Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.

seðlabankinn
Auglýsing

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands, segir að þær breyt­ingar sem gerðar hafa verið á fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar hafi reynst vel, en að verk­inu sé ekki lokið enn­þá. Styrkja þurfi þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu Seðla­bank­ans og þá þurfi að bæta miðlun upp­lýs­inga, sér­stak­lega til almenn­ings. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrri grein Þór­ar­ins af tveimur í Vís­bend­ingu, en sú fyrri birt­ist í tölu­blað­inu sem kom til áskrif­enda í dag.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.„Eins og fjallað er um í fyrri grein höf­undar hafa verið gerðar tölu­verðar breyt­ingar á umgjörð og fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar hér á landi á und­an­förnum árum. Eins og rakið er hér að ofan hafa þessar breyt­ingar leitt til veru­lega bætts árang­urs pen­inga­stefn­unnar á síð­ustu árum.

Auglýsing

En verk­inu er ekki lokið og meira þarf til. Meðal þess sem þarf að bæta er t.d. að styrkja umgjörð þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu Seðla­bank­ans. Þá þarf að bæta miðlun upp­lýs­inga um pen­inga­stefn­una enn frekar, sér­stak­lega til almenn­ings, og auka gagn­sæi inn­gripa­stefnu bank­ans. Halda þarf áfram þróun þjóð­hags­var­úð­ar­tækja bank­ans og mögu­lega þarf að end­ur­skoða umgjörð fjár­streym­is­tækis bank­ans.

Þótt ný umgjörð pen­inga­stefn­unnar hafi skilað aug­ljósum árangri má með rökum segja að enn bíði hennar að mæta alvar­legu áfalli – sér­stak­lega nú eftir að fjár­magns­höft hafa að mestu verið los­uð. Þau voru inn­leidd í fjár­málakrepp­unni haustið 2008 og hjálp­uðu án efa við að styðja við gengi krón­unnar og skapa nauð­syn­legt svig­rúm við að end­ur­skipu­leggja inn­lenda efna­hags­reikn­inga eftir fjár­málakrepp­una sem var grund­völlur þess að koma á stöð­ug­leika í efna­hags­málum á ný í kjöl­far fjár­mála­á­falls­ins,“ segir meðal ann­ars í grein Þór­ar­ins.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent