Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.

seðlabankinn
Auglýsing

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands, segir að þær breyt­ingar sem gerðar hafa verið á fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar hafi reynst vel, en að verk­inu sé ekki lokið enn­þá. Styrkja þurfi þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu Seðla­bank­ans og þá þurfi að bæta miðlun upp­lýs­inga, sér­stak­lega til almenn­ings. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrri grein Þór­ar­ins af tveimur í Vís­bend­ingu, en sú fyrri birt­ist í tölu­blað­inu sem kom til áskrif­enda í dag.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.„Eins og fjallað er um í fyrri grein höf­undar hafa verið gerðar tölu­verðar breyt­ingar á umgjörð og fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar hér á landi á und­an­förnum árum. Eins og rakið er hér að ofan hafa þessar breyt­ingar leitt til veru­lega bætts árang­urs pen­inga­stefn­unnar á síð­ustu árum.

Auglýsing

En verk­inu er ekki lokið og meira þarf til. Meðal þess sem þarf að bæta er t.d. að styrkja umgjörð þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu Seðla­bank­ans. Þá þarf að bæta miðlun upp­lýs­inga um pen­inga­stefn­una enn frekar, sér­stak­lega til almenn­ings, og auka gagn­sæi inn­gripa­stefnu bank­ans. Halda þarf áfram þróun þjóð­hags­var­úð­ar­tækja bank­ans og mögu­lega þarf að end­ur­skoða umgjörð fjár­streym­is­tækis bank­ans.

Þótt ný umgjörð pen­inga­stefn­unnar hafi skilað aug­ljósum árangri má með rökum segja að enn bíði hennar að mæta alvar­legu áfalli – sér­stak­lega nú eftir að fjár­magns­höft hafa að mestu verið los­uð. Þau voru inn­leidd í fjár­málakrepp­unni haustið 2008 og hjálp­uðu án efa við að styðja við gengi krón­unnar og skapa nauð­syn­legt svig­rúm við að end­ur­skipu­leggja inn­lenda efna­hags­reikn­inga eftir fjár­málakrepp­una sem var grund­völlur þess að koma á stöð­ug­leika í efna­hags­málum á ný í kjöl­far fjár­mála­á­falls­ins,“ segir meðal ann­ars í grein Þór­ar­ins.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent