Katrín: Við eigum að sækja fram með því að rækta hugvitið

Forsætisráðherra segir fjölbreytileikann þurfa að þrífast í íslensku samfélagi. Hún flutti stefnuræðu sína í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefn­urðu sinni í dag, að Íslend­ingar ættu að sækja fram með hug­vitið að vopni. Hún sagði fram­tíð Íslands bjarta með ungu kyn­slóð­ina í far­ar­broddi. „Við eigum að byggja á þeirri fjöl­breytni og þeim gildum lýð­ræðis og mann­rétt­inda sem við höfum haft í heiðri í þess­ari sögu allri. Og við eigum að sækja fram, sækja fram með því að rækta hug­vit­ið, skapa nýja þekk­ingu og tryggja að hér verði sam­held­ið, fjöl­breytt og kær­leiks­ríkt sam­fé­lag þar sem við lifum fram í sátt við umhverfið og tryggjum sterkan efna­hag og jöfn­uð,“ sagði Katrín. 

Lofts­lags­mál í fyr­ir­rúmi

Hún lagði enn fremur áherslu á það í ræðu sinni að rík­is­stjórn hennar hefði lofts­lags­málin í far­ar­broddi. Metn­að­ar­full áætlun væri komin fram sem yrði fylgt eftir af festu. „Rík­is­stjórnin kynnti í fyrra­dag fyrstu áfang­ana í metn­að­ar­fullri aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um. Eins og kunn­ugt er hafa orðið straum­hvörf í fjár­veit­ingum til umhverf­is­mála. Aðgerða­á­ætl­unin mun útfæra hvernig þessir fjár­munir verða nýtt­ir. Þar mun land­græðsla, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis verða fyr­ir­ferð­ar­mik­il. Annar stór áfangi eru orku­skipti í sam­göngum þar sem stór­á­tak verður í upp­bygg­ingu fyrir raf­bíla og raf­hjól og sett niður tíma­á­ætlun um að ekki verði fluttir inn nýir bílar sem ganga fyrir bens­íni eða olíu eftir 2030. Við Íslend­ingar höfum sett okkur það mark­mið að verða kolefn­is­hlut­laus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verk­efni. Ég sé fyrir mér að umhverf­is- og lofts­lags­mál verði eitt af flagg­skipum okkar utan­rík­is­stefnu, rétt eins og kynja­jafn­rétt­is­málin eru þegar orð­in, og Ísland, þó að við séum ekki stór, geti þar með haft áhrif til góðs í alþjóða­sam­fé­lag­in­u,“ sagði Katrín. 

Lægri vextir og betri kjör

Í ræð­unni ræddi hún enn fremur um stöðu banka­kerf­is­ins, og sagði að vinna væri nú í gangi við gerð Hvít­bókar um banka­kerf­ið, þar sem þyrið fjallað um ýmsar hliðar þess. Hún sagði end­ur­skoðun á fjár­mála­kerf­inu þurfa að mið­ast við það að kerfið þjóni almenn­ingi með hag­kvæmum hætti. „Hvít­bók um fjár­mála­kerfið kemur út í haust þar sem greint verður hvað hefur vel verið gert í þeim málum á und­an­förnum árum og hvað má betur gera. Hluti af því verk­efni er að greina kostn­að­inn í íslenska fjár­mála­kerf­inu en vís­bend­ingar eru um að hann sé meiri en til dæmis ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Mark­miðið er að hægt verði að lækka þann kostnað þannig að almenn­ingur fái notið lægri vaxta og betri kjara,“ sagði Katrín.

Auglýsing

280 stafir á Twitter

Hún gerði enn fremur traust á stjórn­málum að umtals­efni, og sagði það hafa hrapað niður við hrun­ið, og ólík­legt væri að það kæmi alfarið til baka aft­ur. Sam­fé­lagið hefði breyst mikið frá hruni, og þá ekki síst sam­skipti fólks. „Ljóst er að traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu dvín­aði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vax­andi án þess að jafn­ast á við það sem áður var. Lík­lega verður traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun. Sam­fé­lagið hefur breyst, upp­lýs­inga­streymi er með allt öðrum hætti og sam­fé­lags­miðlar hafa breytt stjórn­mála­um­ræðu með rót­tækum hætti. Við sem munum þá tíð þegar mestu skipti að kom­ast í kvöld­frétt­irnar með það sem sagt var um morg­un­inn, finnst þetta vera bylt­ing þar sem fréttir morg­uns­ins eru oft algjör­lega gleymdar um kvöld­ið. Þegar slík umskipti verða á miðlaum­hverf­inu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að mið­ill­inn sníði skila­boðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútím­an­um, jafn­vel á sviði alþjóða­sam­skipta, þar sem valda­mesti maður heims, sjálfur Banda­ríkja­for­seti, setur fram stefnu gagn­vart öðrum ríkjum með 280 bók­stöfum á twitt­er. Eins og við þekkjum úr sög­unni þá geta slík umskipti breytt miklu um valda­jafn­vægið í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Katrín.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent