Fossar markaðir fá kauphallaraðild að Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi

Fossar markaðir er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Auglýsing

Fossar mark­aðir fá kaup­hall­ar­að­ild að Nas­daq í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi en aðildin tekur gildi þann 17. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Í til­kynn­ing­unni segir að með því séu Fossar fyrsta íslenska fjár­mála­fyr­ir­tækið í meira en ára­tug til að tengj­ast erlendum kaup­höllum beint með þessum hætti.

Fyr­ir­tækið getur frá og með næst­kom­andi mánu­degi átt bein og milli­liða­laus við­skipti með öll verð­bréf sem skráð eru í Nas­daq Copen­hagen og Nas­daq Stock­holm kaup­hall­irn­ar.

Auglýsing

„Mark­aðsvið­skipti hafa frá stofnun Fossa mark­aða árið 2015 verið kjarna­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Síðan hafa fyr­ir­tækja­ráð­gjöf og sér­tæk þjón­usta við fag­fjár­festa bæst við starf­sem­ina sam­hliða upp­bygg­ingu á þjón­ustu fyrir við­skipta­vini á mörk­uðum víðs vegar um heim­inn. Fossar eru með aðgang og sam­starfs­samn­inga við erlendar sjóða­stýr­ingar og grein­ing­ar­fyr­ir­tæki, auk aðgangs að fjár­fest­inga­kostum út um allan heim hvort sem það er beinn mark­aðs­að­gangur að kaup­höllum eða aðgangur að sjóða­stýr­ing­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sylv­ester And­er­sen sölu­stjóri Nas­daq Copen­hagen seg­ist óska ­Fossum mörk­uðum hjart­an­lega til ham­ingju með aðgang sinn að Nas­daq Copen­hagen og Nas­daq Stock­holm. Um ákveðin tíma­mót sé að ræða því þetta séu fyrsta kaup­hall­ar­að­ild íslensks fjár­mála­fyr­ir­tækis á erlendum mark­aði í ára­tug eða svo. „Við hlökkum til þjóna íslenskum fjár­mála­mark­aði í áfram­hald­andi þróun mark­að­ar­ins og efla þessi mik­il­vægu tengsl enn frek­ar.“

Har­aldur Þórð­ar­son for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins segir að ­Fossar séu fjár­mála­fyr­ir­tæki með starf­semi á alþjóða­vísu. „Með aðild að kaup­höllum Nas­daq í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi eflum við þá starf­semi enn frekar og getum nú þjón­u­stað við­skipta­vini okk­ar, jafnt inn­lenda sem erlenda, enn betur á mörk­uðum á Norð­ur­lönd­um. Þetta er góð við­bót við þann víð­tæka aðgang sem Fossar hafa að mörk­uðum út um allan heim. Í gegnum Fossa fá við­skipta­vinir aðgang að fjöl­breyttum fjár­fest­inga­kostum og alla þjón­ustu á einum stað.“

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent