Krónan styrkist og Icelandair lækkar

Svo virðist sem fjárfestar geri ráð fyrir að WOW Air muni tryggja sér lágmarksupphæð sem þarf til að tryggja fjárhag félagsins.

peningar
Auglýsing

Gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð gagn­vart alþjóð­legum myntum í dag, en í vik­unni hefur það sveifl­ast tölu­vert og má gera ráð fyrir að stærsta und­ir­liggj­andi ástæðan fyrir því sé gang­ur­inn í fjár­mögn­un­ar­til­raunum WOW Air flug­fé­lags­ins. Gengið hefur styrkst gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, um tæp­lega 2 pró­sent í dag.

Eins og sést hér, á þessari mynd Keldunnar, hefur gengi krónunnar styrkst nokkuð í dag.Sé mið tekið af því hvernig þró­unin hefur verið í dag, þá virð­ist sem fjár­festar geri frekar ráð fyrir því að WOW Air tak­ist að ná lág­marks­stærð skulda­bréfa­út­boðs­ins, en í Frétta­blað­inu í dag kemur fram að fjár­festar séu nú þegar búnir að skrá sig fyrir 45 millj­ónum evra og unnið sé að því að loka gat­inu sem mið­ast við 50 millj­ónir evra að lág­marki. Þá er einnig gert ráð fyrir því að tugir millj­ónir evra komi inn í félagið sem nýtt hluta­fé, að því er segir í Frétta­blað­inu.

Á þriðju­dag­inn veikt­ist krónan gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, og ákvað Seðla­bank­inn þá að hafa inn­grip í mark­að­inn og stöðva veik­ing­una. Seðla­bank­inn seldi gjald­eyri fyrir 1,2 millj­arða í þessum við­skipt­um.

Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair hefur einnig fallið í dag, eða um 3,75 pró­sent það sem af er deg­i. 

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent