Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa

Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.

Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason
Auglýsing

Stjórn Sam­skipa hefur ráðið Birki Hólm Guðna­son sem for­stjóra Sam­skipa hf. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Áður starf­aði Birkir í 18 ár hjá Icelanda­ir, þar af 6 ár á erlendum mörk­uð­um, en hann var fram­kvæmda­stjóri félags­ins frá 2008.

Pálmar Óli Magn­ús­son lætur af störfum að eigin ósk og verður við­loð­andi félagið við inn­leið­ingu nýs sigl­inga­kerfis Sam­skipa auk þess að vera Birki innan handar á meðan hann kemur sér fyrir í nýju starfi, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

„Við höfum nýlega kynnt nýtt sigl­inga­kerfi til að sinna íslenska mark­aðnum enn bet­ur. Með breyt­ing­unum stór­aukum við flutn­ings­getu félags­ins, bætum áreið­an­leika þjón­ust­unnar og efl­um. Við ætlum okkur að spila öfl­ugan sókn­ar­bolta og auka mark­aðs­hlut­deild Sam­skipa. Pálm­ari erum við þakk­lát fyrir sam­starfið síð­ast­liðin ár og fyrir fram­lag hans til félags­ins. Birki býð ég jafn­framt vel­kom­inn. Ég þekki hann vel og veit að við erum heppin að fá hann með okkur í lið,“ segir Ásbjörn Gísla­son nýr stjórn­ar­for­maður Sam­skipa hf.

Auglýsing

Birkir segir að um spenn­andi tæki­færi sé að ræða fyrir sig. „Ég hef mikla reynslu af rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækis sem starfar á alþjóð­legum mark­aði og fyrir mér eru sömu lög­mál að verki í rekstri þess­ara fyr­ir­tækja. Ann­ars vegar erum við að tala um sigl­inga­kerfi og hins vegar leiða­kerfi. Vinnan snýst að miklu leyti um að veita góða þjón­ustu, áreið­an­leika og aðgengi­leika á hag­kvæman máta og þar sé ég spenn­andi tæki­færi fyrir okkar við­skipta­vini. „To­gether we make things happ­en,“ er slag­orð Sam­skipa og ég finn mig vel í því og hlakka til sam­starfs­ins. Með bak­land í stóru alþjóð­legu fyr­ir­tæki höfum við allt sem þarf til að sækja fram af miklu afli og það verður spenn­andi að vera hluti af þeim vext­i.“

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent