Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin slegið 100 ára met í útþenslu báknsins

Formaður Miðflokksins gagnrýndi ríkisstjórnarflokkanna harðlega í ræðu sinni á Alþingi í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna harð­lega í ræðu sinni á Alþingi í gær, eftir stefnu­ræðu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. 

Hann beindi orðum sínum ekki síst að Fram­sókn­ar­flokknum og sak­aði flokk­inn um að standa ekki við lof­orð og flýja stefnu sína í stórum mál­um. Sagð­ist hann gátt­aður á flokknum og hvernig hann hefði haldið á mál­um, meðal ann­ars þegar kæmi að slæmri stöðu bænda víða um land­ið. „­Þrátt fyr­ir að hafa haft ýms­ar áhyggj­ur af þess­­ari rík­­is­­stjórn trúði ég því þó að hún væri skárri kost­ur en sum­­ir aðrir fyr­ir bænd­ur og byggðir lands­ins. Það er öðru nær,“ sagði Sig­­mund­ur Dav­íð. 

Þá sagði hann rík­is­stjórn­ar­flokk­ana hafa sýnt það að rík­is­stjórnin snérist ekki um neitt annað en hana sjálfa. Hún væri stefnu­laus og stæði ekki fyrir eitt né neitt. „­Rík­­is­­stjórn sem hef­ur aðeins starfað í níu mán­uði hef­ur nú, með nýju fjár­­laga­frum­varpi, á 100 ára af­­mæli full­veld­is­ins, slegið 100 ára met í útþenslu bákns­ins,“ sagði Sig­­mund­ur Dav­íð, og sak­aði meða ann­ars Sjálf­stæð­is­flokk­inn um að vinna þvert á eigin stefnu, ekki síst þegar kæmi að heil­brigð­is­mál­u­m. 

Auglýsing

Rík­is­stjórnin væri að breyta heil­brigð­is­kerf­inu eftir Marxískum áhersl­um, og brjóta upp kerfi sem hefði marg­sinnis verið valið eitt það besta í heimi af sér­fræð­ing­um. „Á sama tíma og lækna­­ritið Lancet út­­nefndi ís­­lenska heil­brigð­is­þjón­­ustu þá bestu í heimi er heil­brigð­is­ráð­herr­ann í óða önn við að skipta kerf­inu út fyr­ir marxí­sku leið­ina í heil­brigð­is­mál­­um. Það er kald­hæðni ör­lag­anna að inn­­­leið­ing þessa ný-sós­í­al­íska kerf­is skuli eiga sér stað und­ir vernd­­ar­­væng Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent