Þriðji orkupakkinn kallar ekki á endurskoðun EES-samningsins

Birgir Tjörvi Pétursson hrl. hefur unnið greinargerð um þriðja orkupakkann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fagnar greinargerðinni í tilkynningu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Auglýsing

„At­hugun á inni­haldi þriðja orku­pakk­ans styður ekki sjón­ar­mið um að inn­leið­ing hans fæli í sér slík frá­vik frá þverpóli­tískri stefnu­mörkun og rétt­ar­þróun á Íslandi að það kalli sér­stak­lega á end­ur­skoðun EES-­samn­ings­ins. Með inn­leið­ingu hans væri ekki brotið blað í EES-­sam­starf­in­u.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­ur­stöðum grein­ar­gerðar Birgis Tjörva Pét­urs­sonar hrl. þar sem fjallað er um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann hefur valdið nokkrum deilum innan stjórn­mála­flokka, og var meðal ann­ars haldin fjöl­mennur fundur í Val­höll á dög­un­um, þar sem efa­semd­ar­menn um þriðja orku­pakk­ann komu sam­an, og komu þar fram sjón­ar­mið um að með sam­þykkt hans væri grafið undan full­veldi lands­ins. 

Grein­ar­gerðin var unnin að beiðni Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, iðn­að­ar-, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra. 

Auglýsing

Meg­in­nið­ur­stöður grein­ar­gerð­ar­innar eru þær, að þriðji orku­pakk­inn feli ekki í sér grund­vall­ar­breyt­ingar á EES-­sam­starfi Íslands. 

„Reglur þriðja orku­pakk­ans varða ekki á nokkurn hátt eign­ar­rétt á orku­auð­lindum á Ísland­i,“ segir meðal ann­ars í sam­an­tekt á nið­ur­stöð­um.

Þór­dís Kol­brún segir í til­kynn­ingu að hún hafi lagt sig fram við að hlusta eftir gagn­rýn­is­röddum á mál sem snúa að þriðja orku­pakk­an­um. Hún segir grein­ar­gerð Birgis Tjörva vera ítar­lega og svara þeim helstu álita­málum sem hefur verið rætt um opin­ber­lega.

Birgir Tjörvi Pétursson hrl.„Þrátt fyrir að þetta mál hafi verið til með­ferðar hjá stjórn­völdum í nokkur ár benti umræðan fyrr á árinu til þess að ýmsum spurn­ingum hefði ekki verið nægi­lega vel svarað eða þeim svörum ekki verið komið nægi­lega vel á fram­færi. Ég hef lagt mig fram við að hlusta á alla gagn­rýni sem sett hefur verið fram á málið og leita svara við álita­efnum og spurn­ing­um. ­Grein­ar­gerðin er ítar­leg, setur málið í gott heild­ar­sam­hengi og svarar að mínu mati vel helstu spurn­ingum sem fram hafa kom­ið. Þá sýn­ist mér hún vera í ágætu sam­ræmi við það sem aðrir helstu sér­fræð­ingar hafa sagt um mál­ið. Ég nefni minn­is­blað Ólafs Jóhann­esar Ein­ars­sonar lög­manns til ráðu­neyt­is­ins í apríl síð­ast­liðn­um, fram­sögu Krist­ínar Har­alds­dóttur for­stöðu­manns Auð­linda­rétt­ar­stofn­unar Háskól­ans í Reykja­vík á ráð­stefnu á vegum skól­ans nú í ágúst og nýlega grein Rögnu Árna­dóttur aðstoð­ar­for­stjóra Lands­virkj­unar í Úlfljót­i. Á grund­velli þess sem hefur komið fram um málið er ekki að sjá að inn­leið­ing þess í íslensk lög fæli í sér meiri­háttar frá­vik frá fyrri stefnu­mótun stjórn­valda í þessum mála­flokki en almennt myndi ég telja að það þurfi afar sterk rök til að hafna með öllu upp­töku ESB gerðar í EES samn­ing­inn sem talin er varða innri mark­að­inn. Það væri í fyrsta skipti frá upp­hafi sem við gerum það og ekki ljóst hvert það myndi leiða,“ segir Þór­dís Kol­brún.

 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent