Fjölmiðlar sem skulda opinber gjöld fá ekki endurgreiðslur úr ríkissjóði

Kvaðir verða settar á fjölmiðla sem munu geta sótt um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þeir verða t.d. að vera með opinber gjöld í skilum og gagnsætt eignarhald. Metið verður hvað RÚV þarf að kosta þegar þjónustusamningur þess verður endurskoðaður árið 2019.

Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að það sé úti­lokað að þeir fjöl­miðlar sem séu til að mynda með opin­ber gjöld í van­skilum muni geta fengið end­ur­greiðslur frá rík­inu vegna rekstrar síns. Hún segir líka að verið sé að horfa á gagn­sæi í eign­ar­haldi í þeim efn­um. Þetta er meðal þess sem kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjórna Kjarn­ans, við Lilju í þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur var á mið­viku­dags­kvöld.

Lilja kynnti í síð­ustu viku til­lögur sem eiga að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Þær eru helst tvær, ann­ars vegar end­ur­greiðslur á hluta rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra sem vinna frétta­tengt efni, sem á að kosta 350 millj­ónir króna, og hins vegar að tak­marka umsvif RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þannig að tekjur þess drag­ist saman um 560 millj­ónir króna.

Í þætt­inum var hún spurð út í það hvort það muni fylgja því ein­hverjar kvaðir að fá umræddar end­ur­greiðsl­ur. Til dæmis um skýrt og gegn­sætt eign­ar­hald, bæði beint og óbeint vegna fjár­mögn­unar fjöl­miðla, liggi fyr­ir, að öll opin­ber gjöld séu í skil­um, að fyrir liggi ein­hver rekstr­ar­saga og lág­marks­fjöldi stöðu­gilda svo að hver sem er geti ekki stofnað miðil og byrjað að þiggja end­ur­greiðsl­ur.

Auglýsing
Lilja sagði skýrt að svo yrði og nefndi sér­stak­lega þá sem skulda opin­ber gjöld. „Það er alveg úti­lokað í mínum huga að menn séu í þannig aðstöðu geti svo óskað eftir beinum fjár­hags­legum stuðn­ingi hjá hinu opin­bera. Eitt sem við erum að horfa á er að við­kom­andi séu í skilum með öll opin­ber gjöld. Við erum líka að horfa á gagn­sæi varð­andi eign­ar­hald sem mér finnst skipta mjög miklu máli hjá fjöl­miðl­u­m.“

Í við­tal­inu er einnig rætt um það hvort að fullur stuðn­ingur sé við til­lögur hennar um að styrkja rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla með þeim hætti sem lagt hefur verið fram og m.a. vísað í grein Óla Björns Kára­sonar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á mið­viku­dags­morg­un, þar sem and­stöðu er lýst við til­lög­urn­ar. Lilja segir að rík­is­stjórnin styðji til­lög­urn­ar.

Auglýsing
Sú leið sem á að fara til að tak­marka tekjur RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði um 560 millj­ónir króna felst í því að banna þar kost­anir og lækka hámarks­fjölda aug­lýs­ingamín­útna úr átta í sex.

Ekki eru mörg ár síðan að aug­lýs­ingamín­útur RÚV voru tak­mark­aðar síð­ast og það leiddi ein­fald­lega til þess að mín­útu­verðið hækk­aði og tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri stórjuk­ust í kjöl­far­ið. Í ár má ætla að þær verði nálægt 2,5 millj­örðum króna en sam­kvæmt nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi mun RÚV fá 4,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á árinu 2019, rúmum hálfum millj­arði króna meira en í ár.

Lilja hefur látið hafa eftir sér að RÚV verði bætt upp tekju­tapið sem fyr­ir­tækið verði fyrir vegna tak­mörk­unar á aug­lýs­inga­mark­aði. Aðspurð um hvort það hafi verið metið hvað RÚV þurfi að kosta til að geta sinnt því hlut­verki sem fyr­ir­tæk­inu er ætlað sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi segir Lilja að það verði metið á næsta ári þegar þjón­ustu­samn­ing­ur­inn verði tek­inn til end­ur­skoð­un­ar. Þá verði einnig tekið til­lit til rekstr­ar­að­gerða sem RÚV hafi ráð­ist  í á borð við sölu bygg­inga­réttar fyrir tæpa tvo millj­arða króna og leng­ingu á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum sem gera það að verkum að rekstr­ar­svig­rúm núver­andi stjórn­enda eykst umtals­vert.

Hægt er að sjá þátt­inn í heild sinni hér:

Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Kristján Guy Burgess
Lífeyrissjóðir og loftslagsváin
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent