Krónan styrkist og Icelandair lækkar

Svo virðist sem fjárfestar geri ráð fyrir að WOW Air muni tryggja sér lágmarksupphæð sem þarf til að tryggja fjárhag félagsins.

peningar
Auglýsing

Gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð gagn­vart alþjóð­legum myntum í dag, en í vik­unni hefur það sveifl­ast tölu­vert og má gera ráð fyrir að stærsta und­ir­liggj­andi ástæðan fyrir því sé gang­ur­inn í fjár­mögn­un­ar­til­raunum WOW Air flug­fé­lags­ins. Gengið hefur styrkst gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, um tæp­lega 2 pró­sent í dag.

Eins og sést hér, á þessari mynd Keldunnar, hefur gengi krónunnar styrkst nokkuð í dag.Sé mið tekið af því hvernig þró­unin hefur verið í dag, þá virð­ist sem fjár­festar geri frekar ráð fyrir því að WOW Air tak­ist að ná lág­marks­stærð skulda­bréfa­út­boðs­ins, en í Frétta­blað­inu í dag kemur fram að fjár­festar séu nú þegar búnir að skrá sig fyrir 45 millj­ónum evra og unnið sé að því að loka gat­inu sem mið­ast við 50 millj­ónir evra að lág­marki. Þá er einnig gert ráð fyrir því að tugir millj­ónir evra komi inn í félagið sem nýtt hluta­fé, að því er segir í Frétta­blað­inu.

Á þriðju­dag­inn veikt­ist krónan gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, og ákvað Seðla­bank­inn þá að hafa inn­grip í mark­að­inn og stöðva veik­ing­una. Seðla­bank­inn seldi gjald­eyri fyrir 1,2 millj­arða í þessum við­skipt­um.

Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair hefur einnig fallið í dag, eða um 3,75 pró­sent það sem af er deg­i. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent