Krónan styrkist og Icelandair lækkar

Svo virðist sem fjárfestar geri ráð fyrir að WOW Air muni tryggja sér lágmarksupphæð sem þarf til að tryggja fjárhag félagsins.

peningar
Auglýsing

Gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð gagn­vart alþjóð­legum myntum í dag, en í vik­unni hefur það sveifl­ast tölu­vert og má gera ráð fyrir að stærsta und­ir­liggj­andi ástæðan fyrir því sé gang­ur­inn í fjár­mögn­un­ar­til­raunum WOW Air flug­fé­lags­ins. Gengið hefur styrkst gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, um tæp­lega 2 pró­sent í dag.

Eins og sést hér, á þessari mynd Keldunnar, hefur gengi krónunnar styrkst nokkuð í dag.Sé mið tekið af því hvernig þró­unin hefur verið í dag, þá virð­ist sem fjár­festar geri frekar ráð fyrir því að WOW Air tak­ist að ná lág­marks­stærð skulda­bréfa­út­boðs­ins, en í Frétta­blað­inu í dag kemur fram að fjár­festar séu nú þegar búnir að skrá sig fyrir 45 millj­ónum evra og unnið sé að því að loka gat­inu sem mið­ast við 50 millj­ónir evra að lág­marki. Þá er einnig gert ráð fyrir því að tugir millj­ónir evra komi inn í félagið sem nýtt hluta­fé, að því er segir í Frétta­blað­inu.

Á þriðju­dag­inn veikt­ist krónan gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, og ákvað Seðla­bank­inn þá að hafa inn­grip í mark­að­inn og stöðva veik­ing­una. Seðla­bank­inn seldi gjald­eyri fyrir 1,2 millj­arða í þessum við­skipt­um.

Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair hefur einnig fallið í dag, eða um 3,75 pró­sent það sem af er deg­i. 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent