Fjölmiðlar sem skulda opinber gjöld fá ekki endurgreiðslur úr ríkissjóði

Kvaðir verða settar á fjölmiðla sem munu geta sótt um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þeir verða t.d. að vera með opinber gjöld í skilum og gagnsætt eignarhald. Metið verður hvað RÚV þarf að kosta þegar þjónustusamningur þess verður endurskoðaður árið 2019.

Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að það sé úti­lokað að þeir fjöl­miðlar sem séu til að mynda með opin­ber gjöld í van­skilum muni geta fengið end­ur­greiðslur frá rík­inu vegna rekstrar síns. Hún segir líka að verið sé að horfa á gagn­sæi í eign­ar­haldi í þeim efn­um. Þetta er meðal þess sem kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjórna Kjarn­ans, við Lilju í þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur var á mið­viku­dags­kvöld.

Lilja kynnti í síð­ustu viku til­lögur sem eiga að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Þær eru helst tvær, ann­ars vegar end­ur­greiðslur á hluta rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra sem vinna frétta­tengt efni, sem á að kosta 350 millj­ónir króna, og hins vegar að tak­marka umsvif RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þannig að tekjur þess drag­ist saman um 560 millj­ónir króna.

Í þætt­inum var hún spurð út í það hvort það muni fylgja því ein­hverjar kvaðir að fá umræddar end­ur­greiðsl­ur. Til dæmis um skýrt og gegn­sætt eign­ar­hald, bæði beint og óbeint vegna fjár­mögn­unar fjöl­miðla, liggi fyr­ir, að öll opin­ber gjöld séu í skil­um, að fyrir liggi ein­hver rekstr­ar­saga og lág­marks­fjöldi stöðu­gilda svo að hver sem er geti ekki stofnað miðil og byrjað að þiggja end­ur­greiðsl­ur.

Auglýsing
Lilja sagði skýrt að svo yrði og nefndi sér­stak­lega þá sem skulda opin­ber gjöld. „Það er alveg úti­lokað í mínum huga að menn séu í þannig aðstöðu geti svo óskað eftir beinum fjár­hags­legum stuðn­ingi hjá hinu opin­bera. Eitt sem við erum að horfa á er að við­kom­andi séu í skilum með öll opin­ber gjöld. Við erum líka að horfa á gagn­sæi varð­andi eign­ar­hald sem mér finnst skipta mjög miklu máli hjá fjöl­miðl­u­m.“

Í við­tal­inu er einnig rætt um það hvort að fullur stuðn­ingur sé við til­lögur hennar um að styrkja rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla með þeim hætti sem lagt hefur verið fram og m.a. vísað í grein Óla Björns Kára­sonar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á mið­viku­dags­morg­un, þar sem and­stöðu er lýst við til­lög­urn­ar. Lilja segir að rík­is­stjórnin styðji til­lög­urn­ar.

Auglýsing
Sú leið sem á að fara til að tak­marka tekjur RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði um 560 millj­ónir króna felst í því að banna þar kost­anir og lækka hámarks­fjölda aug­lýs­ingamín­útna úr átta í sex.

Ekki eru mörg ár síðan að aug­lýs­ingamín­útur RÚV voru tak­mark­aðar síð­ast og það leiddi ein­fald­lega til þess að mín­útu­verðið hækk­aði og tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri stórjuk­ust í kjöl­far­ið. Í ár má ætla að þær verði nálægt 2,5 millj­örðum króna en sam­kvæmt nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi mun RÚV fá 4,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á árinu 2019, rúmum hálfum millj­arði króna meira en í ár.

Lilja hefur látið hafa eftir sér að RÚV verði bætt upp tekju­tapið sem fyr­ir­tækið verði fyrir vegna tak­mörk­unar á aug­lýs­inga­mark­aði. Aðspurð um hvort það hafi verið metið hvað RÚV þurfi að kosta til að geta sinnt því hlut­verki sem fyr­ir­tæk­inu er ætlað sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi segir Lilja að það verði metið á næsta ári þegar þjón­ustu­samn­ing­ur­inn verði tek­inn til end­ur­skoð­un­ar. Þá verði einnig tekið til­lit til rekstr­ar­að­gerða sem RÚV hafi ráð­ist  í á borð við sölu bygg­inga­réttar fyrir tæpa tvo millj­arða króna og leng­ingu á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum sem gera það að verkum að rekstr­ar­svig­rúm núver­andi stjórn­enda eykst umtals­vert.

Hægt er að sjá þátt­inn í heild sinni hér:

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent