Þriðji orkupakkinn kallar ekki á endurskoðun EES-samningsins

Birgir Tjörvi Pétursson hrl. hefur unnið greinargerð um þriðja orkupakkann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fagnar greinargerðinni í tilkynningu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Auglýsing

„At­hugun á inni­haldi þriðja orku­pakk­ans styður ekki sjón­ar­mið um að inn­leið­ing hans fæli í sér slík frá­vik frá þverpóli­tískri stefnu­mörkun og rétt­ar­þróun á Íslandi að það kalli sér­stak­lega á end­ur­skoðun EES-­samn­ings­ins. Með inn­leið­ingu hans væri ekki brotið blað í EES-­sam­starf­in­u.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­ur­stöðum grein­ar­gerðar Birgis Tjörva Pét­urs­sonar hrl. þar sem fjallað er um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann hefur valdið nokkrum deilum innan stjórn­mála­flokka, og var meðal ann­ars haldin fjöl­mennur fundur í Val­höll á dög­un­um, þar sem efa­semd­ar­menn um þriðja orku­pakk­ann komu sam­an, og komu þar fram sjón­ar­mið um að með sam­þykkt hans væri grafið undan full­veldi lands­ins. 

Grein­ar­gerðin var unnin að beiðni Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, iðn­að­ar-, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra. 

Auglýsing

Meg­in­nið­ur­stöður grein­ar­gerð­ar­innar eru þær, að þriðji orku­pakk­inn feli ekki í sér grund­vall­ar­breyt­ingar á EES-­sam­starfi Íslands. 

„Reglur þriðja orku­pakk­ans varða ekki á nokkurn hátt eign­ar­rétt á orku­auð­lindum á Ísland­i,“ segir meðal ann­ars í sam­an­tekt á nið­ur­stöð­um.

Þór­dís Kol­brún segir í til­kynn­ingu að hún hafi lagt sig fram við að hlusta eftir gagn­rýn­is­röddum á mál sem snúa að þriðja orku­pakk­an­um. Hún segir grein­ar­gerð Birgis Tjörva vera ítar­lega og svara þeim helstu álita­málum sem hefur verið rætt um opin­ber­lega.

Birgir Tjörvi Pétursson hrl.„Þrátt fyrir að þetta mál hafi verið til með­ferðar hjá stjórn­völdum í nokkur ár benti umræðan fyrr á árinu til þess að ýmsum spurn­ingum hefði ekki verið nægi­lega vel svarað eða þeim svörum ekki verið komið nægi­lega vel á fram­færi. Ég hef lagt mig fram við að hlusta á alla gagn­rýni sem sett hefur verið fram á málið og leita svara við álita­efnum og spurn­ing­um. ­Grein­ar­gerðin er ítar­leg, setur málið í gott heild­ar­sam­hengi og svarar að mínu mati vel helstu spurn­ingum sem fram hafa kom­ið. Þá sýn­ist mér hún vera í ágætu sam­ræmi við það sem aðrir helstu sér­fræð­ingar hafa sagt um mál­ið. Ég nefni minn­is­blað Ólafs Jóhann­esar Ein­ars­sonar lög­manns til ráðu­neyt­is­ins í apríl síð­ast­liðn­um, fram­sögu Krist­ínar Har­alds­dóttur for­stöðu­manns Auð­linda­rétt­ar­stofn­unar Háskól­ans í Reykja­vík á ráð­stefnu á vegum skól­ans nú í ágúst og nýlega grein Rögnu Árna­dóttur aðstoð­ar­for­stjóra Lands­virkj­unar í Úlfljót­i. Á grund­velli þess sem hefur komið fram um málið er ekki að sjá að inn­leið­ing þess í íslensk lög fæli í sér meiri­háttar frá­vik frá fyrri stefnu­mótun stjórn­valda í þessum mála­flokki en almennt myndi ég telja að það þurfi afar sterk rök til að hafna með öllu upp­töku ESB gerðar í EES samn­ing­inn sem talin er varða innri mark­að­inn. Það væri í fyrsta skipti frá upp­hafi sem við gerum það og ekki ljóst hvert það myndi leiða,“ segir Þór­dís Kol­brún.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent