Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin slegið 100 ára met í útþenslu báknsins

Formaður Miðflokksins gagnrýndi ríkisstjórnarflokkanna harðlega í ræðu sinni á Alþingi í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna harð­lega í ræðu sinni á Alþingi í gær, eftir stefnu­ræðu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. 

Hann beindi orðum sínum ekki síst að Fram­sókn­ar­flokknum og sak­aði flokk­inn um að standa ekki við lof­orð og flýja stefnu sína í stórum mál­um. Sagð­ist hann gátt­aður á flokknum og hvernig hann hefði haldið á mál­um, meðal ann­ars þegar kæmi að slæmri stöðu bænda víða um land­ið. „­Þrátt fyr­ir að hafa haft ýms­ar áhyggj­ur af þess­­ari rík­­is­­stjórn trúði ég því þó að hún væri skárri kost­ur en sum­­ir aðrir fyr­ir bænd­ur og byggðir lands­ins. Það er öðru nær,“ sagði Sig­­mund­ur Dav­íð. 

Þá sagði hann rík­is­stjórn­ar­flokk­ana hafa sýnt það að rík­is­stjórnin snérist ekki um neitt annað en hana sjálfa. Hún væri stefnu­laus og stæði ekki fyrir eitt né neitt. „­Rík­­is­­stjórn sem hef­ur aðeins starfað í níu mán­uði hef­ur nú, með nýju fjár­­laga­frum­varpi, á 100 ára af­­mæli full­veld­is­ins, slegið 100 ára met í útþenslu bákns­ins,“ sagði Sig­­mund­ur Dav­íð, og sak­aði meða ann­ars Sjálf­stæð­is­flokk­inn um að vinna þvert á eigin stefnu, ekki síst þegar kæmi að heil­brigð­is­mál­u­m. 

Auglýsing

Rík­is­stjórnin væri að breyta heil­brigð­is­kerf­inu eftir Marxískum áhersl­um, og brjóta upp kerfi sem hefði marg­sinnis verið valið eitt það besta í heimi af sér­fræð­ing­um. „Á sama tíma og lækna­­ritið Lancet út­­nefndi ís­­lenska heil­brigð­is­þjón­­ustu þá bestu í heimi er heil­brigð­is­ráð­herr­ann í óða önn við að skipta kerf­inu út fyr­ir marxí­sku leið­ina í heil­brigð­is­mál­­um. Það er kald­hæðni ör­lag­anna að inn­­­leið­ing þessa ný-sós­í­al­íska kerf­is skuli eiga sér stað und­ir vernd­­ar­­væng Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent