Starfskjör forstjóra N1 munu taka mið af launadreifingu innan félagsins

N1, sem brátt mun breyta nafni sínu í Festi, hefur lagt fram nýja starfskjarastefnu. Starfskjör forstjóra eiga meðal annars að taka mið af launadreifingu innan félagsins.

n1_bensinsto-25_9954050634_o.jpg
Auglýsing

Á hlut­hafa­fundi N1, sem hald­inn verður 25. sept­em­ber næst­kom­andi, verður meðal lögð fram til­laga að nýrri starfs­kjara­stefnu félags­ins. 

Á meðal þess sem lagt er til er áfram­hald­andi kaupauka­á­ætlun sem geri stjórn félags­ins kleift að greiða for­stjóra, æðstu stjórn­endum og eftir atvikum öðrum stjórn­endum kaupauka. Til­gangur hennar er, sam­kvæmt til­lög­unni, að „bæta hag hlut­hafa og verð­launa árang­ur.“ 

­Kaup­auk­inn getur verið í formi reiðu­fjár, sér­stakrar líf­eyr­is­greiðslu eða með greiðslu hluta­bréfatengdra rétt­inda sem eru utan fastra starfs­kjara starfs­manna. Fjár­hæð kaupaukans getur á árs­grund­velli að hámarki svarað til sex mán­aða grunn­launa fyrir for­stjóra og þriggja mán­aða launa fyrir fram­kvæmda­stjóra.

Slík kaupauka­á­ætlun er til staðar í starfs­kjara­stefnu félag­ins eins og og hefur verið í fimm ár.

Horfa á til launa­dreif­ingar

Í til­lög­unni að nýju starfs­kjara­stefn­unni, sem birt var í Kaup­höll í dag, er einnig fjallað um starfs­kjör for­stjóra félags­ins, en Kjarn­inn greindi frá því í mars síð­ast­liðnum að Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, for­stjóri N1, hefði verið með tæpar 5,9 millj­ónir króna í heild­ar­laun á mán­uði á árinu 2017. Launin hækk­uðu um rúm­lega ein milljón á mán­uði milli ára. Heild­ar­laun for­stjór­ans jafn­giltu launa­töxtum 22 afgreiðslu­manna á bens­ín­stöðvum N1.

Nokkrar breyt­ingar verða gerðar á starfs­kjörum for­stjóra verði breyt­inga­til­lög­urnar sam­þykkt­ar. Í þeim er meðal ann­ars sagt að starfs­kjör for­stjóra eigi að vera ítar­lega skil­greind og að skýrt komi fram hvað séu grunn­laun, breyti­leg laun, líf­eyr­is­rétt­indi, orlof, önnur hlunn­indi og upp­sagn­ar­frest­ur. Þá bæt­ist við að upp­sagn­ar­frestur for­stjór­ans geti að hámarki verið 12 mán­uð­ir, en þó sé heim­ilt við sér­stök, en óskil­greind skil­yrði, að gera sér­stakan starfs­loka­samn­ing við for­stjóra „þjóni slíkur samn­ingur hags­munum félags­ins að mati stjórn­ar.“

Auglýsing
Athygli vekur nýtt ákvæði sem segir að við ákvörðun heild­ar­launa for­stjóra N1 eigi meðal ann­ars að að horfa til launa­dreif­ingar innan félags­ins og að þau séu „sam­keppn­is­hæf á þeim mark­aði sem félagið starfar á.“

Keyptu Krón­una

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti í lok júlí síð­ast­lið­ins kaup N1 á öllu hlutafé Festi hf., sem rekur meðal ann­ars versl­anir Krón­unn­ar. Kaup­verðið var 23,7 millj­arðar króna var það ann­­­ars veg­ar greitt með af­hend­ingu ríf­­­lega 79,5 millj­­­óna hluta í N1 á geng­inu 115, eða 9,2 millj­­­arða króna, og hins veg­ar með ríf­­­lega 14,5 millj­­­arða í formi reið­u­fjár.

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að Jón Björns­son væri hættur sem for­stjóri Festar og fyrir liggur að Egg­ert Þór verður for­stjóri sam­ein­aðs félags. Fyrir hlut­hafa­fund­inum liggur fyrir til­laga að nafn sam­ein­aðs félags verði Festi hf.­Sex lyk­il­­stjórn­­endur Fest­­ar, þar á meðal Jón Björns­­son for­­stjóri, fengu sam­an­lagt um 344 millj­­ónir króna greiddar þegar kaup­rétt­­ar­­samn­ingar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðj­unni til N1.

N1, sem selur elds­neyti og rekur versl­an­ir, er skráð á markað og stærstu eig­endur félags­ins eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent