Fossar markaðir fá kauphallaraðild að Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi

Fossar markaðir er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Auglýsing

Fossar mark­aðir fá kaup­hall­ar­að­ild að Nas­daq í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi en aðildin tekur gildi þann 17. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Í til­kynn­ing­unni segir að með því séu Fossar fyrsta íslenska fjár­mála­fyr­ir­tækið í meira en ára­tug til að tengj­ast erlendum kaup­höllum beint með þessum hætti.

Fyr­ir­tækið getur frá og með næst­kom­andi mánu­degi átt bein og milli­liða­laus við­skipti með öll verð­bréf sem skráð eru í Nas­daq Copen­hagen og Nas­daq Stock­holm kaup­hall­irn­ar.

Auglýsing

„Mark­aðsvið­skipti hafa frá stofnun Fossa mark­aða árið 2015 verið kjarna­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Síðan hafa fyr­ir­tækja­ráð­gjöf og sér­tæk þjón­usta við fag­fjár­festa bæst við starf­sem­ina sam­hliða upp­bygg­ingu á þjón­ustu fyrir við­skipta­vini á mörk­uðum víðs vegar um heim­inn. Fossar eru með aðgang og sam­starfs­samn­inga við erlendar sjóða­stýr­ingar og grein­ing­ar­fyr­ir­tæki, auk aðgangs að fjár­fest­inga­kostum út um allan heim hvort sem það er beinn mark­aðs­að­gangur að kaup­höllum eða aðgangur að sjóða­stýr­ing­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sylv­ester And­er­sen sölu­stjóri Nas­daq Copen­hagen seg­ist óska ­Fossum mörk­uðum hjart­an­lega til ham­ingju með aðgang sinn að Nas­daq Copen­hagen og Nas­daq Stock­holm. Um ákveðin tíma­mót sé að ræða því þetta séu fyrsta kaup­hall­ar­að­ild íslensks fjár­mála­fyr­ir­tækis á erlendum mark­aði í ára­tug eða svo. „Við hlökkum til þjóna íslenskum fjár­mála­mark­aði í áfram­hald­andi þróun mark­að­ar­ins og efla þessi mik­il­vægu tengsl enn frek­ar.“

Har­aldur Þórð­ar­son for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins segir að ­Fossar séu fjár­mála­fyr­ir­tæki með starf­semi á alþjóða­vísu. „Með aðild að kaup­höllum Nas­daq í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi eflum við þá starf­semi enn frekar og getum nú þjón­u­stað við­skipta­vini okk­ar, jafnt inn­lenda sem erlenda, enn betur á mörk­uðum á Norð­ur­lönd­um. Þetta er góð við­bót við þann víð­tæka aðgang sem Fossar hafa að mörk­uðum út um allan heim. Í gegnum Fossa fá við­skipta­vinir aðgang að fjöl­breyttum fjár­fest­inga­kostum og alla þjón­ustu á einum stað.“

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent