Starfskjör forstjóra N1 munu taka mið af launadreifingu innan félagsins

N1, sem brátt mun breyta nafni sínu í Festi, hefur lagt fram nýja starfskjarastefnu. Starfskjör forstjóra eiga meðal annars að taka mið af launadreifingu innan félagsins.

n1_bensinsto-25_9954050634_o.jpg
Auglýsing

Á hlut­hafa­fundi N1, sem hald­inn verður 25. sept­em­ber næst­kom­andi, verður meðal lögð fram til­laga að nýrri starfs­kjara­stefnu félags­ins. 

Á meðal þess sem lagt er til er áfram­hald­andi kaupauka­á­ætlun sem geri stjórn félags­ins kleift að greiða for­stjóra, æðstu stjórn­endum og eftir atvikum öðrum stjórn­endum kaupauka. Til­gangur hennar er, sam­kvæmt til­lög­unni, að „bæta hag hlut­hafa og verð­launa árang­ur.“ 

­Kaup­auk­inn getur verið í formi reiðu­fjár, sér­stakrar líf­eyr­is­greiðslu eða með greiðslu hluta­bréfatengdra rétt­inda sem eru utan fastra starfs­kjara starfs­manna. Fjár­hæð kaupaukans getur á árs­grund­velli að hámarki svarað til sex mán­aða grunn­launa fyrir for­stjóra og þriggja mán­aða launa fyrir fram­kvæmda­stjóra.

Slík kaupauka­á­ætlun er til staðar í starfs­kjara­stefnu félag­ins eins og og hefur verið í fimm ár.

Horfa á til launa­dreif­ingar

Í til­lög­unni að nýju starfs­kjara­stefn­unni, sem birt var í Kaup­höll í dag, er einnig fjallað um starfs­kjör for­stjóra félags­ins, en Kjarn­inn greindi frá því í mars síð­ast­liðnum að Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, for­stjóri N1, hefði verið með tæpar 5,9 millj­ónir króna í heild­ar­laun á mán­uði á árinu 2017. Launin hækk­uðu um rúm­lega ein milljón á mán­uði milli ára. Heild­ar­laun for­stjór­ans jafn­giltu launa­töxtum 22 afgreiðslu­manna á bens­ín­stöðvum N1.

Nokkrar breyt­ingar verða gerðar á starfs­kjörum for­stjóra verði breyt­inga­til­lög­urnar sam­þykkt­ar. Í þeim er meðal ann­ars sagt að starfs­kjör for­stjóra eigi að vera ítar­lega skil­greind og að skýrt komi fram hvað séu grunn­laun, breyti­leg laun, líf­eyr­is­rétt­indi, orlof, önnur hlunn­indi og upp­sagn­ar­frest­ur. Þá bæt­ist við að upp­sagn­ar­frestur for­stjór­ans geti að hámarki verið 12 mán­uð­ir, en þó sé heim­ilt við sér­stök, en óskil­greind skil­yrði, að gera sér­stakan starfs­loka­samn­ing við for­stjóra „þjóni slíkur samn­ingur hags­munum félags­ins að mati stjórn­ar.“

Auglýsing
Athygli vekur nýtt ákvæði sem segir að við ákvörðun heild­ar­launa for­stjóra N1 eigi meðal ann­ars að að horfa til launa­dreif­ingar innan félags­ins og að þau séu „sam­keppn­is­hæf á þeim mark­aði sem félagið starfar á.“

Keyptu Krón­una

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti í lok júlí síð­ast­lið­ins kaup N1 á öllu hlutafé Festi hf., sem rekur meðal ann­ars versl­anir Krón­unn­ar. Kaup­verðið var 23,7 millj­arðar króna var það ann­­­ars veg­ar greitt með af­hend­ingu ríf­­­lega 79,5 millj­­­óna hluta í N1 á geng­inu 115, eða 9,2 millj­­­arða króna, og hins veg­ar með ríf­­­lega 14,5 millj­­­arða í formi reið­u­fjár.

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að Jón Björns­son væri hættur sem for­stjóri Festar og fyrir liggur að Egg­ert Þór verður for­stjóri sam­ein­aðs félags. Fyrir hlut­hafa­fund­inum liggur fyrir til­laga að nafn sam­ein­aðs félags verði Festi hf.­Sex lyk­il­­stjórn­­endur Fest­­ar, þar á meðal Jón Björns­­son for­­stjóri, fengu sam­an­lagt um 344 millj­­ónir króna greiddar þegar kaup­rétt­­ar­­samn­ingar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðj­unni til N1.

N1, sem selur elds­neyti og rekur versl­an­ir, er skráð á markað og stærstu eig­endur félags­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent