Fjölmiðlar sem skulda opinber gjöld fá ekki endurgreiðslur úr ríkissjóði

Kvaðir verða settar á fjölmiðla sem munu geta sótt um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þeir verða t.d. að vera með opinber gjöld í skilum og gagnsætt eignarhald. Metið verður hvað RÚV þarf að kosta þegar þjónustusamningur þess verður endurskoðaður árið 2019.

Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að það sé úti­lokað að þeir fjöl­miðlar sem séu til að mynda með opin­ber gjöld í van­skilum muni geta fengið end­ur­greiðslur frá rík­inu vegna rekstrar síns. Hún segir líka að verið sé að horfa á gagn­sæi í eign­ar­haldi í þeim efn­um. Þetta er meðal þess sem kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjórna Kjarn­ans, við Lilju í þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur var á mið­viku­dags­kvöld.

Lilja kynnti í síð­ustu viku til­lögur sem eiga að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Þær eru helst tvær, ann­ars vegar end­ur­greiðslur á hluta rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra sem vinna frétta­tengt efni, sem á að kosta 350 millj­ónir króna, og hins vegar að tak­marka umsvif RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þannig að tekjur þess drag­ist saman um 560 millj­ónir króna.

Í þætt­inum var hún spurð út í það hvort það muni fylgja því ein­hverjar kvaðir að fá umræddar end­ur­greiðsl­ur. Til dæmis um skýrt og gegn­sætt eign­ar­hald, bæði beint og óbeint vegna fjár­mögn­unar fjöl­miðla, liggi fyr­ir, að öll opin­ber gjöld séu í skil­um, að fyrir liggi ein­hver rekstr­ar­saga og lág­marks­fjöldi stöðu­gilda svo að hver sem er geti ekki stofnað miðil og byrjað að þiggja end­ur­greiðsl­ur.

Auglýsing
Lilja sagði skýrt að svo yrði og nefndi sér­stak­lega þá sem skulda opin­ber gjöld. „Það er alveg úti­lokað í mínum huga að menn séu í þannig aðstöðu geti svo óskað eftir beinum fjár­hags­legum stuðn­ingi hjá hinu opin­bera. Eitt sem við erum að horfa á er að við­kom­andi séu í skilum með öll opin­ber gjöld. Við erum líka að horfa á gagn­sæi varð­andi eign­ar­hald sem mér finnst skipta mjög miklu máli hjá fjöl­miðl­u­m.“

Í við­tal­inu er einnig rætt um það hvort að fullur stuðn­ingur sé við til­lögur hennar um að styrkja rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla með þeim hætti sem lagt hefur verið fram og m.a. vísað í grein Óla Björns Kára­sonar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á mið­viku­dags­morg­un, þar sem and­stöðu er lýst við til­lög­urn­ar. Lilja segir að rík­is­stjórnin styðji til­lög­urn­ar.

Auglýsing
Sú leið sem á að fara til að tak­marka tekjur RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði um 560 millj­ónir króna felst í því að banna þar kost­anir og lækka hámarks­fjölda aug­lýs­ingamín­útna úr átta í sex.

Ekki eru mörg ár síðan að aug­lýs­ingamín­útur RÚV voru tak­mark­aðar síð­ast og það leiddi ein­fald­lega til þess að mín­útu­verðið hækk­aði og tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri stórjuk­ust í kjöl­far­ið. Í ár má ætla að þær verði nálægt 2,5 millj­örðum króna en sam­kvæmt nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi mun RÚV fá 4,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á árinu 2019, rúmum hálfum millj­arði króna meira en í ár.

Lilja hefur látið hafa eftir sér að RÚV verði bætt upp tekju­tapið sem fyr­ir­tækið verði fyrir vegna tak­mörk­unar á aug­lýs­inga­mark­aði. Aðspurð um hvort það hafi verið metið hvað RÚV þurfi að kosta til að geta sinnt því hlut­verki sem fyr­ir­tæk­inu er ætlað sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi segir Lilja að það verði metið á næsta ári þegar þjón­ustu­samn­ing­ur­inn verði tek­inn til end­ur­skoð­un­ar. Þá verði einnig tekið til­lit til rekstr­ar­að­gerða sem RÚV hafi ráð­ist  í á borð við sölu bygg­inga­réttar fyrir tæpa tvo millj­arða króna og leng­ingu á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum sem gera það að verkum að rekstr­ar­svig­rúm núver­andi stjórn­enda eykst umtals­vert.

Hægt er að sjá þátt­inn í heild sinni hér:

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent