held­ið, fjöl­breytt og kær­leiks­ríkt sam­fé­lag þar sem við lifum fram í sátt við umhverfið og tryggjum sterkan efna­hag og jöfn­uð,“ sagði Katrín. 

Lofts­lags­mál í fyr­ir­rúmi

Hún lagði enn fremur áherslu á það í ræðu sinni að rík­is­stjórn hennar hefði lofts­lags­málin í far­ar­broddi. Metn­að­ar­full áætlun væri komin fram sem yrði fylgt eftir af festu. „Rík­is­stjórnin kynnti í fyrra­dag fyrstu áfang­ana í metn­að­ar­fullri aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um. Eins og kunn­ugt er hafa orðið straum­hvörf í fjár­veit­ingum til umhverf­is­mála. Aðgerða­á­ætl­unin mun útfæra hvernig þessir fjár­munir verða nýtt­ir. Þar mun land­græðsla, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis verða fyr­ir­ferð­ar­mik­il. Annar stór áfangi eru orku­skipti í sam­göngum þar sem stór­á­tak verður í upp­bygg­ingu fyrir raf­bíla og raf­hjól og sett niður tíma­á­ætlun um að ekki verði fluttir inn nýir bílar sem ganga fyrir bens­íni eða olíu eftir 2030. Við Íslend­ingar höfum sett okkur það mark­mið að verða kolefn­is­hlut­laus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verk­efni. Ég sé fyrir mér að umhverf­is- og lofts­lags­mál verði eitt af flagg­skipum okkar utan­rík­is­stefnu, rétt eins og kynja­jafn­rétt­is­málin eru þegar orð­in, og Ísland, þó að við séum ekki stór, geti þar með haft áhrif til góðs í alþjóða­sam­fé­lag­in­u,“ sagði Katrín. 

Lægri vextir og betri kjör

Í ræð­unni ræddi hún enn fremur um stöðu banka­kerf­is­ins, og sagði að vinna væri nú í gangi við gerð Hvít­bókar um banka­kerf­ið, þar sem þyrið fjallað um ýmsar hliðar þess. Hún sagði end­ur­skoðun á fjár­mála­kerf­inu þurfa að mið­ast við það að kerfið þjóni almenn­ingi með hag­kvæmum hætti. „Hvít­bók um fjár­mála­kerfið kemur út í haust þar sem greint verður hvað hefur vel verið gert í þeim málum á und­an­förnum árum og hvað má betur gera. Hluti af því verk­efni er að greina kostn­að­inn í íslenska fjár­mála­kerf­inu en vís­bend­ingar eru um að hann sé meiri en til dæmis ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Mark­miðið er að hægt verði að lækka þann kostnað þannig að almenn­ingur fái notið lægri vaxta og betri kjara,“ sagði Katrín.

Auglýsing

280 stafir á Twitter

Hún gerði enn fremur traust á stjórn­málum að umtals­efni, og sagði það hafa hrapað niður við hrun­ið, og ólík­legt væri að það kæmi alfarið til baka aft­ur. Sam­fé­lagið hefði breyst mikið frá hruni, og þá ekki síst sam­skipti fólks. „Ljóst er að traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu dvín­aði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vax­andi án þess að jafn­ast á við það sem áður var. Lík­lega verður traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun. Sam­fé­lagið hefur breyst, upp­lýs­inga­streymi er með allt öðrum hætti og sam­fé­lags­miðlar hafa breytt stjórn­mála­um­ræðu með rót­tækum hætti. Við sem munum þá tíð þegar mestu skipti að kom­ast í kvöld­frétt­irnar með það sem sagt var um morg­un­inn, finnst þetta vera bylt­ing þar sem fréttir morg­uns­ins eru oft algjör­lega gleymdar um kvöld­ið. Þegar slík umskipti verða á miðlaum­hverf­inu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að mið­ill­inn sníði skila­boðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútím­an­um, jafn­vel á sviði alþjóða­sam­skipta, þar sem valda­mesti maður heims, sjálfur Banda­ríkja­for­seti, setur fram stefnu gagn­vart öðrum ríkjum með 280 bók­stöfum á twitt­er. Eins og við þekkjum úr sög­unni þá geta slík umskipti breytt miklu um valda­jafn­vægið í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Katrín.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent