Katrín: Við eigum að sækja fram með því að rækta hugvitið

Forsætisráðherra segir fjölbreytileikann þurfa að þrífast í íslensku samfélagi. Hún flutti stefnuræðu sína í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefn­urðu sinni í dag, að Íslend­ingar ættu að sækja fram með hug­vitið að vopni. Hún sagði fram­tíð Íslands bjarta með ungu kyn­slóð­ina í far­ar­broddi. „Við eigum að byggja á þeirri fjöl­breytni og þeim gildum lýð­ræðis og mann­rétt­inda sem við höfum haft í heiðri í þess­ari sögu allri. Og við eigum að sækja fram, sækja fram með því að rækta hug­vit­ið, skapa nýja þekk­ingu og tryggja að hér verði sam­held­ið, fjöl­breytt og kær­leiks­ríkt sam­fé­lag þar sem við lifum fram í sátt við umhverfið og tryggjum sterkan efna­hag og jöfn­uð,“ sagði Katrín. 

Lofts­lags­mál í fyr­ir­rúmi

Hún lagði enn fremur áherslu á það í ræðu sinni að rík­is­stjórn hennar hefði lofts­lags­málin í far­ar­broddi. Metn­að­ar­full áætlun væri komin fram sem yrði fylgt eftir af festu. „Rík­is­stjórnin kynnti í fyrra­dag fyrstu áfang­ana í metn­að­ar­fullri aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um. Eins og kunn­ugt er hafa orðið straum­hvörf í fjár­veit­ingum til umhverf­is­mála. Aðgerða­á­ætl­unin mun útfæra hvernig þessir fjár­munir verða nýtt­ir. Þar mun land­græðsla, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis verða fyr­ir­ferð­ar­mik­il. Annar stór áfangi eru orku­skipti í sam­göngum þar sem stór­á­tak verður í upp­bygg­ingu fyrir raf­bíla og raf­hjól og sett niður tíma­á­ætlun um að ekki verði fluttir inn nýir bílar sem ganga fyrir bens­íni eða olíu eftir 2030. Við Íslend­ingar höfum sett okkur það mark­mið að verða kolefn­is­hlut­laus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verk­efni. Ég sé fyrir mér að umhverf­is- og lofts­lags­mál verði eitt af flagg­skipum okkar utan­rík­is­stefnu, rétt eins og kynja­jafn­rétt­is­málin eru þegar orð­in, og Ísland, þó að við séum ekki stór, geti þar með haft áhrif til góðs í alþjóða­sam­fé­lag­in­u,“ sagði Katrín. 

Lægri vextir og betri kjör

Í ræð­unni ræddi hún enn fremur um stöðu banka­kerf­is­ins, og sagði að vinna væri nú í gangi við gerð Hvít­bókar um banka­kerf­ið, þar sem þyrið fjallað um ýmsar hliðar þess. Hún sagði end­ur­skoðun á fjár­mála­kerf­inu þurfa að mið­ast við það að kerfið þjóni almenn­ingi með hag­kvæmum hætti. „Hvít­bók um fjár­mála­kerfið kemur út í haust þar sem greint verður hvað hefur vel verið gert í þeim málum á und­an­förnum árum og hvað má betur gera. Hluti af því verk­efni er að greina kostn­að­inn í íslenska fjár­mála­kerf­inu en vís­bend­ingar eru um að hann sé meiri en til dæmis ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Mark­miðið er að hægt verði að lækka þann kostnað þannig að almenn­ingur fái notið lægri vaxta og betri kjara,“ sagði Katrín.

Auglýsing

280 stafir á Twitter

Hún gerði enn fremur traust á stjórn­málum að umtals­efni, og sagði það hafa hrapað niður við hrun­ið, og ólík­legt væri að það kæmi alfarið til baka aft­ur. Sam­fé­lagið hefði breyst mikið frá hruni, og þá ekki síst sam­skipti fólks. „Ljóst er að traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu dvín­aði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vax­andi án þess að jafn­ast á við það sem áður var. Lík­lega verður traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun. Sam­fé­lagið hefur breyst, upp­lýs­inga­streymi er með allt öðrum hætti og sam­fé­lags­miðlar hafa breytt stjórn­mála­um­ræðu með rót­tækum hætti. Við sem munum þá tíð þegar mestu skipti að kom­ast í kvöld­frétt­irnar með það sem sagt var um morg­un­inn, finnst þetta vera bylt­ing þar sem fréttir morg­uns­ins eru oft algjör­lega gleymdar um kvöld­ið. Þegar slík umskipti verða á miðlaum­hverf­inu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að mið­ill­inn sníði skila­boðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútím­an­um, jafn­vel á sviði alþjóða­sam­skipta, þar sem valda­mesti maður heims, sjálfur Banda­ríkja­for­seti, setur fram stefnu gagn­vart öðrum ríkjum með 280 bók­stöfum á twitt­er. Eins og við þekkjum úr sög­unni þá geta slík umskipti breytt miklu um valda­jafn­vægið í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Katrín.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent