Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin slegið 100 ára met í útþenslu báknsins

Formaður Miðflokksins gagnrýndi ríkisstjórnarflokkanna harðlega í ræðu sinni á Alþingi í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, gagn­rýndi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna harð­lega í ræðu sinni á Alþingi í gær, eftir stefnu­ræðu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. 

Hann beindi orðum sínum ekki síst að Fram­sókn­ar­flokknum og sak­aði flokk­inn um að standa ekki við lof­orð og flýja stefnu sína í stórum mál­um. Sagð­ist hann gátt­aður á flokknum og hvernig hann hefði haldið á mál­um, meðal ann­ars þegar kæmi að slæmri stöðu bænda víða um land­ið. „­Þrátt fyr­ir að hafa haft ýms­ar áhyggj­ur af þess­­ari rík­­is­­stjórn trúði ég því þó að hún væri skárri kost­ur en sum­­ir aðrir fyr­ir bænd­ur og byggðir lands­ins. Það er öðru nær,“ sagði Sig­­mund­ur Dav­íð. 

Þá sagði hann rík­is­stjórn­ar­flokk­ana hafa sýnt það að rík­is­stjórnin snérist ekki um neitt annað en hana sjálfa. Hún væri stefnu­laus og stæði ekki fyrir eitt né neitt. „­Rík­­is­­stjórn sem hef­ur aðeins starfað í níu mán­uði hef­ur nú, með nýju fjár­­laga­frum­varpi, á 100 ára af­­mæli full­veld­is­ins, slegið 100 ára met í útþenslu bákns­ins,“ sagði Sig­­mund­ur Dav­íð, og sak­aði meða ann­ars Sjálf­stæð­is­flokk­inn um að vinna þvert á eigin stefnu, ekki síst þegar kæmi að heil­brigð­is­mál­u­m. 

Auglýsing

Rík­is­stjórnin væri að breyta heil­brigð­is­kerf­inu eftir Marxískum áhersl­um, og brjóta upp kerfi sem hefði marg­sinnis verið valið eitt það besta í heimi af sér­fræð­ing­um. „Á sama tíma og lækna­­ritið Lancet út­­nefndi ís­­lenska heil­brigð­is­þjón­­ustu þá bestu í heimi er heil­brigð­is­ráð­herr­ann í óða önn við að skipta kerf­inu út fyr­ir marxí­sku leið­ina í heil­brigð­is­mál­­um. Það er kald­hæðni ör­lag­anna að inn­­­leið­ing þessa ný-sós­í­al­íska kerf­is skuli eiga sér stað und­ir vernd­­ar­­væng Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent